ÍLS vill auðvelda gjaldfellingu 1. september 2012 07:30 sigurður erlingsson Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS), segir allt of marga lánþega sjóðsins hafa danglað í lánafrystingu í upp undir þrjú ár án þess að gera nokkuð í sínum málum. Ef menn ekki leiti til umboðsmanns skuldara þurfi að einfalda og stytta ferlið til gjaldfellingar lána. Um 5.000 lán eru í alvarlegum vanskilum hjá sjóðnum, það er með þrjá gjalddaga eða fleiri í vanskilum. Sum hafa verið árum saman í þeirri stöðu. „Það sem hefur gerst er að menn hafa nýtt sér öll úrræði til að fresta því að taka á vandanum, eða að fresta því óumflýjanlega eða jafnvel vonast eftir því að fram komi betri úrræði sem mönnum lítist betur á. Við þurfum að fara að spyrna við fótum og segja: Nú er þetta bara orðið gott. Ef ekki sjáum við fleiri svona slæm uppgjör," segir Sigurður, en rekstrartap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna. Sigurður segir að úrvinnslu á 110% leiðinni sé lokið og um áramót verði sértæk skuldaaðlögun ekki lengur í boði. Því séu síðustu forvöð skuldara að taka á sínum málum. Hann segir að stytta þurfi þann tíma sem líður frá vanskilum þar til hægt er að ganga að eign, sé skuldari ekki að vinna í sínum málum. „Þetta eru orðin gömul vanskil og menn hafa í raun haft nægan tíma til að bregðast við. Þá þarf að ganga í gegnum ferlið, sé komin heimild til gjaldfellingar," segir Sigurður. En þýðir það að sjóðurinn taki eignirnar til sín? „Það þýðir auðvitað það, ef engin úrræði eru til staðar. En þau eru það vissulega hjá Umboðsmanni skuldara. Vandamálið er kannski að menn gera ekkert í sínum málum. Um leið og menn sækja um hjá Umboðsmanni stöðvast ferlið hjá okkur."- kóp / Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS), segir allt of marga lánþega sjóðsins hafa danglað í lánafrystingu í upp undir þrjú ár án þess að gera nokkuð í sínum málum. Ef menn ekki leiti til umboðsmanns skuldara þurfi að einfalda og stytta ferlið til gjaldfellingar lána. Um 5.000 lán eru í alvarlegum vanskilum hjá sjóðnum, það er með þrjá gjalddaga eða fleiri í vanskilum. Sum hafa verið árum saman í þeirri stöðu. „Það sem hefur gerst er að menn hafa nýtt sér öll úrræði til að fresta því að taka á vandanum, eða að fresta því óumflýjanlega eða jafnvel vonast eftir því að fram komi betri úrræði sem mönnum lítist betur á. Við þurfum að fara að spyrna við fótum og segja: Nú er þetta bara orðið gott. Ef ekki sjáum við fleiri svona slæm uppgjör," segir Sigurður, en rekstrartap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna. Sigurður segir að úrvinnslu á 110% leiðinni sé lokið og um áramót verði sértæk skuldaaðlögun ekki lengur í boði. Því séu síðustu forvöð skuldara að taka á sínum málum. Hann segir að stytta þurfi þann tíma sem líður frá vanskilum þar til hægt er að ganga að eign, sé skuldari ekki að vinna í sínum málum. „Þetta eru orðin gömul vanskil og menn hafa í raun haft nægan tíma til að bregðast við. Þá þarf að ganga í gegnum ferlið, sé komin heimild til gjaldfellingar," segir Sigurður. En þýðir það að sjóðurinn taki eignirnar til sín? „Það þýðir auðvitað það, ef engin úrræði eru til staðar. En þau eru það vissulega hjá Umboðsmanni skuldara. Vandamálið er kannski að menn gera ekkert í sínum málum. Um leið og menn sækja um hjá Umboðsmanni stöðvast ferlið hjá okkur."- kóp /
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira