Stórt hjarta í þessu 1. september 2012 16:00 Jóhannes Haukur og Ævar Þór Klukkan er tíu að morgni og leikarar Þjóðleikhússins að tínast í hús bakdyramegin. Sumir eru komnir til að æfa Dýrin í Hálsaskógi sem á að frumsýna 8. september, þeirra á meðal þeir Jóhannes Haukur og Ævar Þór. En áður en sminkurnar ná til þeirra eru þeir króaðir af í viðtal og fyrsta spurning er hvernig stemningin sé í Hálsaskógi. „Stemningin í Hálsaskógi er hress og baksviðs eru allir vinir enn þá. En ef sýningin gengur í mörg ár gæti auðvitað farið að slitna upp úr vinskapnum og við farið að klóra hvert annað í sminkstólnum," segir Jói. Þar er greinilega stutt í refseðlið! Lilli klifurmús er stærsta hlutverk Ævars Þórs til þessa. „Ég útskrifaðist fyrir tveimur árum úr leiklistarskólanum og þetta hlutverk er stór biti og mjög góður biti," segir hann. Jói: „Árni Tryggva er búinn að sjá Ævar sem Lilla og gefa samþykki sitt. (Snýr sér að Ævari) Hvað var það aftur sem hann sagði þegar þú hittir hann eftir æfinguna?" Ævar: „Ég spurði hann hvort þetta hefði sloppið og hann hló og sagði: „Já, rétt fyrir horn." Svo bætti hann við grínlaust að hann hefði skemmt sér vel og var ánægður með hversu nálægt upphaflegu uppsetningunni sýningin væri. Við fylgjum líka handritinu sem mest. Það er svo stórt hjarta í þessu verki." Jói: „Já, við leggjum okkur fram við að flytja það orðrétt af því fólk þekkir það svo vel. Hins vegar gefum við okkur mikið frelsi í allri sviðsetningu, lýsingu, búningum og leikmynd. Ævar: „Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur er alger ævintýraheimur bæði fyrir börn og fullorðna." Hversu margar uppfærslur skyldu þessir ungu menn sjálfir hafa séð? Jói: „Við misstum af Bessa og Árna. Síðari uppfærsla þeirra var 1977 og ég er ekki fæddur fyrr en 1980 og Ævar seinna. En ég sá hana 1994, þegar Örn lék Lilla og síðustu uppfærslu sá ég bara á DVD. Ævar: „Það er alveg eins með mig. Svo hlustuðum við líka á spólurnar fram og til baka. Eitt af því sem ég hlustaði á þegar ég fór að sofa." Jói: „Þess vegna er eitt sem verður að halda í, það er hláturinn hans Bessa sem Mikki refur. Ég legg mína túlkun í refinn en ég reyni að nota hláturinn hans Bessa því hann er svo frábær." Ævar: „Eftir að síðasta sýning var sett á DVD fór Örn Árna niður í sjónvarp og fann þar gamlar upptökur með Bessa og Árna, tvö atriði sem höfðu verið tekin upp fyrir Stundina okkar. Þau eru svarthvít og restin af sýningunni er ekki til. Við skoðuðum þessi atriði og það er svo gaman að sjá karlana í aksjón. Þeir voru nefnilega fimmtugir þegar þeir léku Mikka og Lilla í seinna skiptið. Hvað Árni fer létt með að klifra, það er alveg magnað." Ævar: „Stærsta tréð er fjórir metrar og ég verð að sveifla mér þangað en refurinn hann kemst auðvitað ekkert, þótt hann langi." Jói: „Fyrst Bessi og Árni gátu þetta fimmtugir þá ætti okkur ekki að vera vorkunn. Það er aðallega Snorri Engilbertsson sem leikur bakaradrenginn sem fær aldeilis að sprikla í sýningunni." Nokkur börn í einu herbergi leikhússins höfðu vakið athygli blaðamanns þegar hann kom inn. Þau gerðu sér dælt við Jóa og gerðu tilraun til að kyrrsetja hann. Í ljós kemur að þau leika í Dýrunum. Jói: „Það er hópur af börnum í sýningunni. Yndislegum börnum." Ævar: „…og hæfileikaríkum. Þau fóru í gegnum inntökuferli og voru vandlega valin enda þurfa þau að kunna fimleika og að syngja og dansa." Jói: „Ég er alltaf að stríða krökkunum og geng alveg í barndóm við að umgangast þau." Nú byrja þeir félagar að hlaða hvorn annan slíku lofi að blaðamaður veit ekkert hvað er sagt í gríni og hvað ekki svo hann ákveður að slíta viðtalinu. Jói: „Ég vil bara enda á að segja hvað Ævar er frábær…" Ævar: „…og Jói er alls ekki síðri." Börnunum baksviðs hefur fjölgað meðan á viðtalinu stóð og andlit þeirra hafa breyst í héra, kanínur og fleiri skógardýr. En öll virðast þau vinir." Lífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Klukkan er tíu að morgni og leikarar Þjóðleikhússins að tínast í hús bakdyramegin. Sumir eru komnir til að æfa Dýrin í Hálsaskógi sem á að frumsýna 8. september, þeirra á meðal þeir Jóhannes Haukur og Ævar Þór. En áður en sminkurnar ná til þeirra eru þeir króaðir af í viðtal og fyrsta spurning er hvernig stemningin sé í Hálsaskógi. „Stemningin í Hálsaskógi er hress og baksviðs eru allir vinir enn þá. En ef sýningin gengur í mörg ár gæti auðvitað farið að slitna upp úr vinskapnum og við farið að klóra hvert annað í sminkstólnum," segir Jói. Þar er greinilega stutt í refseðlið! Lilli klifurmús er stærsta hlutverk Ævars Þórs til þessa. „Ég útskrifaðist fyrir tveimur árum úr leiklistarskólanum og þetta hlutverk er stór biti og mjög góður biti," segir hann. Jói: „Árni Tryggva er búinn að sjá Ævar sem Lilla og gefa samþykki sitt. (Snýr sér að Ævari) Hvað var það aftur sem hann sagði þegar þú hittir hann eftir æfinguna?" Ævar: „Ég spurði hann hvort þetta hefði sloppið og hann hló og sagði: „Já, rétt fyrir horn." Svo bætti hann við grínlaust að hann hefði skemmt sér vel og var ánægður með hversu nálægt upphaflegu uppsetningunni sýningin væri. Við fylgjum líka handritinu sem mest. Það er svo stórt hjarta í þessu verki." Jói: „Já, við leggjum okkur fram við að flytja það orðrétt af því fólk þekkir það svo vel. Hins vegar gefum við okkur mikið frelsi í allri sviðsetningu, lýsingu, búningum og leikmynd. Ævar: „Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur er alger ævintýraheimur bæði fyrir börn og fullorðna." Hversu margar uppfærslur skyldu þessir ungu menn sjálfir hafa séð? Jói: „Við misstum af Bessa og Árna. Síðari uppfærsla þeirra var 1977 og ég er ekki fæddur fyrr en 1980 og Ævar seinna. En ég sá hana 1994, þegar Örn lék Lilla og síðustu uppfærslu sá ég bara á DVD. Ævar: „Það er alveg eins með mig. Svo hlustuðum við líka á spólurnar fram og til baka. Eitt af því sem ég hlustaði á þegar ég fór að sofa." Jói: „Þess vegna er eitt sem verður að halda í, það er hláturinn hans Bessa sem Mikki refur. Ég legg mína túlkun í refinn en ég reyni að nota hláturinn hans Bessa því hann er svo frábær." Ævar: „Eftir að síðasta sýning var sett á DVD fór Örn Árna niður í sjónvarp og fann þar gamlar upptökur með Bessa og Árna, tvö atriði sem höfðu verið tekin upp fyrir Stundina okkar. Þau eru svarthvít og restin af sýningunni er ekki til. Við skoðuðum þessi atriði og það er svo gaman að sjá karlana í aksjón. Þeir voru nefnilega fimmtugir þegar þeir léku Mikka og Lilla í seinna skiptið. Hvað Árni fer létt með að klifra, það er alveg magnað." Ævar: „Stærsta tréð er fjórir metrar og ég verð að sveifla mér þangað en refurinn hann kemst auðvitað ekkert, þótt hann langi." Jói: „Fyrst Bessi og Árni gátu þetta fimmtugir þá ætti okkur ekki að vera vorkunn. Það er aðallega Snorri Engilbertsson sem leikur bakaradrenginn sem fær aldeilis að sprikla í sýningunni." Nokkur börn í einu herbergi leikhússins höfðu vakið athygli blaðamanns þegar hann kom inn. Þau gerðu sér dælt við Jóa og gerðu tilraun til að kyrrsetja hann. Í ljós kemur að þau leika í Dýrunum. Jói: „Það er hópur af börnum í sýningunni. Yndislegum börnum." Ævar: „…og hæfileikaríkum. Þau fóru í gegnum inntökuferli og voru vandlega valin enda þurfa þau að kunna fimleika og að syngja og dansa." Jói: „Ég er alltaf að stríða krökkunum og geng alveg í barndóm við að umgangast þau." Nú byrja þeir félagar að hlaða hvorn annan slíku lofi að blaðamaður veit ekkert hvað er sagt í gríni og hvað ekki svo hann ákveður að slíta viðtalinu. Jói: „Ég vil bara enda á að segja hvað Ævar er frábær…" Ævar: „…og Jói er alls ekki síðri." Börnunum baksviðs hefur fjölgað meðan á viðtalinu stóð og andlit þeirra hafa breyst í héra, kanínur og fleiri skógardýr. En öll virðast þau vinir."
Lífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp