Fullorðnir fara í heljarstökk 5. september 2012 00:00 Fyrsta æfing vetrarins í fullorðinsfimleikum Fjölnis var haldin í byrjun vikunnar og mættu þangað um þrjátíu manns, bæði karlar og konur. Karen Jóhannsdóttir er þjálfari þar og segir hún fólk oft koma sjálfu sér á óvart með getu sinni. Marga dreymir um að komast í heljarstökk, flikkflakk og splitt en telja alla von úti sökum aldurs. Sú er þó síður en svo raunin. Fullorðinsfimleikar eru bæði fyrir byrjendur og þá sem eru að rifja upp gamla takta. Það eru engar kröfur um getu heldur fer fólk þetta bara á sínum hraða, segir Karen Jóhannsdóttir, fimleikaþjálfari hjá Fjölni. Karen segir fullorðinsfimleikana leggja áherslu á styrk, þol og það að hafa gaman. Þetta er oft eina líkamsræktin sem fólk stundar svo við pössum upp á að hafa sitt lítið af hverju. Mestu máli skiptir samt að fólk skemmti sér vel, segir hún. Fullorðinsfimleikarnir hjá Fjölni byrjuðu af alvöru síðasta vetur og varð strax sprenging í aðsókn. Stór hluti þess hóps er mættur aftur til leiks þennan veturinn. Það kemur fólki oft mjög á óvart hvaða árangri það nær, þrátt fyrir aldur og fyrri störf. Í fyrra voru margir sem byrjuðu hjá okkur sem hafði dreymt um að komast í handahlaup eða heljarstökk í mörg ár og voru að ná því með glæsibrag í lok vetrar. Það kom þeim sjálfum hvað mest á óvart, segir Karen og hlær. Hún segir skemmtilegt að fylgjast með fólki láta æskudrauminn rætast. Það var ein kona í fyrra sem fór í heljarstökk og öskraði af gleði þegar hún lenti standandi í fyrsta skipti, rifjar hún upp. Fyrsta æfing vetrarins var haldin nú á mánudag og mættu þangað um þrjátíu manns en tímarnir eru opnir fyrir alla 18 ára og eldri, bæði karla og konur. Fjönir er ekki eina íþróttafélagið sem býður upp á fullorðinsfimleika því flest íþróttafélög eru farin að bjóða upp á þá. Sæunn Viggósdóttir, íþróttafulltrúi hjá Glímufélaginu Ármanni segir einnig hafa verið um þrjátíu manns á fyrstu æfingu á mánudaginn. Við höfum boðið upp á fullorðinsfimleika lengi vel en gríðarleg uppsveifla hefur þó verið síðustu ár, segir hún. Fleiri íþróttafélög sem bjóða upp á fullorðinsfimleika eru til dæmis Gerpla, Björk, Grótta og Fimleikafélag Akureyrar, en samkvæmt óformlegri könnun má gera ráð fyrir að iðkendur hérlendis hlaupi á hundruðum. tinnaros@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Marga dreymir um að komast í heljarstökk, flikkflakk og splitt en telja alla von úti sökum aldurs. Sú er þó síður en svo raunin. Fullorðinsfimleikar eru bæði fyrir byrjendur og þá sem eru að rifja upp gamla takta. Það eru engar kröfur um getu heldur fer fólk þetta bara á sínum hraða, segir Karen Jóhannsdóttir, fimleikaþjálfari hjá Fjölni. Karen segir fullorðinsfimleikana leggja áherslu á styrk, þol og það að hafa gaman. Þetta er oft eina líkamsræktin sem fólk stundar svo við pössum upp á að hafa sitt lítið af hverju. Mestu máli skiptir samt að fólk skemmti sér vel, segir hún. Fullorðinsfimleikarnir hjá Fjölni byrjuðu af alvöru síðasta vetur og varð strax sprenging í aðsókn. Stór hluti þess hóps er mættur aftur til leiks þennan veturinn. Það kemur fólki oft mjög á óvart hvaða árangri það nær, þrátt fyrir aldur og fyrri störf. Í fyrra voru margir sem byrjuðu hjá okkur sem hafði dreymt um að komast í handahlaup eða heljarstökk í mörg ár og voru að ná því með glæsibrag í lok vetrar. Það kom þeim sjálfum hvað mest á óvart, segir Karen og hlær. Hún segir skemmtilegt að fylgjast með fólki láta æskudrauminn rætast. Það var ein kona í fyrra sem fór í heljarstökk og öskraði af gleði þegar hún lenti standandi í fyrsta skipti, rifjar hún upp. Fyrsta æfing vetrarins var haldin nú á mánudag og mættu þangað um þrjátíu manns en tímarnir eru opnir fyrir alla 18 ára og eldri, bæði karla og konur. Fjönir er ekki eina íþróttafélagið sem býður upp á fullorðinsfimleika því flest íþróttafélög eru farin að bjóða upp á þá. Sæunn Viggósdóttir, íþróttafulltrúi hjá Glímufélaginu Ármanni segir einnig hafa verið um þrjátíu manns á fyrstu æfingu á mánudaginn. Við höfum boðið upp á fullorðinsfimleika lengi vel en gríðarleg uppsveifla hefur þó verið síðustu ár, segir hún. Fleiri íþróttafélög sem bjóða upp á fullorðinsfimleika eru til dæmis Gerpla, Björk, Grótta og Fimleikafélag Akureyrar, en samkvæmt óformlegri könnun má gera ráð fyrir að iðkendur hérlendis hlaupi á hundruðum. tinnaros@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira