Klók leið ríkisstjórnarinnar til að skapa störf í kreppunni Össur Skarphéðinsson skrifar 11. september 2012 06:00 Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa, og af opinberum byggingum. Hátt á annað þúsund ársverk urðu til vegna þessarar djörfu ákvörðunar sem ríkisstjórnin tók mjög snemma á ferli sínum – eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr stjórninni. Hundruð atvinnulausra iðnaðarmanna fengu vinnu, smiðir, rafvirkjar, pípulagningamenn, múrarar og fleiri. Ekki má gleyma verkfræðistofum sem fengu verkefni við að gera úttektir á viðhaldsþörf, hanna verk og meta, og loks hafa umsjón með framkvæmdum. Um alla Reykjavík og allt landið ruku upp stillansar. Húseigendur og húsfélög sem höfðu látið viðhald sitja á hakanum, tóku tilboði ríkisstjórnarinnar um 100 prósenta endurgreiðsluna, og fengu iðnaðarmenn, verktakafyrirtæki og verkfræðistofur til að standa fyrir endurbótum á stórum blokkum. Sama gerðu sveitarfélög sem höfðu beðið með viðhald á eignum sínum. Fyrir marga einyrkja og lítil fyrirtæki skipti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að endurgreiða 100 prósenta virðisaukaskattinn algerum sköpum. Ríkisstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn skammar fyrir að hækka skatta á hátekjufólk, lækkaði þvert á móti skatta til að skapa störf fyrir atvinnulaust fólk. Þetta gerðist ekki meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völdin – heldur eftir að hann fór úr ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa, og af opinberum byggingum. Hátt á annað þúsund ársverk urðu til vegna þessarar djörfu ákvörðunar sem ríkisstjórnin tók mjög snemma á ferli sínum – eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr stjórninni. Hundruð atvinnulausra iðnaðarmanna fengu vinnu, smiðir, rafvirkjar, pípulagningamenn, múrarar og fleiri. Ekki má gleyma verkfræðistofum sem fengu verkefni við að gera úttektir á viðhaldsþörf, hanna verk og meta, og loks hafa umsjón með framkvæmdum. Um alla Reykjavík og allt landið ruku upp stillansar. Húseigendur og húsfélög sem höfðu látið viðhald sitja á hakanum, tóku tilboði ríkisstjórnarinnar um 100 prósenta endurgreiðsluna, og fengu iðnaðarmenn, verktakafyrirtæki og verkfræðistofur til að standa fyrir endurbótum á stórum blokkum. Sama gerðu sveitarfélög sem höfðu beðið með viðhald á eignum sínum. Fyrir marga einyrkja og lítil fyrirtæki skipti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að endurgreiða 100 prósenta virðisaukaskattinn algerum sköpum. Ríkisstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn skammar fyrir að hækka skatta á hátekjufólk, lækkaði þvert á móti skatta til að skapa störf fyrir atvinnulaust fólk. Þetta gerðist ekki meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völdin – heldur eftir að hann fór úr ríkisstjórn.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar