Með báðum augum – eða bara öðru? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. september 2012 06:00 Til er svolítil saga um gamla vörubílsökumanninn sem var blindur á hægra auga en taldi sig með öruggustu ökumönnum (kannski var hann það, þrátt fyrir allt). Aðspurður um ástæðuna sagði hann að það væri hægri umferð og hann sæi vel til allra sem óku á móti bílnum hans. Þegar kemur að umhverfismálum norðan við heimskautsbaug er líkt og margir hagi sér eða hugsi eins og sá gamli. Horfa með öðru auganu á hluta sjónsviðsins. Í ár er ástand stóru íshellunnar á kolli jarðar verra en nokkru sinni fyrr á undanförnum öldum. Hraðari bráðnun en flesta sérfræðinga óraði fyrir veldur því að endurkast hitageislunar á risastóru svæði minnkar ótæpilega á ársgrunni. Vöxtur og viðgangur hafíss á norðurslóðum er ein helsta undirstaðan undir sæmilega stöðugu og fremur svölu loftslagi í tempraða beltinu og kuldabeltinu. Hörfi hafís að mestu, nema yfir bláveturinn, hefur það miklar en ófyrirsjáanlegar afleiðingar á veðurfar jarðar. Ásamt hraðri bráðnun jökla og breyttu flæði ferskvatns til hafanna er sennilegt að of lítil hafíshella valdi því að hafstraumar breytast með álíka ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hvað er gert? Losun gróðurhúsalofttegunda er aukin, áfram vegið grimmt að gróðri jarðar, einkum trjágróðri sem bindur vel koltvísýring, og stefnt að aukinni leit að kolefniseldsneyti í jarðskorpunni, einmitt á norðurslóðum. Þjóðunum er um leið sagt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum og takast á við vanda sem mun vaxa, t.d. vegna hækkandi sjávarborðs. Hvað drífur þessa stefnu og tilheyrandi aðgerðir áfram? Skynsemi? Neyð? Nýsköpun? Hagvöxtur? Býður einhver fram réttari hugtök? Auðvelt er að horfa með aðdáun á allt sem vinnst með norðlægri málm-, olíu- og gasvinnslu en horfa ekki á neikvæðu afleiðingarnar; treysta blinda auganu. Það geta komið margar krónur í íslenska kassa þegar nýjar siglingaleiðir opnast, rándýr olía tekur ef til vill að flæða við erfiðustu aðstæður og námagröftur eykst í hæsta norðri. Ætli þær dugi til að greiða fyrir mótvægisaðgerðir vegna áflæðis sjávar, vegna óvissra breytinga á lífríkinu og tjóns af veðuröfgum? Þátttaka okkar í kapphlaupinu um Nýja Norðrið er næstum ósjálfráð. Ég tel, á Degi íslenskrar náttúru, að löngu sé kominn tími til að skoða þessa framtíð með báðum augum og leita öfgalaust ábyrgra svara við nokkrum áleitnustu spurningum næstu ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Til er svolítil saga um gamla vörubílsökumanninn sem var blindur á hægra auga en taldi sig með öruggustu ökumönnum (kannski var hann það, þrátt fyrir allt). Aðspurður um ástæðuna sagði hann að það væri hægri umferð og hann sæi vel til allra sem óku á móti bílnum hans. Þegar kemur að umhverfismálum norðan við heimskautsbaug er líkt og margir hagi sér eða hugsi eins og sá gamli. Horfa með öðru auganu á hluta sjónsviðsins. Í ár er ástand stóru íshellunnar á kolli jarðar verra en nokkru sinni fyrr á undanförnum öldum. Hraðari bráðnun en flesta sérfræðinga óraði fyrir veldur því að endurkast hitageislunar á risastóru svæði minnkar ótæpilega á ársgrunni. Vöxtur og viðgangur hafíss á norðurslóðum er ein helsta undirstaðan undir sæmilega stöðugu og fremur svölu loftslagi í tempraða beltinu og kuldabeltinu. Hörfi hafís að mestu, nema yfir bláveturinn, hefur það miklar en ófyrirsjáanlegar afleiðingar á veðurfar jarðar. Ásamt hraðri bráðnun jökla og breyttu flæði ferskvatns til hafanna er sennilegt að of lítil hafíshella valdi því að hafstraumar breytast með álíka ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hvað er gert? Losun gróðurhúsalofttegunda er aukin, áfram vegið grimmt að gróðri jarðar, einkum trjágróðri sem bindur vel koltvísýring, og stefnt að aukinni leit að kolefniseldsneyti í jarðskorpunni, einmitt á norðurslóðum. Þjóðunum er um leið sagt að aðlaga sig að nýjum aðstæðum og takast á við vanda sem mun vaxa, t.d. vegna hækkandi sjávarborðs. Hvað drífur þessa stefnu og tilheyrandi aðgerðir áfram? Skynsemi? Neyð? Nýsköpun? Hagvöxtur? Býður einhver fram réttari hugtök? Auðvelt er að horfa með aðdáun á allt sem vinnst með norðlægri málm-, olíu- og gasvinnslu en horfa ekki á neikvæðu afleiðingarnar; treysta blinda auganu. Það geta komið margar krónur í íslenska kassa þegar nýjar siglingaleiðir opnast, rándýr olía tekur ef til vill að flæða við erfiðustu aðstæður og námagröftur eykst í hæsta norðri. Ætli þær dugi til að greiða fyrir mótvægisaðgerðir vegna áflæðis sjávar, vegna óvissra breytinga á lífríkinu og tjóns af veðuröfgum? Þátttaka okkar í kapphlaupinu um Nýja Norðrið er næstum ósjálfráð. Ég tel, á Degi íslenskrar náttúru, að löngu sé kominn tími til að skoða þessa framtíð með báðum augum og leita öfgalaust ábyrgra svara við nokkrum áleitnustu spurningum næstu ára.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar