Ný tækni eykur áhuga veiðimanna 25. september 2012 07:30 Veitt í Reykjavíkurhöfn Ágætlega aflast hjá bryggjuveiðimönnum í Reykjavíkurhöfn að sögn þeirra sem til þekkja. Fréttablaðið/HAG Tveir áhugamenn um bryggjuveiði hafa sent stjórn Faxaflóahafna tillögur um það hvernig bæta megi aðstöðu til slíkra veiða í gömlu höfninni í Reykjavík. „Segja má að nokkur hópur veiðimanna stundi þessar veiðar reglulega og þá í seinni tíð aðallega á Skarfagarði," segir í bréfi Helga Laxdal og Hermanns Bridde. Benda þeir á að nú þegar láni Faxaflóahafnir björgunarvesti fyrir dorgveiðimenn á verbúðarbryggjum í Vesturhöfninni. „Talsverð þróun hefur verið í þessum veiðum gegnum tíðina. Innflytjendur hafa flutt með sér aðra tækni við strandveiði í sjó sem gerir þeim kleift að koma agni umtalsvert lengra frá fjöru en áður tíðkaðist auk þess sem breytingar á fiskgengd, til dæmis makríls, hefur haft umtalsverð áhrif á áhuga fólks fyrir bryggjuveiði," segja þeir félagar. Helgi og Hermann segja að til þess að stuðla að aukinni bryggjuveiði þurfi að skapa aðstöðu þar sem ekki sé mikil umferð skipa eða bíla, aðgengi sé gott og möguleiki á útvegun björgunarvesta. Faxagarður, Grófarbakki og Verbúðarbryggjur komi helst til greina. „Kostnaður við þessar endurbætur ætti ekki að þurfa að vera mikill en gæti orðið til þess að fleiri nýttu tækifærið til að freista gæfunnar við bryggjuveiði," segja þeir. Þess má geta að hafnarstjórnin hafði áður samþykkt að kannað yrði hvernig bæta megi aðstöðu dorgveiðimanna og fól hafnarstjóra að skoða þau mál áfram.- gar Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Tveir áhugamenn um bryggjuveiði hafa sent stjórn Faxaflóahafna tillögur um það hvernig bæta megi aðstöðu til slíkra veiða í gömlu höfninni í Reykjavík. „Segja má að nokkur hópur veiðimanna stundi þessar veiðar reglulega og þá í seinni tíð aðallega á Skarfagarði," segir í bréfi Helga Laxdal og Hermanns Bridde. Benda þeir á að nú þegar láni Faxaflóahafnir björgunarvesti fyrir dorgveiðimenn á verbúðarbryggjum í Vesturhöfninni. „Talsverð þróun hefur verið í þessum veiðum gegnum tíðina. Innflytjendur hafa flutt með sér aðra tækni við strandveiði í sjó sem gerir þeim kleift að koma agni umtalsvert lengra frá fjöru en áður tíðkaðist auk þess sem breytingar á fiskgengd, til dæmis makríls, hefur haft umtalsverð áhrif á áhuga fólks fyrir bryggjuveiði," segja þeir félagar. Helgi og Hermann segja að til þess að stuðla að aukinni bryggjuveiði þurfi að skapa aðstöðu þar sem ekki sé mikil umferð skipa eða bíla, aðgengi sé gott og möguleiki á útvegun björgunarvesta. Faxagarður, Grófarbakki og Verbúðarbryggjur komi helst til greina. „Kostnaður við þessar endurbætur ætti ekki að þurfa að vera mikill en gæti orðið til þess að fleiri nýttu tækifærið til að freista gæfunnar við bryggjuveiði," segja þeir. Þess má geta að hafnarstjórnin hafði áður samþykkt að kannað yrði hvernig bæta megi aðstöðu dorgveiðimanna og fól hafnarstjóra að skoða þau mál áfram.- gar
Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira