Þrír stærstu barnahóparnir í hruninu 25. september 2012 07:30 sf Þrír af fimm fjölmennustu árgöngum Íslandssögunnar fæddust árin 2008, 2009 og 2010. Aðeins árið 2009 hafa fæðst fleiri en 5.000 börn á Íslandi, tæplega þúsund fleiri en árið 2001. Stefán Hrafn Jónsson, félags- og lýðfræðingur hjá Háskóla Íslands og Embætti landlæknis, segir erfitt að sjá stór kreppu-áhrif á stærð fæðingarárganga. Helstu orsakir þess að nú eru að fæðast mörg börn á Íslandi sé einfaldlega að finna í auknum fólksfjölda. „Börn sem fæddust árið 2008 eru flest fædd fyrir hrun. Öll börn sem fæddust 2008 og hluti þeirra sem fæddust árið 2009 eru getin fyrir hrun. Þannig að sú aukning verður varla rakin til hrunsins sem kom flestum á óvart, líklega einnig þessum foreldrum," segir Stefán. Einn algengasti mælikvarði á frjósemi er „lifandi fædd börn á ævi hverrar konu" (TFR). Þar sjást hærri tölur á Íslandi en í flestum öðrum Evrópuþjóðum. Þegar TFR er skoðað sést að fæðingartíðni lækkar lítillega eftir 2009. „Mér persónulega finnst það athyglisvert. Það er einnig athyglisvert að TFR hefur hækkað ár frá ári frá 2002 nema á milli áranna 2009 og 2010," segir Stefán. Árin 2001 og 2002 fæddust á Íslandi innan við 4.100 börn en um fimm þúsund árin 2009 og 2010. Aftur dregur úr í fyrra en þá fæddust 4.496 börn. Spurður hvort stærri barnahópur þessara ára setji ekki þrýsting á sveitarfélögin þegar þar að kemur segir Stefán að vissulega muni stærri fæðingarárgangur hafa einhver áhrif á þjónustuþörf sveitarfélaga. „Auðvitað þarf að huga að slíkum sveiflum tímanlega og þær koma fram á mismunandi hátt á milli sveitarfélaga. Ég held hins vegar að væntanleg aukning eldri borgara á næstu áratugum sé mun stærra viðfangsefni en sveiflur í stærð fæðingarárganga. Aukning á fjölda eldri borgara er ekki sveifla heldur varanleg og fyrirsjáanleg breyting á næstu árum og áratugum," segir Stefán. Leita þarf aftur til áranna 1959 og 1960 til að finna jafn fjölmenna árganga hérlendis. Hins vegar var TFR fyrir þessi ár um 4,2 börn á hverja konu. Árin 2008, 2009 og 2010 var TFR miklum mun lægra eða 2,1 til 2,2 börn á hverja konu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Þrír af fimm fjölmennustu árgöngum Íslandssögunnar fæddust árin 2008, 2009 og 2010. Aðeins árið 2009 hafa fæðst fleiri en 5.000 börn á Íslandi, tæplega þúsund fleiri en árið 2001. Stefán Hrafn Jónsson, félags- og lýðfræðingur hjá Háskóla Íslands og Embætti landlæknis, segir erfitt að sjá stór kreppu-áhrif á stærð fæðingarárganga. Helstu orsakir þess að nú eru að fæðast mörg börn á Íslandi sé einfaldlega að finna í auknum fólksfjölda. „Börn sem fæddust árið 2008 eru flest fædd fyrir hrun. Öll börn sem fæddust 2008 og hluti þeirra sem fæddust árið 2009 eru getin fyrir hrun. Þannig að sú aukning verður varla rakin til hrunsins sem kom flestum á óvart, líklega einnig þessum foreldrum," segir Stefán. Einn algengasti mælikvarði á frjósemi er „lifandi fædd börn á ævi hverrar konu" (TFR). Þar sjást hærri tölur á Íslandi en í flestum öðrum Evrópuþjóðum. Þegar TFR er skoðað sést að fæðingartíðni lækkar lítillega eftir 2009. „Mér persónulega finnst það athyglisvert. Það er einnig athyglisvert að TFR hefur hækkað ár frá ári frá 2002 nema á milli áranna 2009 og 2010," segir Stefán. Árin 2001 og 2002 fæddust á Íslandi innan við 4.100 börn en um fimm þúsund árin 2009 og 2010. Aftur dregur úr í fyrra en þá fæddust 4.496 börn. Spurður hvort stærri barnahópur þessara ára setji ekki þrýsting á sveitarfélögin þegar þar að kemur segir Stefán að vissulega muni stærri fæðingarárgangur hafa einhver áhrif á þjónustuþörf sveitarfélaga. „Auðvitað þarf að huga að slíkum sveiflum tímanlega og þær koma fram á mismunandi hátt á milli sveitarfélaga. Ég held hins vegar að væntanleg aukning eldri borgara á næstu áratugum sé mun stærra viðfangsefni en sveiflur í stærð fæðingarárganga. Aukning á fjölda eldri borgara er ekki sveifla heldur varanleg og fyrirsjáanleg breyting á næstu árum og áratugum," segir Stefán. Leita þarf aftur til áranna 1959 og 1960 til að finna jafn fjölmenna árganga hérlendis. Hins vegar var TFR fyrir þessi ár um 4,2 börn á hverja konu. Árin 2008, 2009 og 2010 var TFR miklum mun lægra eða 2,1 til 2,2 börn á hverja konu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira