Fólk í greiðsluaðlögun gæti hrakist úr námi 25. september 2012 06:00 Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Einstæð móðir fjögurra barna sem stundar nám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands kveðst óttast að hrekjast frá námi eftir að hafa fengið neitun um fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, sótti um og fékk samþykkta greiðsluaðlögun í sumar. Enginn hafi hins vegar varað hana við því að ferlið gæti haft þessi áhrif á möguleika hennar til að stunda nám. Í desember 2010 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um greiðsluaðlögun til að tryggja að námsmenn gætu áfram fengið framfærslulán frá lánastofnunum vegna væntanlegs láns frá LÍN. Fyrir þá breytingu var alveg lokað á að fólk í greiðsluaðlögun gæti tekið á sig frekari lánaskuldbindingar. Fari svo að áðurnefnd kona hrekist frá námi segir hún fátt annað í stöðunni en að leita félagslegra úrræða hjá sveitarfélagi sínu, enda hafi hún sem námsmaður ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Ávinning samfélagsins af slíkum málalokum fyrir fólk í hennar stöðu segir hún vandséðan. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn ekki vita hversu margir kunni að vera í sömu stöðu. „Við höfum heyrt af einstökum tilvikum þar sem fólk talar um þetta, en vitum svo sem ekkert hvernig þau hafa endað," segir hún, enda sé þar um að ræða mál viðkomandi og viðskiptabanka þeirra. Fyrir árið 1992 var sjóðurinn með svokallað samtímagreiðslukerfi, en núverandi fyrirkomulag, þar sem bankar brúa bilið til útgreiðslu námslána með framfærslulánum sínum, var hluti af aðhaldsaðgerðum þess tíma, að sögn Guðrúnar. Ef taka ætti upp samtímagreiðslukerfi nú myndi það kosta fimm til sex milljarða króna. Í svari Íslandsbanka segir að umsóknir um framfærslulán séu metnar sérstaklega hverju sinni. „Þó viðkomandi aðili sé í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara þá er það ekki algild regla að honum sé synjað um lán hjá bankanum. Hvert tilvik fyrir sig er skoðað og metið og ákvarðanir teknar út frá þeirri skoðun hverju sinni," segir þar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Einstæð móðir fjögurra barna sem stundar nám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands kveðst óttast að hrekjast frá námi eftir að hafa fengið neitun um fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, sótti um og fékk samþykkta greiðsluaðlögun í sumar. Enginn hafi hins vegar varað hana við því að ferlið gæti haft þessi áhrif á möguleika hennar til að stunda nám. Í desember 2010 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um greiðsluaðlögun til að tryggja að námsmenn gætu áfram fengið framfærslulán frá lánastofnunum vegna væntanlegs láns frá LÍN. Fyrir þá breytingu var alveg lokað á að fólk í greiðsluaðlögun gæti tekið á sig frekari lánaskuldbindingar. Fari svo að áðurnefnd kona hrekist frá námi segir hún fátt annað í stöðunni en að leita félagslegra úrræða hjá sveitarfélagi sínu, enda hafi hún sem námsmaður ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Ávinning samfélagsins af slíkum málalokum fyrir fólk í hennar stöðu segir hún vandséðan. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn ekki vita hversu margir kunni að vera í sömu stöðu. „Við höfum heyrt af einstökum tilvikum þar sem fólk talar um þetta, en vitum svo sem ekkert hvernig þau hafa endað," segir hún, enda sé þar um að ræða mál viðkomandi og viðskiptabanka þeirra. Fyrir árið 1992 var sjóðurinn með svokallað samtímagreiðslukerfi, en núverandi fyrirkomulag, þar sem bankar brúa bilið til útgreiðslu námslána með framfærslulánum sínum, var hluti af aðhaldsaðgerðum þess tíma, að sögn Guðrúnar. Ef taka ætti upp samtímagreiðslukerfi nú myndi það kosta fimm til sex milljarða króna. Í svari Íslandsbanka segir að umsóknir um framfærslulán séu metnar sérstaklega hverju sinni. „Þó viðkomandi aðili sé í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara þá er það ekki algild regla að honum sé synjað um lán hjá bankanum. Hvert tilvik fyrir sig er skoðað og metið og ákvarðanir teknar út frá þeirri skoðun hverju sinni," segir þar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira