Var plötuð í skólann en stýrir nú Herjólfi 27. september 2012 07:45 nýr vinnustaður Ingibjörg hefur meðal annars yfirumsjón með öryggismálum um borð í Herjólfi.fréttablaðið/óskar „Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst. Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri," segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta ekki hennar fyrsta starf þar um borð. Ingibjörg settist á skólabekk í stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 2005, en það bar að með nokkuð sérstökum hætti. Hún var ein margra sem studdu það með ráð og dáð að skólinn yrði endurvakinn. Einn þeirra sem starfaði í nefnd um endurreisn skólans, Sveinn Magnússon, hringdi svo einn daginn og spurði hvort hún styddi ekki skólann enn þá. Ingibjörg hélt það nú, en á hana runnu tvær grímur þegar Sveinn bar upp raunverulegt erindi sitt. „Hann hringdi til að skrá mig á skólabekk. Eftir nokkrar fortölur lét ég þó til leiðast og sé ekki eftir þeirri ákvörðun," segir Ingibjörg. „Ég útskrifaðist svo vorið 2011 og fékk mína fyrstu vinnu sem skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Húsavík í sumarbyrjun. Og hingað er ég svo komin, enn á ný." Í umfjöllun Fréttablaðsins í tilefni sjómannadagsins sumarið 2008 var rætt við Ingibjörgu þar sem hún sagði frá því að hún stundaði nám við skólann, en hún er eina konan sem þaðan hefur útskrifast. Þá sagðist henni svo frá: „Ég hef reyndar aldrei verið á fiskiskipi en ég hef meðal annars verið háseti, kokkur og er núna þerna hér á Herjólfi. Það er eiginlega ekkert eftir nema starfið efst uppi, það er að segja í brúnni. Ég myndi helst vilja í framtíðinni vera stýrimaður hér. Kannski get ég byrjað að leysa aðeins af eftir svona eitt, tvö ár." Nú þegar þetta liggur fyrir er eðlilegt að spyrja stýrimanninn hvort starf skipstjóra sé ekki rökrétt framhald þessarar sögu. Ingibjörg segir of snemmt að svara því. Lífið sé samt svo óútreiknanlegt að ómögulegt sé að útiloka að það verði ofan á. Starfinu sem Ingibjörg gegnir fylgir mikil ábyrgð. Hún hefur yfirumsjón með öryggismálum skipsins, sem er ekkert einfalt á stórri ferju eins og Herjólfi. En henni er treyst af öðrum yfirmönnum skipsins, enda var henni boðið starfið, og hún segir það hafa verið auðvelt að stíga inn í þá karlaveröld sem sjómennskan er. „Ég er hæstánægð og hér hef ég bestu kennara sem hægt er að finna í mínu fagi." svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst. Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri," segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta ekki hennar fyrsta starf þar um borð. Ingibjörg settist á skólabekk í stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 2005, en það bar að með nokkuð sérstökum hætti. Hún var ein margra sem studdu það með ráð og dáð að skólinn yrði endurvakinn. Einn þeirra sem starfaði í nefnd um endurreisn skólans, Sveinn Magnússon, hringdi svo einn daginn og spurði hvort hún styddi ekki skólann enn þá. Ingibjörg hélt það nú, en á hana runnu tvær grímur þegar Sveinn bar upp raunverulegt erindi sitt. „Hann hringdi til að skrá mig á skólabekk. Eftir nokkrar fortölur lét ég þó til leiðast og sé ekki eftir þeirri ákvörðun," segir Ingibjörg. „Ég útskrifaðist svo vorið 2011 og fékk mína fyrstu vinnu sem skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Húsavík í sumarbyrjun. Og hingað er ég svo komin, enn á ný." Í umfjöllun Fréttablaðsins í tilefni sjómannadagsins sumarið 2008 var rætt við Ingibjörgu þar sem hún sagði frá því að hún stundaði nám við skólann, en hún er eina konan sem þaðan hefur útskrifast. Þá sagðist henni svo frá: „Ég hef reyndar aldrei verið á fiskiskipi en ég hef meðal annars verið háseti, kokkur og er núna þerna hér á Herjólfi. Það er eiginlega ekkert eftir nema starfið efst uppi, það er að segja í brúnni. Ég myndi helst vilja í framtíðinni vera stýrimaður hér. Kannski get ég byrjað að leysa aðeins af eftir svona eitt, tvö ár." Nú þegar þetta liggur fyrir er eðlilegt að spyrja stýrimanninn hvort starf skipstjóra sé ekki rökrétt framhald þessarar sögu. Ingibjörg segir of snemmt að svara því. Lífið sé samt svo óútreiknanlegt að ómögulegt sé að útiloka að það verði ofan á. Starfinu sem Ingibjörg gegnir fylgir mikil ábyrgð. Hún hefur yfirumsjón með öryggismálum skipsins, sem er ekkert einfalt á stórri ferju eins og Herjólfi. En henni er treyst af öðrum yfirmönnum skipsins, enda var henni boðið starfið, og hún segir það hafa verið auðvelt að stíga inn í þá karlaveröld sem sjómennskan er. „Ég er hæstánægð og hér hef ég bestu kennara sem hægt er að finna í mínu fagi." svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira