Eiga upphafslagið í vinsælli sápuóperu í Brasilíu 27. september 2012 15:00 Vinsæl í Brasilíu Rósa Birgitta Ísfeld og Einar Tönsberg í sveitinni Feldberg eiga upphafsstefið í vinsælli sápuóperu í Brasilíu og hafa eignast aðdáendahóp í landinu í kjölfarið. „Serían er nokkurs konar Dallas þeirra Brasilíubúa, full af dramatík og látum. Það má því segja að við eigum Dallas-stefið í Brasil-íu sem er ekki slæmt," segir tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg í Feldberg, en sveitin á upphafsstef brasilísku sápuóperunnar Morde e Assopras. Um er að ræða lagið You and Me sem kom út á plötunni Don't Be A Stranger árið 2009. Það var í gegnum umboðsskrifstofu sveitarinnar í Bretlandi sem framleiðendur þáttana keyptu lagið. Lagið hljómar í upphafi hvers þáttar sápuóperunnar. Sýningum var að ljúka á fyrstu seríunni, en hún taldi alls 179 þætti. „Þetta er mjög fyndið allt saman. Hvern hefði grunað að við yrðum vinsæl í brasilískum sápuóperuheimi?" veltir söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld fyrir sér. Rósa hafði ekki leitt hugann oft að sápunni fyrr en vinkona hennar flutti til Brasilíu og fékk hláturskast er hún heyrði rödd Rósu í sjónvarpinu. „Brasilíubúar eru trylltir í sápuóperur og það er alltaf heilög stund á daginn á meðan hinar ýmsu seríur eru í sjónvarpinu," segir hún. Mordas e Assopras, eða Bit og blástur á íslensku, nýtur gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu en þættirnir hófu göngu sína á síðasta ári. Aðdáendur þáttanna hafa gert yfir sextíu myndbönd með lagi Feldberg á Youtube og hefur vinsælasta myndbandið, þar sem lagið hljómar undir brotum úr þáttunum og með portúgölskum texta, fengið nærri milljón áhorfum á síðunni. „Brasilíubúar eru einnig mjög duglegir á Twitter þar sem sífellt er verið að deila laginu. Það er gaman að fylgjast með því," útskýrir Rósa og bætir við að dúettinn hafi ekki grætt á tá og fingri á sölu lagsins í þættina. Rósa og Einar ákváðu engu að síður að slá til enda heillaði hinn risavaxni brasilíski markaður. Brasilíski aðdáendahópurinn hefur því stækkað og stefgjöldin mjakast inn. „Þetta er svo rosalega stórt land og það er ekkert sjálfgefið að verða þekktur í Brasilíu, enda tónlistarsmekkur þeirra oft ólíkur okkar. Brasilískir aðdáendur hafa líka verið að hvetja okkur til að koma og spila. Það væri nú ekki leiðinlegt." alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Serían er nokkurs konar Dallas þeirra Brasilíubúa, full af dramatík og látum. Það má því segja að við eigum Dallas-stefið í Brasil-íu sem er ekki slæmt," segir tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg í Feldberg, en sveitin á upphafsstef brasilísku sápuóperunnar Morde e Assopras. Um er að ræða lagið You and Me sem kom út á plötunni Don't Be A Stranger árið 2009. Það var í gegnum umboðsskrifstofu sveitarinnar í Bretlandi sem framleiðendur þáttana keyptu lagið. Lagið hljómar í upphafi hvers þáttar sápuóperunnar. Sýningum var að ljúka á fyrstu seríunni, en hún taldi alls 179 þætti. „Þetta er mjög fyndið allt saman. Hvern hefði grunað að við yrðum vinsæl í brasilískum sápuóperuheimi?" veltir söngkonan Rósa Birgitta Ísfeld fyrir sér. Rósa hafði ekki leitt hugann oft að sápunni fyrr en vinkona hennar flutti til Brasilíu og fékk hláturskast er hún heyrði rödd Rósu í sjónvarpinu. „Brasilíubúar eru trylltir í sápuóperur og það er alltaf heilög stund á daginn á meðan hinar ýmsu seríur eru í sjónvarpinu," segir hún. Mordas e Assopras, eða Bit og blástur á íslensku, nýtur gífurlegra vinsælda í heimalandi sínu en þættirnir hófu göngu sína á síðasta ári. Aðdáendur þáttanna hafa gert yfir sextíu myndbönd með lagi Feldberg á Youtube og hefur vinsælasta myndbandið, þar sem lagið hljómar undir brotum úr þáttunum og með portúgölskum texta, fengið nærri milljón áhorfum á síðunni. „Brasilíubúar eru einnig mjög duglegir á Twitter þar sem sífellt er verið að deila laginu. Það er gaman að fylgjast með því," útskýrir Rósa og bætir við að dúettinn hafi ekki grætt á tá og fingri á sölu lagsins í þættina. Rósa og Einar ákváðu engu að síður að slá til enda heillaði hinn risavaxni brasilíski markaður. Brasilíski aðdáendahópurinn hefur því stækkað og stefgjöldin mjakast inn. „Þetta er svo rosalega stórt land og það er ekkert sjálfgefið að verða þekktur í Brasilíu, enda tónlistarsmekkur þeirra oft ólíkur okkar. Brasilískir aðdáendur hafa líka verið að hvetja okkur til að koma og spila. Það væri nú ekki leiðinlegt." alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira