Betri rammi um krónuna Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 8. október 2012 06:00 Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er nýr grundvöllur umræðu um framtíð krónunnar, upptöku evru og nýja peningastefnu fyrir heimili og fyrirtæki. Það er, ef fólk hefur áhuga á upplýstri og yfirvegaðri opinberri umræðu um þau mál. Skýrslan er gríðarstórt plagg en ég hvet alla til þess að kynna sér efni hennar í stórum dráttum, t.d. samantekt úr köflum. Eins og allir vita hefur Ísland glímt við þrenns konar efnahagskreppu undanfarin 4 ár; banka-, skulda- og gjaldmiðilskreppu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur orðið vel ágengt í glímunni við banka- og skuldakreppuna en lítil samstaða er innan hennar um gengis- og peningastefnu til framtíðar. Í vetur leið skipaði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þverpólitískan samráðshóp um mótun gengis- og peningastefnu með þátttöku fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Á þeim vettvangi hefur skapast sameiginlegur skilningur á næstu skrefum fram á við í þessu mikilvæga verkefni. Það er einnig kominn góður grunnur til samtals um framtíðina ef fólk hefur raunverulegan áhuga á því að hætta bendingum og upphrópunum um þessi mál. Í skilabréfi samráðshópsins til nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, segir m.a. að áætlanir stjórnvalda þurfi að taka mið af því að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp hér á landi á næstu árum. Það breyti því hins vegar ekki að ríkisstjórn þarf að treysta ramma ábyrgrar stjórnar ríkisfjármálanna og sýna aga í hagstjórninni almennt séð. Gjaldeyrishöftum þarf að lyfta án tillits til þess hvort fólk styður inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég er eins og annað samfylkingarfólk þeirrar skoðunar að sjálfstæð peningastefna sé ekki raunhæfur kostur til framtíðar en ég tel einnig mikið til þess vinnandi að skapa samstöðu og grundvöll um verkefnin í gjaldmiðils- og peningamálum sem flest (helst öll) stjórnmálaöfl í landinu geta starfað á. Niðurstaða samráðshópsins styður það álit Seðlabankans að verkefni næstu missera sé að skapa betri ramma um krónuna. Hann er nauðsynlegur hvort sem við veljum að taka upp evru eða ekki, þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er nýr grundvöllur umræðu um framtíð krónunnar, upptöku evru og nýja peningastefnu fyrir heimili og fyrirtæki. Það er, ef fólk hefur áhuga á upplýstri og yfirvegaðri opinberri umræðu um þau mál. Skýrslan er gríðarstórt plagg en ég hvet alla til þess að kynna sér efni hennar í stórum dráttum, t.d. samantekt úr köflum. Eins og allir vita hefur Ísland glímt við þrenns konar efnahagskreppu undanfarin 4 ár; banka-, skulda- og gjaldmiðilskreppu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur orðið vel ágengt í glímunni við banka- og skuldakreppuna en lítil samstaða er innan hennar um gengis- og peningastefnu til framtíðar. Í vetur leið skipaði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þverpólitískan samráðshóp um mótun gengis- og peningastefnu með þátttöku fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Á þeim vettvangi hefur skapast sameiginlegur skilningur á næstu skrefum fram á við í þessu mikilvæga verkefni. Það er einnig kominn góður grunnur til samtals um framtíðina ef fólk hefur raunverulegan áhuga á því að hætta bendingum og upphrópunum um þessi mál. Í skilabréfi samráðshópsins til nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, segir m.a. að áætlanir stjórnvalda þurfi að taka mið af því að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp hér á landi á næstu árum. Það breyti því hins vegar ekki að ríkisstjórn þarf að treysta ramma ábyrgrar stjórnar ríkisfjármálanna og sýna aga í hagstjórninni almennt séð. Gjaldeyrishöftum þarf að lyfta án tillits til þess hvort fólk styður inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég er eins og annað samfylkingarfólk þeirrar skoðunar að sjálfstæð peningastefna sé ekki raunhæfur kostur til framtíðar en ég tel einnig mikið til þess vinnandi að skapa samstöðu og grundvöll um verkefnin í gjaldmiðils- og peningamálum sem flest (helst öll) stjórnmálaöfl í landinu geta starfað á. Niðurstaða samráðshópsins styður það álit Seðlabankans að verkefni næstu missera sé að skapa betri ramma um krónuna. Hann er nauðsynlegur hvort sem við veljum að taka upp evru eða ekki, þegar þar að kemur.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun