Ein látin laus en tvær sendar í fangabúðir Guðsteinn skrifar 11. október 2012 00:01 Jekaterína Samúsevitsj, María Aljokína og Nadesjda Tolokonnikova í glerbúrinu, sem sakborningar eru hafðir í.nordicphotos/AFP Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst í gær að þeirri niðurstöðu að Jekaterína Samúsevitsj, ein þriggja kvenna úr pönksveitinni Pussy Riot, hefði ekki tekið jafn virkan þátt í mótmælum hljómsveitarinnar í febrúar síðastliðnum. Þess vegna var dómi hennar breytt úr tveggja ára fangelsi í skilorðsbundinn dóm, og var hún samstundis látin laus. Félagar hennar, þær Nadesjda Tolokonnikova og María Aljokína, verða hins vegar sendar í vinnubúðir til að ljúka afplánun dómsins. Samúsevitsja gekk upp að altari kirkjunnar ásamt félögum sínum, en öryggisvörður fjarlægði hana eftir að hún hafði aðeins verið þar í um það bil fimmtán sekúndur. Þar af leiðandi tókst henni ekki að vera við hliðina á hinum konunum þessa einu mínútu sem þær hoppuðu og hrópuðu slagorð gegn Vladimír Pútín forseta. Þær tjáðu sig í réttarsalnum í gær og sögðu mótmælin eingöngu hafa verið af pólitískum toga, ekki trúarlegum. Jafnframt báðust þær afsökunar á því að hafa hugsanlega sært trúartilfinningar einhverra. „Í þessum og fyrri mótmælum okkar beindum við okkur gegn stjórn núverandi forseta landsins,“ sagði Samúsevitsj, „og gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sem ríkisstofnun, gegn pólitískum ummælum rússneska patríarkans.“ Dómarinn greip ítrekað fram í fyrir þeim en þær héldu ótrauðar áfram: „Við munum ekki þagna. Og jafnvel þótt við förum til Mordóvíu eða Síberíu munum við ekki þagna,“ sagði Aljokína, en vinnubúðir fanga eru flestar í Mordóvíu eða Síberíu. Lögmenn þeirra voru allir ósáttir við niðurstöðu áfrýjunarréttarins og íhuguðu að skjóta málinu til hæstaréttar. Mannréttindasamtökin Amnesty International fögnuðu því að dómur yfir einni þeirra hafi verið styttur en fordæmdu engu að síður niðurstöðuna: „Eins og þessi niðurstaða sýnir er rússneska réttarkerfið ekki líklegt til að bjóða mikla vernd til handa þeim sem komast í kast við það.“ Vladimír Pútín forseti sagði hins vegar nýverið að dómur þeirra væri réttlátur: „Það er ekki hægt að leyfa fólki að grafa undan siðferðilegum grundvelli okkar, siðferðisgildunum, að reyna að eyðileggja landið.“ Andóf Pussy Riot Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst í gær að þeirri niðurstöðu að Jekaterína Samúsevitsj, ein þriggja kvenna úr pönksveitinni Pussy Riot, hefði ekki tekið jafn virkan þátt í mótmælum hljómsveitarinnar í febrúar síðastliðnum. Þess vegna var dómi hennar breytt úr tveggja ára fangelsi í skilorðsbundinn dóm, og var hún samstundis látin laus. Félagar hennar, þær Nadesjda Tolokonnikova og María Aljokína, verða hins vegar sendar í vinnubúðir til að ljúka afplánun dómsins. Samúsevitsja gekk upp að altari kirkjunnar ásamt félögum sínum, en öryggisvörður fjarlægði hana eftir að hún hafði aðeins verið þar í um það bil fimmtán sekúndur. Þar af leiðandi tókst henni ekki að vera við hliðina á hinum konunum þessa einu mínútu sem þær hoppuðu og hrópuðu slagorð gegn Vladimír Pútín forseta. Þær tjáðu sig í réttarsalnum í gær og sögðu mótmælin eingöngu hafa verið af pólitískum toga, ekki trúarlegum. Jafnframt báðust þær afsökunar á því að hafa hugsanlega sært trúartilfinningar einhverra. „Í þessum og fyrri mótmælum okkar beindum við okkur gegn stjórn núverandi forseta landsins,“ sagði Samúsevitsj, „og gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni sem ríkisstofnun, gegn pólitískum ummælum rússneska patríarkans.“ Dómarinn greip ítrekað fram í fyrir þeim en þær héldu ótrauðar áfram: „Við munum ekki þagna. Og jafnvel þótt við förum til Mordóvíu eða Síberíu munum við ekki þagna,“ sagði Aljokína, en vinnubúðir fanga eru flestar í Mordóvíu eða Síberíu. Lögmenn þeirra voru allir ósáttir við niðurstöðu áfrýjunarréttarins og íhuguðu að skjóta málinu til hæstaréttar. Mannréttindasamtökin Amnesty International fögnuðu því að dómur yfir einni þeirra hafi verið styttur en fordæmdu engu að síður niðurstöðuna: „Eins og þessi niðurstaða sýnir er rússneska réttarkerfið ekki líklegt til að bjóða mikla vernd til handa þeim sem komast í kast við það.“ Vladimír Pútín forseti sagði hins vegar nýverið að dómur þeirra væri réttlátur: „Það er ekki hægt að leyfa fólki að grafa undan siðferðilegum grundvelli okkar, siðferðisgildunum, að reyna að eyðileggja landið.“
Andóf Pussy Riot Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira