Heillandi hægagangur 16. október 2012 10:11 Hreint hjarta, Grímur Hákonarson Kristinn Ágúst Friðfinnsson er prestur á Selfossi sem stendur í deilum við samstarfsfólk sitt og yfirmenn. Honum finnst hafa verið svínað á sér og í þessari einlægu heimildarmynd fylgjumst við með daglegu lífi prestsins í vinnunni jafnt sem utan hennar. Sjálfur er Kristinn reyndar á því að prestar séu aldrei utan vinnunnar og má vera að sannleikskorn leynist í því. Myndavélin er sem fluga á vegg viðfangsefnisins og fer með honum um víðan völl. Skiptir þá engu hvort hann er á Skype-stefnumóti við eiginkonu sína (sem starfar á Grænlandi) eða í prestsheimsókn hjá syrgjandi fjölskyldu látins manns. Áhorfandinn fær að vera með alls staðar og það gerir myndina bæði raunverulegri og skemmtilegri. Við fáum nasaþefinn af deilum Kristins við hinn prestinn í kirkjunni og það andar verulega köldu þeirra á milli. Það er grátbroslegt að fylgjast með þeim hlið við hlið boðandi fagnaðarerindið, vitandi af allri óvildinni og karpinu sem á undan hefur gengið. Myndin málar nokkuð einhliða mynd af ástandinu, en skarpir áhorfendur gera sér vafalaust grein fyrir því og í þágu dramatíkur er auðvelt að fyrirgefa það. Og fari hinn presturinn eftir boðskap kristninnar ætti hann að geta gert það líka. Stíllinn er lágstemmdur og Grímur leikstjóri leyfir fílingnum að ráða för. Sjálfur presturinn er heillandi karakter en talar á köflum óþægilega hægt. Myndavélinni er þó leyft að rúlla áfram og fyrr en varir venst maður hraðanum. Þá smellpassar tónlistin við myndmálið og er notuð sparlega, en líkt og myndin sjálf er hún í rólegri kantinum. Enda er engin ástæða til að flýta sér um of. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Afslöppuð mynd um forvitnilegan mann. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Hreint hjarta, Grímur Hákonarson Kristinn Ágúst Friðfinnsson er prestur á Selfossi sem stendur í deilum við samstarfsfólk sitt og yfirmenn. Honum finnst hafa verið svínað á sér og í þessari einlægu heimildarmynd fylgjumst við með daglegu lífi prestsins í vinnunni jafnt sem utan hennar. Sjálfur er Kristinn reyndar á því að prestar séu aldrei utan vinnunnar og má vera að sannleikskorn leynist í því. Myndavélin er sem fluga á vegg viðfangsefnisins og fer með honum um víðan völl. Skiptir þá engu hvort hann er á Skype-stefnumóti við eiginkonu sína (sem starfar á Grænlandi) eða í prestsheimsókn hjá syrgjandi fjölskyldu látins manns. Áhorfandinn fær að vera með alls staðar og það gerir myndina bæði raunverulegri og skemmtilegri. Við fáum nasaþefinn af deilum Kristins við hinn prestinn í kirkjunni og það andar verulega köldu þeirra á milli. Það er grátbroslegt að fylgjast með þeim hlið við hlið boðandi fagnaðarerindið, vitandi af allri óvildinni og karpinu sem á undan hefur gengið. Myndin málar nokkuð einhliða mynd af ástandinu, en skarpir áhorfendur gera sér vafalaust grein fyrir því og í þágu dramatíkur er auðvelt að fyrirgefa það. Og fari hinn presturinn eftir boðskap kristninnar ætti hann að geta gert það líka. Stíllinn er lágstemmdur og Grímur leikstjóri leyfir fílingnum að ráða för. Sjálfur presturinn er heillandi karakter en talar á köflum óþægilega hægt. Myndavélinni er þó leyft að rúlla áfram og fyrr en varir venst maður hraðanum. Þá smellpassar tónlistin við myndmálið og er notuð sparlega, en líkt og myndin sjálf er hún í rólegri kantinum. Enda er engin ástæða til að flýta sér um of. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Afslöppuð mynd um forvitnilegan mann.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira