Ráðhúsið óhentugt til að telja atkvæði 23. október 2012 07:45 Atkvæði greidd Formaður landskjörstjórnar segir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa gengið þokkalega fyrir utan tafir á talningu í Reykjavíkurkjördæmi norður. fréttablaðið/pjetur „Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig," segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. Katrín segir ástæðuna fyrir töfunum liggja í húsnæðinu. Talið er í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru öll húsgögn boltuð niður og ekki hægt að raða þeim upp á nýtt. Þá sé salurinn lítill og mikil þrengsli í honum. „Þetta gerði það að verkum að við gátum aðeins látið eina spurningu fara í gegn í einu og klárað hana alveg í staðinn fyrir að geta verið með flæði þannig að um leið og fyrsta væri búin væri hægt að setja næstu í gang í hluta salarins eins og gert var í öðrum kjördæmum. Þetta gátum við ekki vegna þessara þrengsla, því annars hefði allt getað farið í rugl. Þetta gerði það að verkum að þegar búið var að flokka og á meðan verið var að telja, þá sat fólkið aðgerðarlaust í smátíma." Fyrir kosningarnar var rætt um að nota tölvur í talningunni vegna þrengslanna. Katrín segir að prófanir hafi sýnt að sú leið var ekki nógu áreiðanleg. „Við vissum það þegar þessi leið var valin að þetta mundi taka lengri tíma. Þess vegna ákváðum við að í staðinn fyrir að halda fólki kannski fram til hádegis næsta dag að taka hlé um þrjúleytið og fólk fór heim og við mættum aftur til leiks úthvíld um eitt leytið." Katrín segir borgarstjórnarsalinn óhentugan, sérstaklega í kosningum eins og þessum þar sem sex spurningar voru á kjörseðlinum. „Næst munum við hugleiða allverulega hvort Ráðhúsið sé rétti vettvangurinn. Þetta er eitthvað sem við skoðum, en það er hefð fyrir því að nota Ráðhúsið." Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir talningu í höndum einstakra kjörstjórna og þær taki sér þann tíma sem þær þurfi. Talningin í Reykjavík norður komi ekki á sitt borð nema kært verði. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig," segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. Katrín segir ástæðuna fyrir töfunum liggja í húsnæðinu. Talið er í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru öll húsgögn boltuð niður og ekki hægt að raða þeim upp á nýtt. Þá sé salurinn lítill og mikil þrengsli í honum. „Þetta gerði það að verkum að við gátum aðeins látið eina spurningu fara í gegn í einu og klárað hana alveg í staðinn fyrir að geta verið með flæði þannig að um leið og fyrsta væri búin væri hægt að setja næstu í gang í hluta salarins eins og gert var í öðrum kjördæmum. Þetta gátum við ekki vegna þessara þrengsla, því annars hefði allt getað farið í rugl. Þetta gerði það að verkum að þegar búið var að flokka og á meðan verið var að telja, þá sat fólkið aðgerðarlaust í smátíma." Fyrir kosningarnar var rætt um að nota tölvur í talningunni vegna þrengslanna. Katrín segir að prófanir hafi sýnt að sú leið var ekki nógu áreiðanleg. „Við vissum það þegar þessi leið var valin að þetta mundi taka lengri tíma. Þess vegna ákváðum við að í staðinn fyrir að halda fólki kannski fram til hádegis næsta dag að taka hlé um þrjúleytið og fólk fór heim og við mættum aftur til leiks úthvíld um eitt leytið." Katrín segir borgarstjórnarsalinn óhentugan, sérstaklega í kosningum eins og þessum þar sem sex spurningar voru á kjörseðlinum. „Næst munum við hugleiða allverulega hvort Ráðhúsið sé rétti vettvangurinn. Þetta er eitthvað sem við skoðum, en það er hefð fyrir því að nota Ráðhúsið." Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir talningu í höndum einstakra kjörstjórna og þær taki sér þann tíma sem þær þurfi. Talningin í Reykjavík norður komi ekki á sitt borð nema kært verði. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira