Sagan með stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2012 08:00 Dóra María Lárusdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir bregða hér á leik á æfingu í gær. Mynd/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á fimmtudagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og stelpurnar hans stigu stórt skref með 3-2 sigri í Sevastopol um helgina og úkraínska liðið þarf nú að skrifa nýja sögu til þess að hrifsa EM-farseðilinn af stelpunum okkar. Engin þjóð hefur komist áfram eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og engin þjóð hefur náð að skora tvisvar hjá íslenska liðinu í Laugardalnum í starfstíð Sigurðar Ragnars. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu 3-2 sigur 26 mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komið Íslandi í 2-0. Umspilið hefur verið við lýði í undankeppni EM fyrir undanfarnar fjórar úrslitakeppnir og allar tíu þjóðirnar sem hafa unnið fyrri leikinn á útivelli hafa komist áfram í lokaúrslitin. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið „fórnarlamb" í tveimur af þessum tíu tilfellum því liðið datt út fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 1997 og fyrir Noregi í undankeppni EM 2005 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli. Margir útisigranna hafa reyndar verið stórir og því vonlítið verkefni sem beið tapliðanna í seinni leiknum en minnstu munaði í viðureign Rússa og Skota í undankeppni EM 2009. Rússar unnu fyrri leikinn 3-2 í Skotlandi en sluppu svo með skrekkinn eftir að hafa tapað seinni leiknum 1-2 á heimavelli. Leikar enduðu þar 4-4 en Rússar fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sigurður Ragnar leggur nú örugglega áherslu á að stelpurnar haldi einbeitingu og klári verkefnið á morgun. Áhyggjuefnið er kannski sú staðreynd að úkraínska liðið náði mun betri árangri á útivelli en á heimavelli í undankeppninni. Úkraína vann þannig alla fjóra útileiki sína í riðlinum, þar af þrjá þeirra á þessu ári, og það án þess að fá á sig mark (8-0 samanlagt). Þegar Úkraína komst á EM fyrir fjórum árum þá vann liðið einnig stærri sigur á útivelli (3-0) en í heimaleiknum (2-0). Íslenska liðinu nægir jafntefli í þessum leik og liðið má einnig tapa 0-1 og 1-2 en stelpurnar færu þá fram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Úkraínska liðið þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk í leiknum til að komast á EM en því hefur engu liði tekist á móti Íslandi á Laugardalsvellinum síðan Sigurður Ragnar tók við liðinu 2007. Ísland hefur spilað 15 landsleiki í Laugardalnum undir hans stjórn og aðeins fengið mark á sig í tveimur þeirra (0-1 tapi á móti Frakklandi 2010 og 3-1 sigri á Noregi 2011). Sagan er vissulega með stelpunum okkar á morgun og farseðillinn á EM í Svíþjóð 2013 er því innan seilingar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á fimmtudagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og stelpurnar hans stigu stórt skref með 3-2 sigri í Sevastopol um helgina og úkraínska liðið þarf nú að skrifa nýja sögu til þess að hrifsa EM-farseðilinn af stelpunum okkar. Engin þjóð hefur komist áfram eftir tap á heimavelli í fyrri leiknum og engin þjóð hefur náð að skora tvisvar hjá íslenska liðinu í Laugardalnum í starfstíð Sigurðar Ragnars. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu 3-2 sigur 26 mínútum fyrir leikslok en áður höfðu Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir komið Íslandi í 2-0. Umspilið hefur verið við lýði í undankeppni EM fyrir undanfarnar fjórar úrslitakeppnir og allar tíu þjóðirnar sem hafa unnið fyrri leikinn á útivelli hafa komist áfram í lokaúrslitin. Íslenska kvennalandsliðið hefur verið „fórnarlamb" í tveimur af þessum tíu tilfellum því liðið datt út fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 1997 og fyrir Noregi í undankeppni EM 2005 eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli. Margir útisigranna hafa reyndar verið stórir og því vonlítið verkefni sem beið tapliðanna í seinni leiknum en minnstu munaði í viðureign Rússa og Skota í undankeppni EM 2009. Rússar unnu fyrri leikinn 3-2 í Skotlandi en sluppu svo með skrekkinn eftir að hafa tapað seinni leiknum 1-2 á heimavelli. Leikar enduðu þar 4-4 en Rússar fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sigurður Ragnar leggur nú örugglega áherslu á að stelpurnar haldi einbeitingu og klári verkefnið á morgun. Áhyggjuefnið er kannski sú staðreynd að úkraínska liðið náði mun betri árangri á útivelli en á heimavelli í undankeppninni. Úkraína vann þannig alla fjóra útileiki sína í riðlinum, þar af þrjá þeirra á þessu ári, og það án þess að fá á sig mark (8-0 samanlagt). Þegar Úkraína komst á EM fyrir fjórum árum þá vann liðið einnig stærri sigur á útivelli (3-0) en í heimaleiknum (2-0). Íslenska liðinu nægir jafntefli í þessum leik og liðið má einnig tapa 0-1 og 1-2 en stelpurnar færu þá fram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Úkraínska liðið þarf því að skora að minnsta kosti tvö mörk í leiknum til að komast á EM en því hefur engu liði tekist á móti Íslandi á Laugardalsvellinum síðan Sigurður Ragnar tók við liðinu 2007. Ísland hefur spilað 15 landsleiki í Laugardalnum undir hans stjórn og aðeins fengið mark á sig í tveimur þeirra (0-1 tapi á móti Frakklandi 2010 og 3-1 sigri á Noregi 2011). Sagan er vissulega með stelpunum okkar á morgun og farseðillinn á EM í Svíþjóð 2013 er því innan seilingar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn