Íslensk stúlka etur kappi í Danmarks næste Topmodel 24. október 2012 09:00 Guðrún ásamt danska tónlistarmanninum Christopher. Kanal4/Krestine Havemann "Ég er ekkert svo hrifin af því að horfa á mig í sjónvarpinu," segir hin tvítuga Guðrún Eir Hermannsdóttir, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Danmarks Næste Topmodel sem sýndir eru þessa dagana á Kanal 4. Guðrún Eir flutti til Danmerkur með foreldrum sínum, Hermanni Guðmundssyni og Oddnýju Ingimundardóttur, þegar hún var átta ára gömul og búa þau í bænum Esbjerg á Jótlandi. Guðrúnu Eir hafði ekki látið sig dreyma um fyrirsætustörf áður en ákvað að slá til er hún sá prufur auglýstar fyrir þættina í Árósum. "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi. Áður en ég var með í þáttunum var ég mjög feimin fyrir framan myndavélina," segir Guðrún. Þættirnir voru svo teknir upp í byrjun sumars í Kaupmannahöfn. "Upptökuferlið var allt öðruvísi en ég bjóst við og stundum frekar erfitt. Við bjuggum fimmtán stelpur saman í íbúð og máttum ekki gera mikið utan við tökurnar." Guðrún Eir á erfitt með að horfa á sjálfa sig í sjónvarpinu og segir sömu sögu gilda um fjölskyldu sína. "Þau eru mjög stolt af mér en finnst frekar erfitt að horfa á þættina. Upptökuferlið er gjörólíkt lokaútkomunni í sjónvarpinu. Stundum kannast ég varla við það sem er að gerast á skjánum. Ég hugsa að ég fari ekki aftur í sjónvarpið," segir Guðrún, sem þó er spáð góðu gengi í keppninni.Guðrún Eir Hermannsdóttir.Fimm þáttum er nú lokið af seríunni og því tíu stúlkur eftir. Í síðasta þætti var Guðrún valin til að leika aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandi með danska söngvaranum Christopher sem er mjög vinsæll í föðurlandi sínu. Guðrún Eir stefnir ekki endilega á fyrirsætubransann í framtíðinni en stúlkurnar mega ekki sitja fyrir á meðan þættirnir eru í sýningu. Guðrún reynir að sækja Ísland heim einu sinni á ári. Hana langar að fínpússa íslenskuna sem hún er orðin ansi ryðguð í. "Draumurinn er að búa í London og verða fatahönnuður. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
"Ég er ekkert svo hrifin af því að horfa á mig í sjónvarpinu," segir hin tvítuga Guðrún Eir Hermannsdóttir, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Danmarks Næste Topmodel sem sýndir eru þessa dagana á Kanal 4. Guðrún Eir flutti til Danmerkur með foreldrum sínum, Hermanni Guðmundssyni og Oddnýju Ingimundardóttur, þegar hún var átta ára gömul og búa þau í bænum Esbjerg á Jótlandi. Guðrúnu Eir hafði ekki látið sig dreyma um fyrirsætustörf áður en ákvað að slá til er hún sá prufur auglýstar fyrir þættina í Árósum. "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi. Áður en ég var með í þáttunum var ég mjög feimin fyrir framan myndavélina," segir Guðrún. Þættirnir voru svo teknir upp í byrjun sumars í Kaupmannahöfn. "Upptökuferlið var allt öðruvísi en ég bjóst við og stundum frekar erfitt. Við bjuggum fimmtán stelpur saman í íbúð og máttum ekki gera mikið utan við tökurnar." Guðrún Eir á erfitt með að horfa á sjálfa sig í sjónvarpinu og segir sömu sögu gilda um fjölskyldu sína. "Þau eru mjög stolt af mér en finnst frekar erfitt að horfa á þættina. Upptökuferlið er gjörólíkt lokaútkomunni í sjónvarpinu. Stundum kannast ég varla við það sem er að gerast á skjánum. Ég hugsa að ég fari ekki aftur í sjónvarpið," segir Guðrún, sem þó er spáð góðu gengi í keppninni.Guðrún Eir Hermannsdóttir.Fimm þáttum er nú lokið af seríunni og því tíu stúlkur eftir. Í síðasta þætti var Guðrún valin til að leika aðalhlutverkið í tónlistarmyndbandi með danska söngvaranum Christopher sem er mjög vinsæll í föðurlandi sínu. Guðrún Eir stefnir ekki endilega á fyrirsætubransann í framtíðinni en stúlkurnar mega ekki sitja fyrir á meðan þættirnir eru í sýningu. Guðrún reynir að sækja Ísland heim einu sinni á ári. Hana langar að fínpússa íslenskuna sem hún er orðin ansi ryðguð í. "Draumurinn er að búa í London og verða fatahönnuður. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira