Allt hefur verið gert til að forða því að frost komi í jörðu á Laugardalsvellinum fyrir leik Íslands og Úkraínu klukkan 18.30 í kvöld. Ábreiða hefur verið á vellinum síðan á föstudag.
„Dúkurinn verður svo tekinn af fjórum tímum fyrir leik. Þetta er gamall og lúinn völlur sem er ekki með undirhita og því þarf að grípa til þessara ráðstafana," sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstarfsmaður KSÍ.
„Veðurspá segir að það muni kólna eftir því sem líður á daginn en við erum vongóð um að fá góðan völl fyrir leikinn."
Laugardalsvöllur með ábreiðu í tæpa viku
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
