Samsæri innan tískubransans 27. október 2012 11:00 gert upp á milli Michelle Obama er í miklu uppáhaldi hjá bandarískum hönnuðum, sem keppast um að fá að velja föt á forsetafrúna. Ann Romney er í minna uppáhaldi og vildi hönnuðurinn Diane von Furstenberg ekki kannast við að hafa átt þátt í fatavali hennar fyrir stuttu. nordicphotos/getty Fataval Ann Romney fær enga athygli og enginn hönnuður vill þýðast hana. Öðru máli gildir um Michelle Obama, sem er í miklu uppáhaldi. Uppi er sú kenning að Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue og ein valdamesta kona tískubransans, hafi óskað eftir því að hönnuðir klæddu ekki Ann Romney, eiginkonu forsetaefnis rebúblikana. Wintour er mikill stuðningsmaður Obama og hefur meðal annars lagt töluvert fé í kosningabaráttu hans. Michelle Obama fær gríðarlega umfjöllun í tískumiðlum og bíða hönnuðir í röðum eftir því að fá að klæða forsetafrúna, enda seljast flíkurnar upp á örskotstíma eftir að Obama sést klæðast þeim. Öðru máli gildir þó um Romney. Þegar Ann Romney klæddist kjól frá hönnuðinum Diane von Furstenberg voru einu orð hönnuðarins þau að hún vissi ekki hvaðan Romney hefði fengið flíkina. Vefsíðan Fashionista.com vakti fyrst athygli á málinu. „Við fáum ótal fréttatilkynningar frá hönnuðum þegar Michelle Obama klæðst flík frá þeim. En við höfum ekki fengið eina einustu tilkynningu varðandi fataval Romneys," sagði blaðamaður síðunnar. Blaðafulltrúinn Lee Everett sagði Fox News: „Tískuiðnaðurinn er að meirihluta vinstrisinnaður. Margir hönnuðir og tískuhús vilja ekki tengjast Repúblikanaflokknum vegna afstöðu flokksins til hjónabands samkynhneigðra og fóstureyðinga." En hvað hefur Wintour með þetta að gera? Sumir vilja meina að Wintour hafi hótað tískuhúsum því að ekki yrði fjallað um hönnun þeirra í Vogue, stærsta tískublaði heims, tækju þeir upp á því að gefa eða lána Romney flíkur. Og þeir eru fáir sem þora að óhlýðnast drottningu tískuheimsins. Lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Fataval Ann Romney fær enga athygli og enginn hönnuður vill þýðast hana. Öðru máli gildir um Michelle Obama, sem er í miklu uppáhaldi. Uppi er sú kenning að Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue og ein valdamesta kona tískubransans, hafi óskað eftir því að hönnuðir klæddu ekki Ann Romney, eiginkonu forsetaefnis rebúblikana. Wintour er mikill stuðningsmaður Obama og hefur meðal annars lagt töluvert fé í kosningabaráttu hans. Michelle Obama fær gríðarlega umfjöllun í tískumiðlum og bíða hönnuðir í röðum eftir því að fá að klæða forsetafrúna, enda seljast flíkurnar upp á örskotstíma eftir að Obama sést klæðast þeim. Öðru máli gildir þó um Romney. Þegar Ann Romney klæddist kjól frá hönnuðinum Diane von Furstenberg voru einu orð hönnuðarins þau að hún vissi ekki hvaðan Romney hefði fengið flíkina. Vefsíðan Fashionista.com vakti fyrst athygli á málinu. „Við fáum ótal fréttatilkynningar frá hönnuðum þegar Michelle Obama klæðst flík frá þeim. En við höfum ekki fengið eina einustu tilkynningu varðandi fataval Romneys," sagði blaðamaður síðunnar. Blaðafulltrúinn Lee Everett sagði Fox News: „Tískuiðnaðurinn er að meirihluta vinstrisinnaður. Margir hönnuðir og tískuhús vilja ekki tengjast Repúblikanaflokknum vegna afstöðu flokksins til hjónabands samkynhneigðra og fóstureyðinga." En hvað hefur Wintour með þetta að gera? Sumir vilja meina að Wintour hafi hótað tískuhúsum því að ekki yrði fjallað um hönnun þeirra í Vogue, stærsta tískublaði heims, tækju þeir upp á því að gefa eða lána Romney flíkur. Og þeir eru fáir sem þora að óhlýðnast drottningu tískuheimsins.
Lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira