Launamerkið Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 30. október 2012 08:00 Í auknum mæli skreyta fyrirtæki sig umhverfismerkjum. Það er bæði þarft og snjallt. Eins eru félög í meiri mæli farin að huga að hollustuþáttum í ímynd sinni, svo og vottun um réttindi vinnuafls, uppruna hráefnis og sanngjörn viðskipti. Allt er þetta vel. Tímabært er að fyrirtæki, jafnt þau opinberu og einkareknu, merki sig mannvernd. Þar þarf sérstaklega að huga að launajöfnuði, sem er og verður, þar til honum verður útrýmt, einhver mesti ljóður á starfsemi fyrirtækja, hér á landi sem erlendis. Snjallt væri að taka upp Launamerkið, sem þau fyrirtæki ein, sem geta sannað fullan launajöfnuð innan sinna raða, geta prýtt sig með í bak og fyrir. Ég yrði stoltur af því að skipta við slík fyrirtæki – og liti innan tíðar þau félög hornauga, sem ekki státuðu af slíku. Eðlilegt er að Launamerkið lúti sömu lögmálum og önnur stöðluð vottun sem að ofan greinir; þar til bær stofnun veitti heimild fyrir notkun merkisins, að undangenginni skoðun á launabókhaldi. Hinn kostinn þekkjum við: Launabil kynjanna þrífst á launaleynd. Viðvarandi launamunur kynjanna, sem lítið hefur skánað á undanliðnum árum, er mjög alvarleg meinsemd í samfélaginu. Ráðstefnur, skýrslur og úttektir á vandanum eru góðra gjalda verðar, en við dagsbrún nýrrar aldar er rík þörf á aðgerðum og lausnum. Spyrja má hvort fyrirtæki hafi hér eitthvað að óttast. Ég held þvert á móti að öll ábyrg fyrirtæki vilji hafa hér hreint borð. Fátt bætir ímynd þeirra jafn mikið og að þau komi eins fram við konur og karla sem fyrir þau starfa. Og er hér ekki tími til kominn? Ein dætra minna fer brátt á vinnumarkað. Hún er að mennta sig í háskóla. Við henni mun blasa verulegur, en óútskýrður launamunur. Yngsta dóttir mín fer á vinnumarkað eftir fimmtán ár. Ef fram heldur sem horfir – og án lausna – mun það sama blasa við henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í auknum mæli skreyta fyrirtæki sig umhverfismerkjum. Það er bæði þarft og snjallt. Eins eru félög í meiri mæli farin að huga að hollustuþáttum í ímynd sinni, svo og vottun um réttindi vinnuafls, uppruna hráefnis og sanngjörn viðskipti. Allt er þetta vel. Tímabært er að fyrirtæki, jafnt þau opinberu og einkareknu, merki sig mannvernd. Þar þarf sérstaklega að huga að launajöfnuði, sem er og verður, þar til honum verður útrýmt, einhver mesti ljóður á starfsemi fyrirtækja, hér á landi sem erlendis. Snjallt væri að taka upp Launamerkið, sem þau fyrirtæki ein, sem geta sannað fullan launajöfnuð innan sinna raða, geta prýtt sig með í bak og fyrir. Ég yrði stoltur af því að skipta við slík fyrirtæki – og liti innan tíðar þau félög hornauga, sem ekki státuðu af slíku. Eðlilegt er að Launamerkið lúti sömu lögmálum og önnur stöðluð vottun sem að ofan greinir; þar til bær stofnun veitti heimild fyrir notkun merkisins, að undangenginni skoðun á launabókhaldi. Hinn kostinn þekkjum við: Launabil kynjanna þrífst á launaleynd. Viðvarandi launamunur kynjanna, sem lítið hefur skánað á undanliðnum árum, er mjög alvarleg meinsemd í samfélaginu. Ráðstefnur, skýrslur og úttektir á vandanum eru góðra gjalda verðar, en við dagsbrún nýrrar aldar er rík þörf á aðgerðum og lausnum. Spyrja má hvort fyrirtæki hafi hér eitthvað að óttast. Ég held þvert á móti að öll ábyrg fyrirtæki vilji hafa hér hreint borð. Fátt bætir ímynd þeirra jafn mikið og að þau komi eins fram við konur og karla sem fyrir þau starfa. Og er hér ekki tími til kominn? Ein dætra minna fer brátt á vinnumarkað. Hún er að mennta sig í háskóla. Við henni mun blasa verulegur, en óútskýrður launamunur. Yngsta dóttir mín fer á vinnumarkað eftir fimmtán ár. Ef fram heldur sem horfir – og án lausna – mun það sama blasa við henni.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun