Besti heilbrigðisráðherrann Ólafur Hauksson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Ég hef síðustu tvo áratugina unnið fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem hafa átt í samskiptum við ráðuneyti og ráðherra. Oftast nær eru frásagnir af slíkum samskiptum daprar. Fólk fær ekki svör eða er dregið á asnaeyrunum fram og til baka. Ákvörðunarfælni er gegnumgangandi. Auðvitað skyldi maður ekki alhæfa um skilvirkni ráðuneyta. Vafalítið fá einhverjir ágæta þjónustu. En það hefur vakið athygli mína, að af þeim mörgu sem ég þekki sem hafa átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið, sker eitt tímabil sig úr í þeirra augum. Það er þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra, á árunum 2007 til 2009. Án undantekninga talar fólk um að ráðuneytið hafi gjörbreyst með tilkomu Guðlaugs. Allt í einu var hægt að fá viðtal við ráðherrann án þess að þurfa að liggja vælandi í ráðuneytinu mánuðum saman. Ef hann hafði ekki tíma, þá fékk fólk samt svör. Ákvarðanir voru teknar. Dragbítar í stjórnsýslunni voru settir til hliðar og ráðuneytið blómstraði. Málum var fylgt eftir. Á þessum tæpu tveimur árum keyrði Guðlaugur Þór jafnframt fjölmörg þjóðþrifamál af stað. Sjaldan hefur jafn drífandi maður og Guðlaugur stýrt heilbrigðisráðuneytinu. Reyndar hef ég einnig heyrt vel látið af þeim tíma sem Siv Friðleifsdóttir hélt þar um stjórntaumana. Hún tók ákvarðanir og lét hlutina ganga. Því miður hefur Siv ákveðið að yfirgefa stjórnmálin. Við erum hins vegar svo heppin að Guðlaugur Þór gefur kost á sér áfram. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig best verður tryggt að kraftar hans nýtist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef síðustu tvo áratugina unnið fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem hafa átt í samskiptum við ráðuneyti og ráðherra. Oftast nær eru frásagnir af slíkum samskiptum daprar. Fólk fær ekki svör eða er dregið á asnaeyrunum fram og til baka. Ákvörðunarfælni er gegnumgangandi. Auðvitað skyldi maður ekki alhæfa um skilvirkni ráðuneyta. Vafalítið fá einhverjir ágæta þjónustu. En það hefur vakið athygli mína, að af þeim mörgu sem ég þekki sem hafa átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið, sker eitt tímabil sig úr í þeirra augum. Það er þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra, á árunum 2007 til 2009. Án undantekninga talar fólk um að ráðuneytið hafi gjörbreyst með tilkomu Guðlaugs. Allt í einu var hægt að fá viðtal við ráðherrann án þess að þurfa að liggja vælandi í ráðuneytinu mánuðum saman. Ef hann hafði ekki tíma, þá fékk fólk samt svör. Ákvarðanir voru teknar. Dragbítar í stjórnsýslunni voru settir til hliðar og ráðuneytið blómstraði. Málum var fylgt eftir. Á þessum tæpu tveimur árum keyrði Guðlaugur Þór jafnframt fjölmörg þjóðþrifamál af stað. Sjaldan hefur jafn drífandi maður og Guðlaugur stýrt heilbrigðisráðuneytinu. Reyndar hef ég einnig heyrt vel látið af þeim tíma sem Siv Friðleifsdóttir hélt þar um stjórntaumana. Hún tók ákvarðanir og lét hlutina ganga. Því miður hefur Siv ákveðið að yfirgefa stjórnmálin. Við erum hins vegar svo heppin að Guðlaugur Þór gefur kost á sér áfram. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig best verður tryggt að kraftar hans nýtist.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar