Áskorun til borgarstjóra frá BIN hópnum BIN-hópurinn skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Fyrir einhverja lukku og hendingu eiga Íslendingar ótrúlega gott og glæsilegt safn sögulegra húsa á þrjá vegu við Ingólfstorg í höfuðborg sinni, Reykjavík. Þau eru í fjölskyldu með öðrum húsum neðst við Vesturgötu og í sunnanverðu Aðalstræti en hefur ekki verið sýnd sams konar ræktarsemi og þeim og njóta sín því ekki. Loksins hyggjast þó borgaryfirvöld í Reykjavík kannast við tilverurétt hinna verðmætu og virðulegu húsa við Ingólfstorg en hafa tekið alranga stefnu. Innan um hin öldnu hús skulu reistar nýbyggingar, miklu hærri og efnislega gjörólíkar. Hér er valin sú ófæra leið málamiðlunar að láta gamalt standa en leyfa þó nýtt og framandi á sama stað, ofan í og upp að gömlu húsunum þannig að þau fá ekki notið sín. Við skorum á borgarstjóra að koma í veg fyrir þessar nýbyggingar og leyfa gömlu húsunum við Ingólfstorg að standa með reisn á sama hátt og gömlu húsin við Vesturgötu og Aðalstræti. Þá munu gestir og gangandi dásama húsin og borgin hljóta lof. Við minnum á nýleg sjónarmið spænskra arkitekta um að miðbær Reykjavíkur sé menningararfur á heimsvísu. En borgaryfirvöld eru líka á villigötum að því leyti að þau hafa í hyggju að skerða helsta torg borgarinnar, Ingólfstorg, að miklum mun. Á drjúgum hluta þess, hinum sólríkasta, skal reist nýtt hús, svonefnt Menningarhús, sem skyggir á þá sögulegu byggð sem fyrir er. Núverandi Ingólfstorg má auðveldlega lagfæra og gera vistlegt augnayndi, ekki síst með því að fá húsunum sem þar eru gamalt og glæsilegt horf. Þá vekur furðu hvernig borgaryfirvöld hyggjast fallast á að þrengt verði að Alþingi Íslendinga í Kirkjustræti. Þar skal verða aðalaðkoma að stóru og miklu hóteli sem hið viðkvæma svæði ber engan veginn. Alþingi er sett skör neðar en hótelið í virðingarstiga. Borgaryfirvöld munu líta svo á að þeim sé nauðugur einn kostur að þóknast eiganda húsa og lóða milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis, leyfa honum að gjörnýta rétt sem hann telur sig eiga samkvæmt deiliskipulagi. Við minnum á að það kveður ekki á um rétt til að sameina lóðir né að afhenda spildur sem borgin á þarna sjálf og fylla þær með byggingum. Deiliskipulagið er annars löngu úrelt og stríðir með öllu gegn almennum viðhorfum. Við það ber borgaryfirvöldum að miða og leita allra leiða til samninga til þess að koma í veg fyrir óhappaverk eða ella mæta lóðahafa fyrir dómstólum og láta reyna á rétt hans. Það stríðir gegn réttlætiskennd og siðferðisvitund að einstaklingur í gróðahuga skuli geta náð kverkataki á yfirvöldum vegna úrelts skipulags, leyfist þannig að reisa byggingar með auknu skuggavarpi í óþökk svo margra og komist jafnvel upp með að rífa hinn sögufræga Nasasal sem hefur reynst svo mikilvægur fyrir félags- og tónlistarlíf borgarbúa. Borgaryfirvöld mega ekki sætta sig við þetta og hljóta að losa sig undan slíku taki með tiltækum ráðum. Við skorum á borgarstjóra að leita samstarfs við Alþingi um að finna lausn á málinu með því m.a. að tryggja lóðahafa góða lóð undir hótel á öðrum stað og fá hann ofan af byggingaráformum sem mæta mikilli andúð og andstöðu. Björn B. Björnsson, Edda Jónasdóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Halla Bogadóttir, Helgi Þorláksson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Rúnar Sigurðsson, Samúel Samúelsson, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einhverja lukku og hendingu eiga Íslendingar ótrúlega gott og glæsilegt safn sögulegra húsa á þrjá vegu við Ingólfstorg í höfuðborg sinni, Reykjavík. Þau eru í fjölskyldu með öðrum húsum neðst við Vesturgötu og í sunnanverðu Aðalstræti en hefur ekki verið sýnd sams konar ræktarsemi og þeim og njóta sín því ekki. Loksins hyggjast þó borgaryfirvöld í Reykjavík kannast við tilverurétt hinna verðmætu og virðulegu húsa við Ingólfstorg en hafa tekið alranga stefnu. Innan um hin öldnu hús skulu reistar nýbyggingar, miklu hærri og efnislega gjörólíkar. Hér er valin sú ófæra leið málamiðlunar að láta gamalt standa en leyfa þó nýtt og framandi á sama stað, ofan í og upp að gömlu húsunum þannig að þau fá ekki notið sín. Við skorum á borgarstjóra að koma í veg fyrir þessar nýbyggingar og leyfa gömlu húsunum við Ingólfstorg að standa með reisn á sama hátt og gömlu húsin við Vesturgötu og Aðalstræti. Þá munu gestir og gangandi dásama húsin og borgin hljóta lof. Við minnum á nýleg sjónarmið spænskra arkitekta um að miðbær Reykjavíkur sé menningararfur á heimsvísu. En borgaryfirvöld eru líka á villigötum að því leyti að þau hafa í hyggju að skerða helsta torg borgarinnar, Ingólfstorg, að miklum mun. Á drjúgum hluta þess, hinum sólríkasta, skal reist nýtt hús, svonefnt Menningarhús, sem skyggir á þá sögulegu byggð sem fyrir er. Núverandi Ingólfstorg má auðveldlega lagfæra og gera vistlegt augnayndi, ekki síst með því að fá húsunum sem þar eru gamalt og glæsilegt horf. Þá vekur furðu hvernig borgaryfirvöld hyggjast fallast á að þrengt verði að Alþingi Íslendinga í Kirkjustræti. Þar skal verða aðalaðkoma að stóru og miklu hóteli sem hið viðkvæma svæði ber engan veginn. Alþingi er sett skör neðar en hótelið í virðingarstiga. Borgaryfirvöld munu líta svo á að þeim sé nauðugur einn kostur að þóknast eiganda húsa og lóða milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis, leyfa honum að gjörnýta rétt sem hann telur sig eiga samkvæmt deiliskipulagi. Við minnum á að það kveður ekki á um rétt til að sameina lóðir né að afhenda spildur sem borgin á þarna sjálf og fylla þær með byggingum. Deiliskipulagið er annars löngu úrelt og stríðir með öllu gegn almennum viðhorfum. Við það ber borgaryfirvöldum að miða og leita allra leiða til samninga til þess að koma í veg fyrir óhappaverk eða ella mæta lóðahafa fyrir dómstólum og láta reyna á rétt hans. Það stríðir gegn réttlætiskennd og siðferðisvitund að einstaklingur í gróðahuga skuli geta náð kverkataki á yfirvöldum vegna úrelts skipulags, leyfist þannig að reisa byggingar með auknu skuggavarpi í óþökk svo margra og komist jafnvel upp með að rífa hinn sögufræga Nasasal sem hefur reynst svo mikilvægur fyrir félags- og tónlistarlíf borgarbúa. Borgaryfirvöld mega ekki sætta sig við þetta og hljóta að losa sig undan slíku taki með tiltækum ráðum. Við skorum á borgarstjóra að leita samstarfs við Alþingi um að finna lausn á málinu með því m.a. að tryggja lóðahafa góða lóð undir hótel á öðrum stað og fá hann ofan af byggingaráformum sem mæta mikilli andúð og andstöðu. Björn B. Björnsson, Edda Jónasdóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Halla Bogadóttir, Helgi Þorláksson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Rúnar Sigurðsson, Samúel Samúelsson, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Andrésdóttir
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar