Áskorun til borgarstjóra frá BIN hópnum BIN-hópurinn skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Fyrir einhverja lukku og hendingu eiga Íslendingar ótrúlega gott og glæsilegt safn sögulegra húsa á þrjá vegu við Ingólfstorg í höfuðborg sinni, Reykjavík. Þau eru í fjölskyldu með öðrum húsum neðst við Vesturgötu og í sunnanverðu Aðalstræti en hefur ekki verið sýnd sams konar ræktarsemi og þeim og njóta sín því ekki. Loksins hyggjast þó borgaryfirvöld í Reykjavík kannast við tilverurétt hinna verðmætu og virðulegu húsa við Ingólfstorg en hafa tekið alranga stefnu. Innan um hin öldnu hús skulu reistar nýbyggingar, miklu hærri og efnislega gjörólíkar. Hér er valin sú ófæra leið málamiðlunar að láta gamalt standa en leyfa þó nýtt og framandi á sama stað, ofan í og upp að gömlu húsunum þannig að þau fá ekki notið sín. Við skorum á borgarstjóra að koma í veg fyrir þessar nýbyggingar og leyfa gömlu húsunum við Ingólfstorg að standa með reisn á sama hátt og gömlu húsin við Vesturgötu og Aðalstræti. Þá munu gestir og gangandi dásama húsin og borgin hljóta lof. Við minnum á nýleg sjónarmið spænskra arkitekta um að miðbær Reykjavíkur sé menningararfur á heimsvísu. En borgaryfirvöld eru líka á villigötum að því leyti að þau hafa í hyggju að skerða helsta torg borgarinnar, Ingólfstorg, að miklum mun. Á drjúgum hluta þess, hinum sólríkasta, skal reist nýtt hús, svonefnt Menningarhús, sem skyggir á þá sögulegu byggð sem fyrir er. Núverandi Ingólfstorg má auðveldlega lagfæra og gera vistlegt augnayndi, ekki síst með því að fá húsunum sem þar eru gamalt og glæsilegt horf. Þá vekur furðu hvernig borgaryfirvöld hyggjast fallast á að þrengt verði að Alþingi Íslendinga í Kirkjustræti. Þar skal verða aðalaðkoma að stóru og miklu hóteli sem hið viðkvæma svæði ber engan veginn. Alþingi er sett skör neðar en hótelið í virðingarstiga. Borgaryfirvöld munu líta svo á að þeim sé nauðugur einn kostur að þóknast eiganda húsa og lóða milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis, leyfa honum að gjörnýta rétt sem hann telur sig eiga samkvæmt deiliskipulagi. Við minnum á að það kveður ekki á um rétt til að sameina lóðir né að afhenda spildur sem borgin á þarna sjálf og fylla þær með byggingum. Deiliskipulagið er annars löngu úrelt og stríðir með öllu gegn almennum viðhorfum. Við það ber borgaryfirvöldum að miða og leita allra leiða til samninga til þess að koma í veg fyrir óhappaverk eða ella mæta lóðahafa fyrir dómstólum og láta reyna á rétt hans. Það stríðir gegn réttlætiskennd og siðferðisvitund að einstaklingur í gróðahuga skuli geta náð kverkataki á yfirvöldum vegna úrelts skipulags, leyfist þannig að reisa byggingar með auknu skuggavarpi í óþökk svo margra og komist jafnvel upp með að rífa hinn sögufræga Nasasal sem hefur reynst svo mikilvægur fyrir félags- og tónlistarlíf borgarbúa. Borgaryfirvöld mega ekki sætta sig við þetta og hljóta að losa sig undan slíku taki með tiltækum ráðum. Við skorum á borgarstjóra að leita samstarfs við Alþingi um að finna lausn á málinu með því m.a. að tryggja lóðahafa góða lóð undir hótel á öðrum stað og fá hann ofan af byggingaráformum sem mæta mikilli andúð og andstöðu. Björn B. Björnsson, Edda Jónasdóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Halla Bogadóttir, Helgi Þorláksson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Rúnar Sigurðsson, Samúel Samúelsson, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einhverja lukku og hendingu eiga Íslendingar ótrúlega gott og glæsilegt safn sögulegra húsa á þrjá vegu við Ingólfstorg í höfuðborg sinni, Reykjavík. Þau eru í fjölskyldu með öðrum húsum neðst við Vesturgötu og í sunnanverðu Aðalstræti en hefur ekki verið sýnd sams konar ræktarsemi og þeim og njóta sín því ekki. Loksins hyggjast þó borgaryfirvöld í Reykjavík kannast við tilverurétt hinna verðmætu og virðulegu húsa við Ingólfstorg en hafa tekið alranga stefnu. Innan um hin öldnu hús skulu reistar nýbyggingar, miklu hærri og efnislega gjörólíkar. Hér er valin sú ófæra leið málamiðlunar að láta gamalt standa en leyfa þó nýtt og framandi á sama stað, ofan í og upp að gömlu húsunum þannig að þau fá ekki notið sín. Við skorum á borgarstjóra að koma í veg fyrir þessar nýbyggingar og leyfa gömlu húsunum við Ingólfstorg að standa með reisn á sama hátt og gömlu húsin við Vesturgötu og Aðalstræti. Þá munu gestir og gangandi dásama húsin og borgin hljóta lof. Við minnum á nýleg sjónarmið spænskra arkitekta um að miðbær Reykjavíkur sé menningararfur á heimsvísu. En borgaryfirvöld eru líka á villigötum að því leyti að þau hafa í hyggju að skerða helsta torg borgarinnar, Ingólfstorg, að miklum mun. Á drjúgum hluta þess, hinum sólríkasta, skal reist nýtt hús, svonefnt Menningarhús, sem skyggir á þá sögulegu byggð sem fyrir er. Núverandi Ingólfstorg má auðveldlega lagfæra og gera vistlegt augnayndi, ekki síst með því að fá húsunum sem þar eru gamalt og glæsilegt horf. Þá vekur furðu hvernig borgaryfirvöld hyggjast fallast á að þrengt verði að Alþingi Íslendinga í Kirkjustræti. Þar skal verða aðalaðkoma að stóru og miklu hóteli sem hið viðkvæma svæði ber engan veginn. Alþingi er sett skör neðar en hótelið í virðingarstiga. Borgaryfirvöld munu líta svo á að þeim sé nauðugur einn kostur að þóknast eiganda húsa og lóða milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis, leyfa honum að gjörnýta rétt sem hann telur sig eiga samkvæmt deiliskipulagi. Við minnum á að það kveður ekki á um rétt til að sameina lóðir né að afhenda spildur sem borgin á þarna sjálf og fylla þær með byggingum. Deiliskipulagið er annars löngu úrelt og stríðir með öllu gegn almennum viðhorfum. Við það ber borgaryfirvöldum að miða og leita allra leiða til samninga til þess að koma í veg fyrir óhappaverk eða ella mæta lóðahafa fyrir dómstólum og láta reyna á rétt hans. Það stríðir gegn réttlætiskennd og siðferðisvitund að einstaklingur í gróðahuga skuli geta náð kverkataki á yfirvöldum vegna úrelts skipulags, leyfist þannig að reisa byggingar með auknu skuggavarpi í óþökk svo margra og komist jafnvel upp með að rífa hinn sögufræga Nasasal sem hefur reynst svo mikilvægur fyrir félags- og tónlistarlíf borgarbúa. Borgaryfirvöld mega ekki sætta sig við þetta og hljóta að losa sig undan slíku taki með tiltækum ráðum. Við skorum á borgarstjóra að leita samstarfs við Alþingi um að finna lausn á málinu með því m.a. að tryggja lóðahafa góða lóð undir hótel á öðrum stað og fá hann ofan af byggingaráformum sem mæta mikilli andúð og andstöðu. Björn B. Björnsson, Edda Jónasdóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Halla Bogadóttir, Helgi Þorláksson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Rúnar Sigurðsson, Samúel Samúelsson, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Andrésdóttir
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun