Línudans lobbýismans Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Hagsmunasamtök heimilanna eru félagsskapur sem virðist tala fyrir hönd heimilanna í landinu, en þau virðast, samkvæmt samtökunum, hafa sameiginlega hagsmuni. Helsta baráttumál samtakanna er að afskrifa skuldir á íbúðarhúsnæði. Fyrir það eiga allir að greiða, líka þeir sem leigja húsnæði en eiga ekki. Sjónvarpsauglýsingar samtakanna eru hins vegar merki um það sem koma skal í íslenskum stjórnmálum. Samtökin nýta sér nú þá staðreynd að flokkarnir eru að velja frambjóðendur á lista sína. Þau auglýsa baráttumál sín grimmt og herma þau upp á stjórnmálamenn, á nú ekkert að fara að gera í þessu? Samkvæmt lögmálum lobbýismans munum við sjá aðra auglýsingaherferð af svipuðum toga þegar líða fer að kosningum. Lobbýismi er vel þekktur í stjórnmálum, bæði hér heima en ekki síst erlendis. Bandarísk stjórnmál einkennast til að mynda af herferðum ólíkra samtaka sem berjast fyrir markmiðum sínum. Þetta er einnig þekkt á Íslandi, þó hingað til hafi baráttan kannski frekar verið á bak við tjöldin. Það getur verið fínt að fá hana upp á borðið, en vekur upp ýmsar hugleiðingar. Nú standa yfir breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Á meðal þess sem þjóðin valdi var að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enn er óákveðið hve mörg prósent þarf til, en hins vegar er um að ræða grundvallarbreytingu á lýðræðinu, sem getur verið hið besta mál. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þessa verður hins vegar aukinn lobbýismi. Þeir sem hafa til þess stöðu munu nýta sér hana til að koma hagsmunamálum sínum í gegn. Við eigum eftir að sjá herferðir fyrir því að þetta málið eða hitt fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, auglýsingar í fjölmiðlum og áróður hvers konar. Til að ná til fjöldans þarf að koma skilaboðum á framfæri og til þess þarf auglýsingar í blöðum og ljósvakamiðlum. Það kostar peninga. Vel má vera að þetta sé hið besta mál, en öllum er hollt að gera sér grein fyrir því hvernig umræða og áróðurinn munu breytast. Eitt sinn börðust menningarvitar gegn ameríkanseringu menningarinnar. Nú sjáum við fram á ameríkanseringu þjóðmálabaráttunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Hagsmunasamtök heimilanna eru félagsskapur sem virðist tala fyrir hönd heimilanna í landinu, en þau virðast, samkvæmt samtökunum, hafa sameiginlega hagsmuni. Helsta baráttumál samtakanna er að afskrifa skuldir á íbúðarhúsnæði. Fyrir það eiga allir að greiða, líka þeir sem leigja húsnæði en eiga ekki. Sjónvarpsauglýsingar samtakanna eru hins vegar merki um það sem koma skal í íslenskum stjórnmálum. Samtökin nýta sér nú þá staðreynd að flokkarnir eru að velja frambjóðendur á lista sína. Þau auglýsa baráttumál sín grimmt og herma þau upp á stjórnmálamenn, á nú ekkert að fara að gera í þessu? Samkvæmt lögmálum lobbýismans munum við sjá aðra auglýsingaherferð af svipuðum toga þegar líða fer að kosningum. Lobbýismi er vel þekktur í stjórnmálum, bæði hér heima en ekki síst erlendis. Bandarísk stjórnmál einkennast til að mynda af herferðum ólíkra samtaka sem berjast fyrir markmiðum sínum. Þetta er einnig þekkt á Íslandi, þó hingað til hafi baráttan kannski frekar verið á bak við tjöldin. Það getur verið fínt að fá hana upp á borðið, en vekur upp ýmsar hugleiðingar. Nú standa yfir breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Á meðal þess sem þjóðin valdi var að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enn er óákveðið hve mörg prósent þarf til, en hins vegar er um að ræða grundvallarbreytingu á lýðræðinu, sem getur verið hið besta mál. Óhjákvæmilegur fylgifiskur þessa verður hins vegar aukinn lobbýismi. Þeir sem hafa til þess stöðu munu nýta sér hana til að koma hagsmunamálum sínum í gegn. Við eigum eftir að sjá herferðir fyrir því að þetta málið eða hitt fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, auglýsingar í fjölmiðlum og áróður hvers konar. Til að ná til fjöldans þarf að koma skilaboðum á framfæri og til þess þarf auglýsingar í blöðum og ljósvakamiðlum. Það kostar peninga. Vel má vera að þetta sé hið besta mál, en öllum er hollt að gera sér grein fyrir því hvernig umræða og áróðurinn munu breytast. Eitt sinn börðust menningarvitar gegn ameríkanseringu menningarinnar. Nú sjáum við fram á ameríkanseringu þjóðmálabaráttunnar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun