Öruggt húsnæði Mörður Árnason skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Ungt fólk á byrjunarreit í húsnæðismálum hefur lengst af átt tvo kosti og hvorugan góðan: Að hrekjast á milli leiguíbúða með öllum þeim óþægindum sem það veldur barnafjölskyldum – eða sökkva sér í skuldir, verðtryggðar eða gengistryggðar, einsog tíðkaðist í hrundansinum. Að hluta liggur skýringin í öfgafullri séreignastefnu sem hægriöflin hafa rekið hér áratugum saman með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú koma á daginn skýrar en oftast áður. Hinn hluti skýringarinnar er sú staðreynd að vinstri öflin, verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnir hafa ekki barist nógu hart fyrir þessu mikilvæga máli. Í grannlöndunum hefur öruggt húsnæði á hagkvæmum kjörum verið hið klassíska verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar. Árangurinn þekkja margir sem hafa stundað nám í þessum löndum, leigt námsmannaíbúðir og svo flutt sig yfir í leiguíbúðir á almennum markaði, í kaupleigu- eða búseturéttarkerfi að námi loknu. Stundum er lokastigið séreign, en þá ekki fyrr en fólk hefur komið almennilega undir sig fótunum. Þótt hér hafi eftir hrun verið gert meira en víðast hvar erlendis fyrir húsnæðisskuldara blasir við sú staðreynd að í súpunni situr verulegur hópur fólks sem keypti íbúðir sínar á bóluverði. Er í reynd komið aftur fyrir byrjunarreitinn. Og nú er mætt til leiksins ný kynslóð og við blasa sömu tveir kostir. Þetta fólk veltir auðvitað fyrir sér þriðju leiðinni, að hefja búskap í öðrum löndum – yfirgefa Ísland. Í þessari stöðu hljótum við foreldrar þeirra, afar og ömmur að spyrja þess sama og Sumarhúsabóndinn: Hvað er þá auður og afl og hús? Traustur, almennur leigumarkaður, öflugt búseturéttarkerfi og alvöru kaupleigukerfi er eitt brýnasta verkefni næstu ára. Það er ekki bara hagsmunamál þeirra sem í hlut eiga. Foreldrar sem kynslóð eftir kynslóð hafa þurft að lána börnum sínum veð svo þau geti tekið þátt í hinu íslenska húsnæðiskaupafjárhættuspili eiga hér líka hagsmuna að gæta. Beinir hagsmunir atvinnulífsins, verkalýðshreyfingar, lífeyrissjóða og ríkis af því að ungt fólk fái öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði eru augljósir. Hér má enginn liggja á liði sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á byrjunarreit í húsnæðismálum hefur lengst af átt tvo kosti og hvorugan góðan: Að hrekjast á milli leiguíbúða með öllum þeim óþægindum sem það veldur barnafjölskyldum – eða sökkva sér í skuldir, verðtryggðar eða gengistryggðar, einsog tíðkaðist í hrundansinum. Að hluta liggur skýringin í öfgafullri séreignastefnu sem hægriöflin hafa rekið hér áratugum saman með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú koma á daginn skýrar en oftast áður. Hinn hluti skýringarinnar er sú staðreynd að vinstri öflin, verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnir hafa ekki barist nógu hart fyrir þessu mikilvæga máli. Í grannlöndunum hefur öruggt húsnæði á hagkvæmum kjörum verið hið klassíska verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar. Árangurinn þekkja margir sem hafa stundað nám í þessum löndum, leigt námsmannaíbúðir og svo flutt sig yfir í leiguíbúðir á almennum markaði, í kaupleigu- eða búseturéttarkerfi að námi loknu. Stundum er lokastigið séreign, en þá ekki fyrr en fólk hefur komið almennilega undir sig fótunum. Þótt hér hafi eftir hrun verið gert meira en víðast hvar erlendis fyrir húsnæðisskuldara blasir við sú staðreynd að í súpunni situr verulegur hópur fólks sem keypti íbúðir sínar á bóluverði. Er í reynd komið aftur fyrir byrjunarreitinn. Og nú er mætt til leiksins ný kynslóð og við blasa sömu tveir kostir. Þetta fólk veltir auðvitað fyrir sér þriðju leiðinni, að hefja búskap í öðrum löndum – yfirgefa Ísland. Í þessari stöðu hljótum við foreldrar þeirra, afar og ömmur að spyrja þess sama og Sumarhúsabóndinn: Hvað er þá auður og afl og hús? Traustur, almennur leigumarkaður, öflugt búseturéttarkerfi og alvöru kaupleigukerfi er eitt brýnasta verkefni næstu ára. Það er ekki bara hagsmunamál þeirra sem í hlut eiga. Foreldrar sem kynslóð eftir kynslóð hafa þurft að lána börnum sínum veð svo þau geti tekið þátt í hinu íslenska húsnæðiskaupafjárhættuspili eiga hér líka hagsmuna að gæta. Beinir hagsmunir atvinnulífsins, verkalýðshreyfingar, lífeyrissjóða og ríkis af því að ungt fólk fái öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði eru augljósir. Hér má enginn liggja á liði sínu.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun