Þúsundir gætu keppt í Járnkarli á Suðurlandi gar@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Laugarvatn Talsmaður Ironman athugar nú möguleika á því að gera Laugarvatn að miðpunkti fyrir slíka þríþrautarkeppni á Íslandi. Vísir World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. „Ironman Iceland væri fyrir okkur nýr, einstakur og spennandi möguleiki," segir Sigurður Á. Martinsson í erindi sem hann sendir á vegum erlenda fyrirtækisins til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu. Segir hann Ironmenn og -konur hafa áhuga á að keppa í norrænu umhverfi. Samkvæmt hugmyndinni sem Sigurður kynnir á að synda 3,8 kílómetra í Laugarvatni, hjóla 180 kílómetra þaðan til Hveragerðis og til baka og hlaupa maraþon yfir að Þingvallavatni og til baka á Laugarvatn. Sigurður telur mikið verðmæti felast í keppnishaldinu fyrir heimamenn. „Þríþrautarkeppendur eru gjarnan „high net-worth" einstaklingar sem ferðast mikið. Vel heppnuð þríþrautarkeppni leiðir oft til endurkomu keppenda í mörg ár," segir Sigurður í erindinu og bendir á að fjöldi keppenda geti orðið allt að fimm þúsund konur og karlar. „Flestir Ironman-keppendur eru í landinu þar sem keppnin er haldin í að minnsta kosti viku og oft töluvert lengur og hafa gjarnan með sér vini og vandamenn." Þá segir Sigurður að um sé að ræða markaðssetningu á Íslandi á heimsvísu, meðal annars með áherslu á stórbrotna náttúrufegurð og heilbrigða og hrausta þjóð. Byggðaráð Bláskógabyggðar segir verkefnið spennandi og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við skipuleggjendur keppninnar. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps kveðst sömuleiðis jákvæð. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir boltann nú hjá keppnishöldurunum. „Þetta er auðvitað stór og mikill viðburður erlendis. Alla svona viðburði, sem geta auðgað samfélagið hér, erum við að sjálfsögðu tilbúin að ræða," segir Valtýr. Helga Árnadóttir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum árið 2010. Hún kveðst afar jákvæð gagnvart því að keppnin fari fram á Íslandi. „Það eru margir Íslendingar sem hafa áhuga á að taka þátt en það eru kostir og gallar. Veðrið getur sett strik í reikninginn," segir Helga, sem líst vel á Laugarvatn fyrir keppnina. „Að synda í vatni eða sjó er oft ekki einfalt en ég held að Laugarvatn geti verið heppilegt því það er ekki svo kalt, sérstaklega ef það er keppt um hásumar." Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. „Ironman Iceland væri fyrir okkur nýr, einstakur og spennandi möguleiki," segir Sigurður Á. Martinsson í erindi sem hann sendir á vegum erlenda fyrirtækisins til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu. Segir hann Ironmenn og -konur hafa áhuga á að keppa í norrænu umhverfi. Samkvæmt hugmyndinni sem Sigurður kynnir á að synda 3,8 kílómetra í Laugarvatni, hjóla 180 kílómetra þaðan til Hveragerðis og til baka og hlaupa maraþon yfir að Þingvallavatni og til baka á Laugarvatn. Sigurður telur mikið verðmæti felast í keppnishaldinu fyrir heimamenn. „Þríþrautarkeppendur eru gjarnan „high net-worth" einstaklingar sem ferðast mikið. Vel heppnuð þríþrautarkeppni leiðir oft til endurkomu keppenda í mörg ár," segir Sigurður í erindinu og bendir á að fjöldi keppenda geti orðið allt að fimm þúsund konur og karlar. „Flestir Ironman-keppendur eru í landinu þar sem keppnin er haldin í að minnsta kosti viku og oft töluvert lengur og hafa gjarnan með sér vini og vandamenn." Þá segir Sigurður að um sé að ræða markaðssetningu á Íslandi á heimsvísu, meðal annars með áherslu á stórbrotna náttúrufegurð og heilbrigða og hrausta þjóð. Byggðaráð Bláskógabyggðar segir verkefnið spennandi og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við skipuleggjendur keppninnar. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps kveðst sömuleiðis jákvæð. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir boltann nú hjá keppnishöldurunum. „Þetta er auðvitað stór og mikill viðburður erlendis. Alla svona viðburði, sem geta auðgað samfélagið hér, erum við að sjálfsögðu tilbúin að ræða," segir Valtýr. Helga Árnadóttir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum árið 2010. Hún kveðst afar jákvæð gagnvart því að keppnin fari fram á Íslandi. „Það eru margir Íslendingar sem hafa áhuga á að taka þátt en það eru kostir og gallar. Veðrið getur sett strik í reikninginn," segir Helga, sem líst vel á Laugarvatn fyrir keppnina. „Að synda í vatni eða sjó er oft ekki einfalt en ég held að Laugarvatn geti verið heppilegt því það er ekki svo kalt, sérstaklega ef það er keppt um hásumar."
Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira