Gögn hækka bætur til þolenda ofbeldis sunna@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Svala Ísfeld Ólafsdóttir Sérfræðigögn í kynferðisbrotamálum gegn börnum virðast skipta sköpum fyrir rétti þegar kemur að því að dæma fórnarlömbum ofbeldisins bætur. Alla jafna eru bætur hærri í dómum þar sem sérfræðigögn eru lögð fram í málinu; eins og umsagnir um líðan þolanda frá sálfræðingum, geðlæknum, sjúkrahúsum, lögreglu og fleiri aðilum, samkvæmt rannsókn síðan í ár. Rannsóknin nær til allra kynferðisbrotadóma gegn börnum á tímabilinu 2002 til febrúar 2012 þar sem sakborningur var sakfelldur. Dómarnir eru sjötíu talsins og þolendurnir 126. Verkefnið er hluti af BA-ritgerð Snædísar Óskar Sigurjónsdóttur við Háskólann í Reykjavík (HR). Í 63% málanna var bótakrafa studd með sérfræðigögnum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, fjallaði um rannsóknina í grein sinni „Áhrif sérfræðigagna á fjárhæð miskabóta til þolenda kynferðisbrota í æsku". Þar segir að allir brotaþolarnir hafi gert kröfu um miskabætur og fengu þeir allir dæmdar bætur. Langalgengast er að Hæstiréttur fallist á minna en helming, eða á bilinu 21 til 40%, þeirrar upphæðar bótakröfu sem farið er fram á fyrir dómi. Þá sýnir rannsókn Snædísar fram á að eftir því sem fleiri sérfræðigögn eru lögð fram í málinu, þeim mun meiri líkur eru á að upphæð miskabóta verði hærri. Einnig kom í ljós að eftir því sem brotin eru alvarlegri, þeim mun algengara er að sérfræðigögn fylgi með. Svala segir í niðurstöðukafla greinar sinnar að þessi niðurstaða ætti að verða réttargæslumönnum brotaþola í kynferðisbrotamálum veruleg hvatning til að vanda til verka við undirbúning og rökstuðning slíkrar kröfu. Fréttir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Sérfræðigögn í kynferðisbrotamálum gegn börnum virðast skipta sköpum fyrir rétti þegar kemur að því að dæma fórnarlömbum ofbeldisins bætur. Alla jafna eru bætur hærri í dómum þar sem sérfræðigögn eru lögð fram í málinu; eins og umsagnir um líðan þolanda frá sálfræðingum, geðlæknum, sjúkrahúsum, lögreglu og fleiri aðilum, samkvæmt rannsókn síðan í ár. Rannsóknin nær til allra kynferðisbrotadóma gegn börnum á tímabilinu 2002 til febrúar 2012 þar sem sakborningur var sakfelldur. Dómarnir eru sjötíu talsins og þolendurnir 126. Verkefnið er hluti af BA-ritgerð Snædísar Óskar Sigurjónsdóttur við Háskólann í Reykjavík (HR). Í 63% málanna var bótakrafa studd með sérfræðigögnum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, fjallaði um rannsóknina í grein sinni „Áhrif sérfræðigagna á fjárhæð miskabóta til þolenda kynferðisbrota í æsku". Þar segir að allir brotaþolarnir hafi gert kröfu um miskabætur og fengu þeir allir dæmdar bætur. Langalgengast er að Hæstiréttur fallist á minna en helming, eða á bilinu 21 til 40%, þeirrar upphæðar bótakröfu sem farið er fram á fyrir dómi. Þá sýnir rannsókn Snædísar fram á að eftir því sem fleiri sérfræðigögn eru lögð fram í málinu, þeim mun meiri líkur eru á að upphæð miskabóta verði hærri. Einnig kom í ljós að eftir því sem brotin eru alvarlegri, þeim mun algengara er að sérfræðigögn fylgi með. Svala segir í niðurstöðukafla greinar sinnar að þessi niðurstaða ætti að verða réttargæslumönnum brotaþola í kynferðisbrotamálum veruleg hvatning til að vanda til verka við undirbúning og rökstuðning slíkrar kröfu.
Fréttir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira