Rjúpnaveiðitímabilið verður ekki framlengt kristjan@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Rjúpa Rjúpnaveiðar verða ekki framlengdar í ár samkvæmt ákvörðun umhverfis- og auðlindaráðherra. Fréttablaðið/GVA Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun ekki framlengja rjúpnaveiðitímabilið í ár vegna veðurs þrátt fyrir fjölmargar óskir þess efnis. Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) hafði meðal annars farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum yrði fjölgað. Ástæðan er að aðeins hefur verið hægt að stunda veiðar í tvo til þrjá daga af þeim sjö sem veiðar hafa verið leyfðar hingað til vegna óveðurs. „Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að höfðu samráði við Umhverfisstofnun að ekki verða gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári," segir á vef ráðuneytisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, segir að búið hafi verið að ákveða þessa daga og að veður breyti ekki þeim forsendum. „Veður hefur alltaf haft áhrif á rjúpnaveiðar á Íslandi," segir hún. Bergþóra Njála segir að þó að veður hafi verið slæmt á einhverjum stöðum á landinu sé ekki loku fyrir það skotið að fólk hafi komist til veiða í öðrum landshlutum. „Ef veiðitímabilið yrði framlengt myndi það þýða aukið álag á rjúpnastofninn umfram það sem ætlað var þegar þessar reglur voru settar," segir Bergþóra Njála. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, er afar ósáttur við ákvörðun ráðuneytisins. „Þetta er óbilgirni hjá ráðherra," segir hann. „Þetta eru mikil vonbrigði því það er ekkert tiltökumál að bæta við nokkrum dögum við núverandi reglugerð ráðherra og auglýsa þá," segir Elvar Árni. „Afstaða Umhverfisstofnunar er skiljanleg að því leyti að hún vill ekki að það sé verið að hringla með fjölda veiðidaga til þess að eiga auðveldara með að leggja mat á áhrif veiðanna. Núverandi fyrirkomulag er samt ekki nema ársgamalt og áhrif skotveiða þetta árið verða alveg örugglega ekki þau sömu og í fyrra þegar það var miklu auðveldara að ganga til veiða," segir Elvar Árni. Samkvæmt reglugerð ráðuneytisins eru rjúpnaveiðar leyfðar níu daga á ári og eru tveir dagar eftir af tímabilinu. Skotvís hefur lagt til tillögur að breyttu veiðistjórnunarkerfi. Fréttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun ekki framlengja rjúpnaveiðitímabilið í ár vegna veðurs þrátt fyrir fjölmargar óskir þess efnis. Skotveiðifélag Íslands (Skotvís) hafði meðal annars farið þess á leit við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samráðshóp um rjúpnaveiðar, að veiðidögum yrði fjölgað. Ástæðan er að aðeins hefur verið hægt að stunda veiðar í tvo til þrjá daga af þeim sjö sem veiðar hafa verið leyfðar hingað til vegna óveðurs. „Af því tilefni vill ráðuneytið taka fram að höfðu samráði við Umhverfisstofnun að ekki verða gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári," segir á vef ráðuneytisins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, segir að búið hafi verið að ákveða þessa daga og að veður breyti ekki þeim forsendum. „Veður hefur alltaf haft áhrif á rjúpnaveiðar á Íslandi," segir hún. Bergþóra Njála segir að þó að veður hafi verið slæmt á einhverjum stöðum á landinu sé ekki loku fyrir það skotið að fólk hafi komist til veiða í öðrum landshlutum. „Ef veiðitímabilið yrði framlengt myndi það þýða aukið álag á rjúpnastofninn umfram það sem ætlað var þegar þessar reglur voru settar," segir Bergþóra Njála. Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, er afar ósáttur við ákvörðun ráðuneytisins. „Þetta er óbilgirni hjá ráðherra," segir hann. „Þetta eru mikil vonbrigði því það er ekkert tiltökumál að bæta við nokkrum dögum við núverandi reglugerð ráðherra og auglýsa þá," segir Elvar Árni. „Afstaða Umhverfisstofnunar er skiljanleg að því leyti að hún vill ekki að það sé verið að hringla með fjölda veiðidaga til þess að eiga auðveldara með að leggja mat á áhrif veiðanna. Núverandi fyrirkomulag er samt ekki nema ársgamalt og áhrif skotveiða þetta árið verða alveg örugglega ekki þau sömu og í fyrra þegar það var miklu auðveldara að ganga til veiða," segir Elvar Árni. Samkvæmt reglugerð ráðuneytisins eru rjúpnaveiðar leyfðar níu daga á ári og eru tveir dagar eftir af tímabilinu. Skotvís hefur lagt til tillögur að breyttu veiðistjórnunarkerfi.
Fréttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira