Telur að fjöldi barna dvelji ólöglega á Íslandi í dag thorunn@frettabladid.is sunna@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 07:00 Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. „Þau mál sem detta inn á borð til okkar án þess að við séum að leita að þeim segja okkur að við verðum að taka á þessu," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. „Við sendum tuttugu vottorð úr landi árið 2008 til eins ríkis og það tók tvö og hálft ár að fá niðurstöðu. Þá kom í ljós að helmingur skjalanna var falsaður," segir Kristín. Verið er að leita leiða til að einfalda DNA-rannsóknir vegna vafasams ætternis erlendra barna. Kristín segir að slíkt sé nauðsynlegt vegna mála þar sem grunur vaknar um að blóðtengsl barns og meintra foreldra þess séu ekki til staðar þrátt fyrir skilríki þar um. Eins og staðan er núna kostar blóðrannsókn 190 þúsund krónur og fólkið sem er rannsakað þarf að borga kostnaðinn. „Við erum að skoða hvort það séu aðrar leiðir færar í þessu. Vegna þessa gífurlega kostnaðar og skorts á mannskap þá höfum við ekki gert þessa kröfu, þrátt fyrir ábendingar um að skjöl séu ekki í lagi," segir Kristín. Ef skjöl, sem skilað er inn til Útlendingastofnunar, eru ekki fullnægjandi er börnum sem hingað koma synjað um dvalarleyfi. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir nokkur mál hafa komið á borð stofnunarinnar þar sem komið hefur í ljós við komuna hingað til lands að gögn um ættartengsl erlendra barna hafa verið fölsuð. Dæmi eru um að börn hafi leitað til kerfisins vegna misnotkunar af hálfu forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkurn tíma. Í þeim tilvikum hafa barnaverndaryfirvöld eða aðrir opinberir aðilar haft afskipti af málunum og komið þeim áfram til Margrétar, bæði í tíð hennar hjá Alþjóðahúsi og svo hjá Mannréttindaskrifstofu. „Í Alþjóðahúsi höfðum við nokkrum sinnum samband við barnaverndaryfirvöld vegna barna í vafasamri stöðu," segir hún. „Svo leitaði fólkið stundum til okkar þegar búið var að koma upp um það, til að reyna að fá hjálp við að halda barninu." Margrét segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá. Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri. „Þau mál sem detta inn á borð til okkar án þess að við séum að leita að þeim segja okkur að við verðum að taka á þessu," segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. „Við sendum tuttugu vottorð úr landi árið 2008 til eins ríkis og það tók tvö og hálft ár að fá niðurstöðu. Þá kom í ljós að helmingur skjalanna var falsaður," segir Kristín. Verið er að leita leiða til að einfalda DNA-rannsóknir vegna vafasams ætternis erlendra barna. Kristín segir að slíkt sé nauðsynlegt vegna mála þar sem grunur vaknar um að blóðtengsl barns og meintra foreldra þess séu ekki til staðar þrátt fyrir skilríki þar um. Eins og staðan er núna kostar blóðrannsókn 190 þúsund krónur og fólkið sem er rannsakað þarf að borga kostnaðinn. „Við erum að skoða hvort það séu aðrar leiðir færar í þessu. Vegna þessa gífurlega kostnaðar og skorts á mannskap þá höfum við ekki gert þessa kröfu, þrátt fyrir ábendingar um að skjöl séu ekki í lagi," segir Kristín. Ef skjöl, sem skilað er inn til Útlendingastofnunar, eru ekki fullnægjandi er börnum sem hingað koma synjað um dvalarleyfi. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir nokkur mál hafa komið á borð stofnunarinnar þar sem komið hefur í ljós við komuna hingað til lands að gögn um ættartengsl erlendra barna hafa verið fölsuð. Dæmi eru um að börn hafi leitað til kerfisins vegna misnotkunar af hálfu forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkurn tíma. Í þeim tilvikum hafa barnaverndaryfirvöld eða aðrir opinberir aðilar haft afskipti af málunum og komið þeim áfram til Margrétar, bæði í tíð hennar hjá Alþjóðahúsi og svo hjá Mannréttindaskrifstofu. „Í Alþjóðahúsi höfðum við nokkrum sinnum samband við barnaverndaryfirvöld vegna barna í vafasamri stöðu," segir hún. „Svo leitaði fólkið stundum til okkar þegar búið var að koma upp um það, til að reyna að fá hjálp við að halda barninu." Margrét segir aldur barnanna sem koma hingað til lands á fölskum forsendum mismunandi. Yfirleitt séu þau ung, tveggja eða þriggja ára, en sum enn stálpaðri. Hún man eftir þremur til fjórum löndum sem börnin hafa komið frá.
Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira