Óttast ekki reiði kirkjunnar manna tinnaros@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 10:00 Ekkert á móti kristni Hugleikur segist ekki hafa neitt á móti kristinni trú þó hann sé að gera örlítið grín að henni í nýju bókinni. Hann er þó á móti fólki sem misnotar trúarbrögð, hvaða trúarbrögð sem er.fréttablaðið/anton „Ég ákvað að gera bók um hinn biblíska heimsendi og datt í hug að blanda geimverum í söguna. Þetta er svo ótrúlega súr og snarklikkaður heimsendir að mig langaði að myndskreyta hann," segir rithöfundurinn og teiknarinn Hugleikur Dagsson. Hugleikur gaf út sína átjándu bók, Opinberun, á dögunum og er hún byggð á síðustu bók Biblíunnar, Opinberun Jóhannesar, og fjallar um heimsendi. „Það er sjaldan talað um Opinberunina í kristinfræði eða í kirkjum, sem er skiljanlegt því þar er verið að murka lífið úr mannkyninu. Guð var rosa reiður í Gamla testamentinu, hélt aftur af sér megnið af því nýja og tjúllast svo þarna í lokin. Það má líkja þessu við alkóhólista sem eignast barn og ákveður að vera góður og hætta að drekka en fellur svo og tekur tryllingsgang," segir Hugleikur. Hann segist ekki hafa neitt á móti kristinni trú frekar en nokkurri annarri, þó sé hann á móti fólki sem misnotar trúarbrögð. „Ég er kannski aðeins að gera grín að kristni en annars er ég bara að myndskreyta bókstaflegu túlkunina á bókinni. Þeir fáu sem ræða Opinberun Jóhannesar taka alltaf fyrir myndmálið en mér finnst bókstaflega leiðin miklu skemmtilegri," segir hann og kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af reiði frá kirkjunnar mönnum. „Íslendingar eru svo fullir af húmor. Flestir hér eru með Jesús á réttum stað og taka Biblíuna ekki of bókstaflega svo það er alltaf verið að guðlasta án þess að nokkuð sé gert í því. Ég held að Íslendingar séu frekar guðlausir. Eins og þegar heiðni var látin víkja fyrir kristni. Þá var fólki sagt að það mætti alveg halda áfram að vera heiðið, bara svo lengi sem það gerði það í kjallaranum og segði engum frá því. Ég held að þetta hafi mótað okkur til dagsins í dag og þó við séum kristin á yfirborðinu erum við rammheiðin í kjallaranum," segir hann. Finnar hafa þegar sýnt því áhuga að fá Opinberun Hugleiks þýdda yfir á finnsku og Hugleikur vonast til að hún verði þýdd á ensku líka. „Það væri gaman að gefa hana út í Bandaríkjunum því ég hugsa að þarlendis sé að finna það fólk sem er hvað mest að bíða eftir þessum heimsendi. Reyndar held ég að enginn sem sé að bíða eftir þessum heimsendi hafi lesið smáa letrið í Opinberun Jóhannesar. Þeir hafa örugglega ekki heyrt af her engisprettudýra eða því að aðeins 144.000 manns komast til himna og það séu allt karlmenn og hreinir sveinar sem ekki hafi saurgað sig með kvenmanni," segir hann. Aðspurður getur hann vel hugsað sér að taka fyrir fleiri bækur úr Biblíunni í framtíðinni en í þessari seríu ætlar hann að einbeita sér að heimsenda. „Hingað til hafa bara þessar barnvænu sögur í Biblíunni verið myndskreyttar af einhverju viti en það er alveg fullt af sögum þarna sem væri skemmtilegt að taka fyrir. Mig hefur samt alltaf langað til að gera bók um heimsendi og Opinberun er bara sú fyrsta í seríunni. Ég er komin með nokkrar heimsenda-bækur í hausinn en veit ekki hvað þær verða margar eða hvenær seríunni lýkur. Ég er samt búinn að ákveða að næsta bók verði um zombie-endi. Ég ætla að hafa mismunandi teiknara í hverri bók svo Opinberun er sú eina í þessari seríu sem ég teikna sjálfur. Bækurnar verða því mjög ólíkar þó ég skrifi þær allar," segir Hugleikur að lokum. Lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Ég ákvað að gera bók um hinn biblíska heimsendi og datt í hug að blanda geimverum í söguna. Þetta er svo ótrúlega súr og snarklikkaður heimsendir að mig langaði að myndskreyta hann," segir rithöfundurinn og teiknarinn Hugleikur Dagsson. Hugleikur gaf út sína átjándu bók, Opinberun, á dögunum og er hún byggð á síðustu bók Biblíunnar, Opinberun Jóhannesar, og fjallar um heimsendi. „Það er sjaldan talað um Opinberunina í kristinfræði eða í kirkjum, sem er skiljanlegt því þar er verið að murka lífið úr mannkyninu. Guð var rosa reiður í Gamla testamentinu, hélt aftur af sér megnið af því nýja og tjúllast svo þarna í lokin. Það má líkja þessu við alkóhólista sem eignast barn og ákveður að vera góður og hætta að drekka en fellur svo og tekur tryllingsgang," segir Hugleikur. Hann segist ekki hafa neitt á móti kristinni trú frekar en nokkurri annarri, þó sé hann á móti fólki sem misnotar trúarbrögð. „Ég er kannski aðeins að gera grín að kristni en annars er ég bara að myndskreyta bókstaflegu túlkunina á bókinni. Þeir fáu sem ræða Opinberun Jóhannesar taka alltaf fyrir myndmálið en mér finnst bókstaflega leiðin miklu skemmtilegri," segir hann og kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af reiði frá kirkjunnar mönnum. „Íslendingar eru svo fullir af húmor. Flestir hér eru með Jesús á réttum stað og taka Biblíuna ekki of bókstaflega svo það er alltaf verið að guðlasta án þess að nokkuð sé gert í því. Ég held að Íslendingar séu frekar guðlausir. Eins og þegar heiðni var látin víkja fyrir kristni. Þá var fólki sagt að það mætti alveg halda áfram að vera heiðið, bara svo lengi sem það gerði það í kjallaranum og segði engum frá því. Ég held að þetta hafi mótað okkur til dagsins í dag og þó við séum kristin á yfirborðinu erum við rammheiðin í kjallaranum," segir hann. Finnar hafa þegar sýnt því áhuga að fá Opinberun Hugleiks þýdda yfir á finnsku og Hugleikur vonast til að hún verði þýdd á ensku líka. „Það væri gaman að gefa hana út í Bandaríkjunum því ég hugsa að þarlendis sé að finna það fólk sem er hvað mest að bíða eftir þessum heimsendi. Reyndar held ég að enginn sem sé að bíða eftir þessum heimsendi hafi lesið smáa letrið í Opinberun Jóhannesar. Þeir hafa örugglega ekki heyrt af her engisprettudýra eða því að aðeins 144.000 manns komast til himna og það séu allt karlmenn og hreinir sveinar sem ekki hafi saurgað sig með kvenmanni," segir hann. Aðspurður getur hann vel hugsað sér að taka fyrir fleiri bækur úr Biblíunni í framtíðinni en í þessari seríu ætlar hann að einbeita sér að heimsenda. „Hingað til hafa bara þessar barnvænu sögur í Biblíunni verið myndskreyttar af einhverju viti en það er alveg fullt af sögum þarna sem væri skemmtilegt að taka fyrir. Mig hefur samt alltaf langað til að gera bók um heimsendi og Opinberun er bara sú fyrsta í seríunni. Ég er komin með nokkrar heimsenda-bækur í hausinn en veit ekki hvað þær verða margar eða hvenær seríunni lýkur. Ég er samt búinn að ákveða að næsta bók verði um zombie-endi. Ég ætla að hafa mismunandi teiknara í hverri bók svo Opinberun er sú eina í þessari seríu sem ég teikna sjálfur. Bækurnar verða því mjög ólíkar þó ég skrifi þær allar," segir Hugleikur að lokum.
Lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira