Fiðrildin þrjú Erla Hlynsdóttir skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Í raun er skammarlegt hversu stutt er síðan ég kynnti mér sögu Mirabal-systranna. Þær kölluðu sig Las mariposas, Fiðrildin, og helguðu líf sitt baráttunni gegn einræðisherranum Rafael Trujillo sem stjórnaði Dóminíska lýðveldinu með hrottalegu ofbeldi í þrjá áratugi. Þær voru myrtar 25. nóvember 1960. Patría, Mínerva og María Teresa voru þá orðnar bæði þekktar og dáðar í heimalandinu. Mínerva var fyrst þeirra til að ganga til liðs við andspyrnuhreyfinguna. Hún lærði lögfræði og skrifaði lokaritgerð um mannréttindi og lýðræði, nokkuð sem féll í grýttan jarðveg hjá ógnarstjórninni og fékk hún því aldrei réttindi sem lögmaður. Systurnar börðust ötullega gegn Trujillo sem talinn er hafa borið ábyrgð á dauða um 50 þúsund manns. Þær voru ítrekað fangelsaðar og pyntaðar, en héldu alltaf áfram. Loks fékk Trujillo nóg og lét myrða þær. Einn af morðingjunum bar síðar vitni um árásina, en þeir eltu stúlkurnar eftir að þær höfðu heimsótt eiginmenn sína í fangelsi. „Eftir að við stoppuðum þær fórum við með þær að nærliggjandi gljúfri. Þar skipaði ég Rojas að sækja spýtur og taka með sér eina stúlkuna. Hann hlýddi og tók með sér þá með síðu flétturnar (Maríu Teresu). Alfonso Cruz valdi þá hávöxnu (Mínervu) og Malleta tók bílstjórann þeirra. Ég skipaði þeim að fara að sykurreyrsakri við enda vegarins, hver í sínu lagi þannig að fórnarlömbin heyrðu ekki þegar hin voru tekin af lífi. Ég skipaði Perez Terrero að bíða og láta vita ef einhver óviðkomandi væri að koma. Það er sannleikurinn. Ég vil ekki blekkja ríkið og koma í veg fyrir réttlæti. Ég reyndi að koma í veg fyrir þessar hörmungar en ég gat það ekki því þá hefði hann (Trujillo) drepið okkur alla." Systurnar þrjár voru barðar til dauða, settar aftur í bílinn og honum ýtt fram af kletti. Þær voru á aldrinum 24 til 36 ára. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn hjá almenningi í Dóminíska lýðveldinu. Morðin á konunum urðu til þess að lýðurinn reis upp og Trujillo var ráðinn af dögum hálfu ári síðar. Um systurnar hafa verið skrifaðar bækur, ljóð, gerðar kvikmyndir og listaverk tileinkuð minningu þeirra. Síðar lýstu Sameinuðu þjóðirnar 25. nóvember alþjóðlegan baráttudag gegn kynbundnu ofbeldi og markar hann upphaf 16 daga átaks gegn ofbeldinu, sem lýkur á alþjóðlegum mannréttindadegi, 10. desember. Í dag er dagur þrjú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Í raun er skammarlegt hversu stutt er síðan ég kynnti mér sögu Mirabal-systranna. Þær kölluðu sig Las mariposas, Fiðrildin, og helguðu líf sitt baráttunni gegn einræðisherranum Rafael Trujillo sem stjórnaði Dóminíska lýðveldinu með hrottalegu ofbeldi í þrjá áratugi. Þær voru myrtar 25. nóvember 1960. Patría, Mínerva og María Teresa voru þá orðnar bæði þekktar og dáðar í heimalandinu. Mínerva var fyrst þeirra til að ganga til liðs við andspyrnuhreyfinguna. Hún lærði lögfræði og skrifaði lokaritgerð um mannréttindi og lýðræði, nokkuð sem féll í grýttan jarðveg hjá ógnarstjórninni og fékk hún því aldrei réttindi sem lögmaður. Systurnar börðust ötullega gegn Trujillo sem talinn er hafa borið ábyrgð á dauða um 50 þúsund manns. Þær voru ítrekað fangelsaðar og pyntaðar, en héldu alltaf áfram. Loks fékk Trujillo nóg og lét myrða þær. Einn af morðingjunum bar síðar vitni um árásina, en þeir eltu stúlkurnar eftir að þær höfðu heimsótt eiginmenn sína í fangelsi. „Eftir að við stoppuðum þær fórum við með þær að nærliggjandi gljúfri. Þar skipaði ég Rojas að sækja spýtur og taka með sér eina stúlkuna. Hann hlýddi og tók með sér þá með síðu flétturnar (Maríu Teresu). Alfonso Cruz valdi þá hávöxnu (Mínervu) og Malleta tók bílstjórann þeirra. Ég skipaði þeim að fara að sykurreyrsakri við enda vegarins, hver í sínu lagi þannig að fórnarlömbin heyrðu ekki þegar hin voru tekin af lífi. Ég skipaði Perez Terrero að bíða og láta vita ef einhver óviðkomandi væri að koma. Það er sannleikurinn. Ég vil ekki blekkja ríkið og koma í veg fyrir réttlæti. Ég reyndi að koma í veg fyrir þessar hörmungar en ég gat það ekki því þá hefði hann (Trujillo) drepið okkur alla." Systurnar þrjár voru barðar til dauða, settar aftur í bílinn og honum ýtt fram af kletti. Þær voru á aldrinum 24 til 36 ára. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn hjá almenningi í Dóminíska lýðveldinu. Morðin á konunum urðu til þess að lýðurinn reis upp og Trujillo var ráðinn af dögum hálfu ári síðar. Um systurnar hafa verið skrifaðar bækur, ljóð, gerðar kvikmyndir og listaverk tileinkuð minningu þeirra. Síðar lýstu Sameinuðu þjóðirnar 25. nóvember alþjóðlegan baráttudag gegn kynbundnu ofbeldi og markar hann upphaf 16 daga átaks gegn ofbeldinu, sem lýkur á alþjóðlegum mannréttindadegi, 10. desember. Í dag er dagur þrjú.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun