Miklar framfarir frá fyrri plötunni Trausti Júlíusson skrifar 1. desember 2012 06:00 Tónlist. Nóra. Himinbrim. Eigin útgáfa. Hljómsveitin Nóra stimplaði sig inn með plötunni Er einhver að hlusta? fyrir tveimur árum. Sú plata var ekkert meistaraverk, en lofaði góðu. Nú er plata tvö, Himinbrim, komin út og það er hægt að segja það strax að framfarirnar á milli þessara tveggja platna eru miklar. Himinbrim er sterkari á allan hátt. Lagasmíðarnar eru betri, flutningurinn þéttari og meira lagt í útsetningar og hljóðvinnslu. Platan hefst á tveimur frábærum lögum, Sporvagnar og Kolbítur. Í því fyrra er fín strengjaútsetning og hæg stigmögnun, í því seinna er flottur trommuleikur og skemmtileg röddun og sömuleiðis flott stigmögnun. Eftir þessa öflugu byrjun kemur rólegra lag, titillagið Himinbrim og svo kemur hvert lagið á fætur öðru. Þau eru miskraftmikil og útsetningarnar eru ólíkar, en platan heldur alveg dampi.Hún endar svo á mjög sterku lagi, hinu átta mínútna langa Hreinsun. Systkinin Auður og Egill Viðarsbörn skiptast á um að syngja lögin. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Hljómborðin eru áberandi í útsetningunum, í nokkrum lögum eru strengir og svo setja raddútsetningar oft skemmtilegan svip. Tónlistin er stemningsfull og blæbrigðarík og einkennist af þykkum útsetningum og spilagleði. Enn ein íslensk gæðaplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra. Gagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist. Nóra. Himinbrim. Eigin útgáfa. Hljómsveitin Nóra stimplaði sig inn með plötunni Er einhver að hlusta? fyrir tveimur árum. Sú plata var ekkert meistaraverk, en lofaði góðu. Nú er plata tvö, Himinbrim, komin út og það er hægt að segja það strax að framfarirnar á milli þessara tveggja platna eru miklar. Himinbrim er sterkari á allan hátt. Lagasmíðarnar eru betri, flutningurinn þéttari og meira lagt í útsetningar og hljóðvinnslu. Platan hefst á tveimur frábærum lögum, Sporvagnar og Kolbítur. Í því fyrra er fín strengjaútsetning og hæg stigmögnun, í því seinna er flottur trommuleikur og skemmtileg röddun og sömuleiðis flott stigmögnun. Eftir þessa öflugu byrjun kemur rólegra lag, titillagið Himinbrim og svo kemur hvert lagið á fætur öðru. Þau eru miskraftmikil og útsetningarnar eru ólíkar, en platan heldur alveg dampi.Hún endar svo á mjög sterku lagi, hinu átta mínútna langa Hreinsun. Systkinin Auður og Egill Viðarsbörn skiptast á um að syngja lögin. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Hljómborðin eru áberandi í útsetningunum, í nokkrum lögum eru strengir og svo setja raddútsetningar oft skemmtilegan svip. Tónlistin er stemningsfull og blæbrigðarík og einkennist af þykkum útsetningum og spilagleði. Enn ein íslensk gæðaplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Metnaðarfyllri og kraftmeiri Nóra.
Gagnrýni Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira