Ruslamál í rusli Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. desember 2012 06:00 Þrátt fyrir að hér á landi hafi orðið talsverð vakning varðandi meðferð heimilisúrgangs virðist þess langt að bíða að sorpmál komist hér í þau horf sem una má við. Þorri fólks skilar öllu sorpi frá heimilinu í eina tunnu þaðan sem það er flutt til urðunar. Við tekur þá niðurbrot sem í sumum tilvikum tekur aldir. Hér á landi er til dæmis áætlað að um 70 milljónir plastpoka falli til á hverju ári sem samtals vega yfir 1.100 tonn. Meginhluti þessa plasts er urðaður en nokkur hluti þess sleppur út í náttúruna og hefur þá enn meiri áhrif á lífríkið. Þannig drepst á hverju ári mikill fjöldi dýra í sjó og á landi vegna mengunar frá plasti. Ekki má gleyma því að sóunin er margföld. Fyrst er hráefni og orku eytt í að framleiða pokann. Hann á svo örstutt skeið þar sem hann kemur að gagni, fyrst til að bera varning úr verslun og heim og svo mögulega til að safna sorpi í eldhústunnunni og bera það þaðan út í sorptunnu. Eftir það taka svo við aldir þar sem pokinn er mengunarvaldur og skaðvaldur. Ísland er víðlent og því er eins og úrgangsvandinn brenni ekki á fólki með sama hætti og þar sem þéttbýlla er. Þó er segin saga að fátt er eins óvinsælt að hafa í nágrenni sínu og urðunarsvæði. Þannig er eins og fólki finnist í lagi að sorp sé urðað í stórum stíl, bara ekki í eigin túnfæti. Það er löngu orðið tímabært að auka meðvitund almennings um að meðferð sorps skiptir máli, líka í strjálbýlu landi. Vitundarvakningin þarf að vera tvíþætt og felast annars vegar í að draga úr því sorpi sem til fellur og hins vegar í því að auka flokkun og skil til endurvinnslu. Enn er málum þó þannig farið í flestum sveitarfélögum að neytandinn þarf að velja og borga sérstaklega fyrir endurvinnslutunnu og/eða gera sér ferð í grenndargáma eða sorpmóttökustöð. Víða í Evrópu er sorpmenningin komin á það stig að við hvert heimili eru nokkrar tunnur, þar á meðal ein fyrir lífrænan úrgang. Slíkt fyrirkomulag gerir vissulega þær kröfur að borgarinn flokki sorp sitt innandyra en eftirleikurinn er þá mun aðgengilegri en hér þekkist. Róm var ekki reist á einum degi. Eins er ljóst að Íslendingum verður ekki kennt að flokka sorp og skila því til endurvinnslu á augabragði. Hitt er víst að sveitarfélögin í landinu mættu sýna mun meira, markvissara og samhæfðara frumkvæði varðandi endurvinnslu á sorpi, bæði hvað varðar þjónustu og fræðslu. Vissulega er það á ábyrgð hvers að einhverju leyti hve mikið sorp fellur til á heimilinu og hvernig með það er farið, en meðan neytandinn þarf að hafa jafnmikið fyrir að koma flokkuðu sorpi frá sér og raun ber vitni víðast hvar er ljóst að flokkun sorps verður áfram um sinn sérviska sem ástunduð er af minnihlutahópi. Meðan svo er má segja að ruslið sé í algeru rusli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þrátt fyrir að hér á landi hafi orðið talsverð vakning varðandi meðferð heimilisúrgangs virðist þess langt að bíða að sorpmál komist hér í þau horf sem una má við. Þorri fólks skilar öllu sorpi frá heimilinu í eina tunnu þaðan sem það er flutt til urðunar. Við tekur þá niðurbrot sem í sumum tilvikum tekur aldir. Hér á landi er til dæmis áætlað að um 70 milljónir plastpoka falli til á hverju ári sem samtals vega yfir 1.100 tonn. Meginhluti þessa plasts er urðaður en nokkur hluti þess sleppur út í náttúruna og hefur þá enn meiri áhrif á lífríkið. Þannig drepst á hverju ári mikill fjöldi dýra í sjó og á landi vegna mengunar frá plasti. Ekki má gleyma því að sóunin er margföld. Fyrst er hráefni og orku eytt í að framleiða pokann. Hann á svo örstutt skeið þar sem hann kemur að gagni, fyrst til að bera varning úr verslun og heim og svo mögulega til að safna sorpi í eldhústunnunni og bera það þaðan út í sorptunnu. Eftir það taka svo við aldir þar sem pokinn er mengunarvaldur og skaðvaldur. Ísland er víðlent og því er eins og úrgangsvandinn brenni ekki á fólki með sama hætti og þar sem þéttbýlla er. Þó er segin saga að fátt er eins óvinsælt að hafa í nágrenni sínu og urðunarsvæði. Þannig er eins og fólki finnist í lagi að sorp sé urðað í stórum stíl, bara ekki í eigin túnfæti. Það er löngu orðið tímabært að auka meðvitund almennings um að meðferð sorps skiptir máli, líka í strjálbýlu landi. Vitundarvakningin þarf að vera tvíþætt og felast annars vegar í að draga úr því sorpi sem til fellur og hins vegar í því að auka flokkun og skil til endurvinnslu. Enn er málum þó þannig farið í flestum sveitarfélögum að neytandinn þarf að velja og borga sérstaklega fyrir endurvinnslutunnu og/eða gera sér ferð í grenndargáma eða sorpmóttökustöð. Víða í Evrópu er sorpmenningin komin á það stig að við hvert heimili eru nokkrar tunnur, þar á meðal ein fyrir lífrænan úrgang. Slíkt fyrirkomulag gerir vissulega þær kröfur að borgarinn flokki sorp sitt innandyra en eftirleikurinn er þá mun aðgengilegri en hér þekkist. Róm var ekki reist á einum degi. Eins er ljóst að Íslendingum verður ekki kennt að flokka sorp og skila því til endurvinnslu á augabragði. Hitt er víst að sveitarfélögin í landinu mættu sýna mun meira, markvissara og samhæfðara frumkvæði varðandi endurvinnslu á sorpi, bæði hvað varðar þjónustu og fræðslu. Vissulega er það á ábyrgð hvers að einhverju leyti hve mikið sorp fellur til á heimilinu og hvernig með það er farið, en meðan neytandinn þarf að hafa jafnmikið fyrir að koma flokkuðu sorpi frá sér og raun ber vitni víðast hvar er ljóst að flokkun sorps verður áfram um sinn sérviska sem ástunduð er af minnihlutahópi. Meðan svo er má segja að ruslið sé í algeru rusli.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun