Lítil eyríki ósátt við loftslagsráðstefnu 11. desember 2012 09:00 Mótmælendur voru inni í ráðstefnuhöllinni um helgina, en takmarkanir á frelsi mótmælendanna voru talsverðar í Katar. nordicphotos/afp Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. „Þetta er ekki niðurstaðan sem við vildum í lok þessa fundar, ég get fullvissað ykkur um það,“ sagði utanríkisráðherra Nauru-eyja í Míkrónesíu, Kieren Keke, sem var í forsvari fyrir lítil eyríki á loftslagsráðstefnunni í Doha í Katar. „Við erum ekki heldur á þeim stað sem við þyrftum að vera á til að koma í veg fyrir að eyjur fari undir sjó.“ Lítil eyríki og önnur þróunarlönd voru mörg hver ósátt við niðurstöðu fundarins, þrátt fyrir að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. „Við teljum þessa niðurstöðu ófullnægjandi í losun og fjármálum. Samkomulagið mun líklega verða til þess að þriggja til fimm gráðu hækkun verður á hitastigi heimsins, jafnvel þó við höfum samþykkt að reyna að láta meðalhitastigið ekki hækka um meira en 1,5 gráður, til þess að tryggja að allar eyjur lifi af. Það er ekkert nýtt fjármagn – bara loforð um að eitthvað verði gert í framtíðinni. Þeir sem koma í veg fyrir þetta þurfa að hætta að tala um hvernig líf þeirra fólks verður og fara að tala um hvort okkar fólk mun lifa af.“ Fátæk ríki kröfðust þess í byrjun ráðstefnunnar að sett yrði fram tímaáætlun um það hvernig ríku löndin myndu hækka aðstoð vegna loftslagsbreytinga í 100 milljónir Bandaríkjadala á ári fram til ársins 2020, þegar nýtt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda á að taka gildi. Þessu hafði verið lofað fyrir þremur árum síðan. Í lokasamþykkt ráðstefnunnar eru ríku löndin þó aðeins hvött til þess að safna að minnsta kosti 10 milljónum dala á ári, en ekki skylduð til neins. Þá er því lofað að fundnar verði leiðir til að hækka aðstoðina. Ríku löndin gengust þó við ábyrgð sinni á skaða sem loftslagsbreytingar hafa valdið í mörgum þróunarríkjum á ráðstefnunni. Samkomulag um framlengingu Kýótó-bókunarinnar varð til á laugardaginn, eftir að ráðstefnunni átti að vera lokið. Mikill ágreiningur ríkti á lokasprettinum og stór ríki eins og Rússland, Japan, Nýja-Sjáland og Kanada drógu sig út úr samkomulaginu. Ríkin sem samþykktu bókunina losa aðeins um fimmtán prósent af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. thorunn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. „Þetta er ekki niðurstaðan sem við vildum í lok þessa fundar, ég get fullvissað ykkur um það,“ sagði utanríkisráðherra Nauru-eyja í Míkrónesíu, Kieren Keke, sem var í forsvari fyrir lítil eyríki á loftslagsráðstefnunni í Doha í Katar. „Við erum ekki heldur á þeim stað sem við þyrftum að vera á til að koma í veg fyrir að eyjur fari undir sjó.“ Lítil eyríki og önnur þróunarlönd voru mörg hver ósátt við niðurstöðu fundarins, þrátt fyrir að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. „Við teljum þessa niðurstöðu ófullnægjandi í losun og fjármálum. Samkomulagið mun líklega verða til þess að þriggja til fimm gráðu hækkun verður á hitastigi heimsins, jafnvel þó við höfum samþykkt að reyna að láta meðalhitastigið ekki hækka um meira en 1,5 gráður, til þess að tryggja að allar eyjur lifi af. Það er ekkert nýtt fjármagn – bara loforð um að eitthvað verði gert í framtíðinni. Þeir sem koma í veg fyrir þetta þurfa að hætta að tala um hvernig líf þeirra fólks verður og fara að tala um hvort okkar fólk mun lifa af.“ Fátæk ríki kröfðust þess í byrjun ráðstefnunnar að sett yrði fram tímaáætlun um það hvernig ríku löndin myndu hækka aðstoð vegna loftslagsbreytinga í 100 milljónir Bandaríkjadala á ári fram til ársins 2020, þegar nýtt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda á að taka gildi. Þessu hafði verið lofað fyrir þremur árum síðan. Í lokasamþykkt ráðstefnunnar eru ríku löndin þó aðeins hvött til þess að safna að minnsta kosti 10 milljónum dala á ári, en ekki skylduð til neins. Þá er því lofað að fundnar verði leiðir til að hækka aðstoðina. Ríku löndin gengust þó við ábyrgð sinni á skaða sem loftslagsbreytingar hafa valdið í mörgum þróunarríkjum á ráðstefnunni. Samkomulag um framlengingu Kýótó-bókunarinnar varð til á laugardaginn, eftir að ráðstefnunni átti að vera lokið. Mikill ágreiningur ríkti á lokasprettinum og stór ríki eins og Rússland, Japan, Nýja-Sjáland og Kanada drógu sig út úr samkomulaginu. Ríkin sem samþykktu bókunina losa aðeins um fimmtán prósent af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. thorunn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira