Skortur á örvhentum skyttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2012 06:00 Alexander Petersson hefur fengið stærra og stærra hlutverk í landsliðinu með hverju stórmóti. Mynd/Nordicphotos/Bongarts Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði þegar Heimsmeistarakeppnin fer fram á Spáni, vegna þrálátra meiðsla á öxl. Þetta er þriðji byrjunarliðsmaðurinn sem heltist úr lestinni en jafnframt þriðja örvhenta skyttan sem verður ekki í boði fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson. Áður hafði landsliðsfyrirliðinn og sá markahæsti frá upphafi, Ólafur Stefánsson, lagt landsliðsskóna á hilluna og þá er Rúnar Kárason, spútnikleikmaðurinn á EM í Serbíu, enn að koma til baka eftir krossbandsslit. Sú staða sem er komin upp minnir dálítið á aðdraganda Ólympíuleikanna fyrir rúmum tuttugu árum, þegar íslenska liðið fékk óvæntan þáttökurétt á leikunum í Barcelona. Íslenska liðið missti þrjá heimsklassa örvhenta leikmenn á mánuðunum fyrir mótið, fyrst reynsluboltana Kristján Arason og Sigurð Val Sveinsson og svo loks Bjarka Sigurðsson skömmu fyrir mót. Þjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að veðja á rétthentan mann og Júlíus Jónasson skilaði þeirri stöðu með miklum glæsibrag. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur þegar biðlað til Ólafs Stefánssonar um að taka aftur fram skóna en eins og er Ásgeir Örn Hallgrímsson eina örvhenta skytta liðsins. Íslenska landsliðið átti frábært mót í Barcelona og náði því í fyrsta sinn í sögunni að spila um verðlaun á stórmóti. Liðið tapaði reyndar tveimur síðustu leikjum sínum, í undanúrslitum á móti Samveldinu og í leiknum um 3. sætið við Frakka, en strákarnir náðu þá að leysa það einstaklega vel að spila án örvhentar skyttu. Nú er bara að vona að það gangi jafnvel að leysa þetta á Spáni í janúar. Þrjár örvhentar skyttur duttu út fyrir ÓL í Barcelona 1992Kristján Arason Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var þarna kominn á lokakafla ferilsins og farinn að þjálfa FH. Kristján var með landsliðinu í b-keppninni í Austurríki fyrr um veturinn en spilaði þá aðallega í vörninni. Hann átti við þrálát meiðsli í öxl að stríða og ákvað að fara í skurðaðgerð í kjölfarið á tímabilinu þar sem FH-ingar urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar undir hans stjórn.Sigurður Valur Sveinsson Hafði verið í skugga Kristjáns í tíð Bogdans Kowalczyk en fór á kostum í b-keppninni í Austurríki fyrr um árið þar sem hann skorað 25 mörk og átti fjölmargar stoðsendingar. Hann ákvað að láta laga liðband í þumalfingri eftir tímabilið en þegar hann fór undir hnífinn leit ekki út fyrir að íslenska landsliðið yrði með á Ólympíuleikunum í Barcelona.Bjarki Sigurðsson Bjarki hafði lengstum spilað í hægra horninu með landsliðinu en eftir forföll Kristjáns og Sigurðar ákvað Þorbergur að veðja á Bjarka í skyttustöðunni. Það fór hins vegar aldrei svo að Bjarki gæti leyst þá af. Bjarki meiddist á hné í upphafi leiks við Spán á æfingamóti um sumarið og gat ekki spilað með liðinu á leikunum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði þegar Heimsmeistarakeppnin fer fram á Spáni, vegna þrálátra meiðsla á öxl. Þetta er þriðji byrjunarliðsmaðurinn sem heltist úr lestinni en jafnframt þriðja örvhenta skyttan sem verður ekki í boði fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson. Áður hafði landsliðsfyrirliðinn og sá markahæsti frá upphafi, Ólafur Stefánsson, lagt landsliðsskóna á hilluna og þá er Rúnar Kárason, spútnikleikmaðurinn á EM í Serbíu, enn að koma til baka eftir krossbandsslit. Sú staða sem er komin upp minnir dálítið á aðdraganda Ólympíuleikanna fyrir rúmum tuttugu árum, þegar íslenska liðið fékk óvæntan þáttökurétt á leikunum í Barcelona. Íslenska liðið missti þrjá heimsklassa örvhenta leikmenn á mánuðunum fyrir mótið, fyrst reynsluboltana Kristján Arason og Sigurð Val Sveinsson og svo loks Bjarka Sigurðsson skömmu fyrir mót. Þjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að veðja á rétthentan mann og Júlíus Jónasson skilaði þeirri stöðu með miklum glæsibrag. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur þegar biðlað til Ólafs Stefánssonar um að taka aftur fram skóna en eins og er Ásgeir Örn Hallgrímsson eina örvhenta skytta liðsins. Íslenska landsliðið átti frábært mót í Barcelona og náði því í fyrsta sinn í sögunni að spila um verðlaun á stórmóti. Liðið tapaði reyndar tveimur síðustu leikjum sínum, í undanúrslitum á móti Samveldinu og í leiknum um 3. sætið við Frakka, en strákarnir náðu þá að leysa það einstaklega vel að spila án örvhentar skyttu. Nú er bara að vona að það gangi jafnvel að leysa þetta á Spáni í janúar. Þrjár örvhentar skyttur duttu út fyrir ÓL í Barcelona 1992Kristján Arason Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var þarna kominn á lokakafla ferilsins og farinn að þjálfa FH. Kristján var með landsliðinu í b-keppninni í Austurríki fyrr um veturinn en spilaði þá aðallega í vörninni. Hann átti við þrálát meiðsli í öxl að stríða og ákvað að fara í skurðaðgerð í kjölfarið á tímabilinu þar sem FH-ingar urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar undir hans stjórn.Sigurður Valur Sveinsson Hafði verið í skugga Kristjáns í tíð Bogdans Kowalczyk en fór á kostum í b-keppninni í Austurríki fyrr um árið þar sem hann skorað 25 mörk og átti fjölmargar stoðsendingar. Hann ákvað að láta laga liðband í þumalfingri eftir tímabilið en þegar hann fór undir hnífinn leit ekki út fyrir að íslenska landsliðið yrði með á Ólympíuleikunum í Barcelona.Bjarki Sigurðsson Bjarki hafði lengstum spilað í hægra horninu með landsliðinu en eftir forföll Kristjáns og Sigurðar ákvað Þorbergur að veðja á Bjarka í skyttustöðunni. Það fór hins vegar aldrei svo að Bjarki gæti leyst þá af. Bjarki meiddist á hné í upphafi leiks við Spán á æfingamóti um sumarið og gat ekki spilað með liðinu á leikunum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira