Sjálfboðaliðar í náttúruvernd René Biasone skrifar 17. desember 2012 17:30 Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í október sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúruvernd og létu gott af sér leiða. Þetta var í annað skipti sem Umhverfisstofnun tekur þátt í þessu samstarfi og í þetta sinn var óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum í samstarfi við náttúruverndarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Um Stóru grænu helgina fór hópur sjálfboðaliða úr Fuglavernd, Framtíðarlandinu, Landvernd og AUS, ásamt sjálfboðaliðum starfsfólks Umhverfisstofnunar, til Eldborgar í Bláfjöllum. Þar var unnið af krafti við að setja upp skilti, loka fyrir nokkra slóða með grjóti og afmarka bílastæði en stærsta verkefnið var þó að afmarka göngustíga með því að græða sár í mosanum. Nokkurra tuga metra langur slóði gegnum mosann var græddur með svokallaðri "moss transplanting"-aðferð, þar sem mosi var tekinn af öðru svæði án þess að skaða landslagið, hann settur á bretti og fluttur til Eldborgar. Mosinn var settur á slóða sem hafði verið undirbúinn með grjóti sem komið var fyrir á staðnum til þess að mosinn næði að festast. Dýrmæt kunnáttaÞessi aðferð er vel þekkt og oft notuð á friðlýstum svæðum sem eru í umsjá Umhverfisstofnunar (t.d. við Grábrókargíga í sumar) og einnig í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar vinna við hlið landvarða og þjóðgarðsvarða yfir sumartímann. Vegna Stóru grænu helgarinnar komu, auk hinna, tveir reyndir sjálfboðaliðar frá Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa unnið á Íslandi í átta sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Þess vegna, meðal annars, tekur Umhverfisstofnun þátt í námskeiði í göngustígagerð sem Hólaskóli skipuleggur í maíbyrjun ár hvert. Þessa helgi var veðrið miskunnarlaust en sjálfboðaliðarnir unnu hörkuvinnu og kláruðu verkefnið í þeirri náttúruperlu sem Eldborg er. Mikilvæg vinnaUmhverfisstofnun er stolt yfir því að geta sagt frá því að á árinu hafa verið unnir 2.220 vinnudagar (444 mannvikur) á 30 svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lónsöræfa, frá Reykjanesi til Ásbyrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. Sjálfboðaliðastarfi ársins 2012 lauk svo formlega með Stóru grænu helginni. Um 180 manns komu sérstaklega til landsins í sumar og unnu gríðarlega mikilvæga vinnu í þágu náttúrunnar. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf. Umhverfisstofnun hefur rekið slík verkefni beint í um áratug og að hluta einnig í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök. Við hjá Umhverfisstofnun viljum þakka landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Umhverfisstofnunar, skógarvörðum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins fyrir samstarfið og samveruna. Kærar þakkir enn fremur til margra annarra aðila sem hafa hjálpað okkur, til dæmis rútubílstjóra sem færðu okkur mat og verkfæri út um allt land og starfsfólks á tjaldsvæðum þar sem sjálfboðaliðar fengu gistipláss. Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga. Á Íslandi eru 107 friðlýst svæði og af þeim eru sautján á höfuðborgarsvæðinu. Um grænu helgina kom upp sú hugmynd að hvert og eitt þessara 107 svæða eignaðist sinn vinahóp sem sinnti náttúruvernd og -umhyggju á svæðinu. Vinahóparnir eru hugsaðir sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar, sem mun sjá um verkefni á friðlýstum svæðum, verkfæri og þjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein René Biasone Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í október sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúruvernd og létu gott af sér leiða. Þetta var í annað skipti sem Umhverfisstofnun tekur þátt í þessu samstarfi og í þetta sinn var óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum í samstarfi við náttúruverndarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Um Stóru grænu helgina fór hópur sjálfboðaliða úr Fuglavernd, Framtíðarlandinu, Landvernd og AUS, ásamt sjálfboðaliðum starfsfólks Umhverfisstofnunar, til Eldborgar í Bláfjöllum. Þar var unnið af krafti við að setja upp skilti, loka fyrir nokkra slóða með grjóti og afmarka bílastæði en stærsta verkefnið var þó að afmarka göngustíga með því að græða sár í mosanum. Nokkurra tuga metra langur slóði gegnum mosann var græddur með svokallaðri "moss transplanting"-aðferð, þar sem mosi var tekinn af öðru svæði án þess að skaða landslagið, hann settur á bretti og fluttur til Eldborgar. Mosinn var settur á slóða sem hafði verið undirbúinn með grjóti sem komið var fyrir á staðnum til þess að mosinn næði að festast. Dýrmæt kunnáttaÞessi aðferð er vel þekkt og oft notuð á friðlýstum svæðum sem eru í umsjá Umhverfisstofnunar (t.d. við Grábrókargíga í sumar) og einnig í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar vinna við hlið landvarða og þjóðgarðsvarða yfir sumartímann. Vegna Stóru grænu helgarinnar komu, auk hinna, tveir reyndir sjálfboðaliðar frá Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa unnið á Íslandi í átta sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Þess vegna, meðal annars, tekur Umhverfisstofnun þátt í námskeiði í göngustígagerð sem Hólaskóli skipuleggur í maíbyrjun ár hvert. Þessa helgi var veðrið miskunnarlaust en sjálfboðaliðarnir unnu hörkuvinnu og kláruðu verkefnið í þeirri náttúruperlu sem Eldborg er. Mikilvæg vinnaUmhverfisstofnun er stolt yfir því að geta sagt frá því að á árinu hafa verið unnir 2.220 vinnudagar (444 mannvikur) á 30 svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lónsöræfa, frá Reykjanesi til Ásbyrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. Sjálfboðaliðastarfi ársins 2012 lauk svo formlega með Stóru grænu helginni. Um 180 manns komu sérstaklega til landsins í sumar og unnu gríðarlega mikilvæga vinnu í þágu náttúrunnar. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf. Umhverfisstofnun hefur rekið slík verkefni beint í um áratug og að hluta einnig í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök. Við hjá Umhverfisstofnun viljum þakka landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Umhverfisstofnunar, skógarvörðum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins fyrir samstarfið og samveruna. Kærar þakkir enn fremur til margra annarra aðila sem hafa hjálpað okkur, til dæmis rútubílstjóra sem færðu okkur mat og verkfæri út um allt land og starfsfólks á tjaldsvæðum þar sem sjálfboðaliðar fengu gistipláss. Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga. Á Íslandi eru 107 friðlýst svæði og af þeim eru sautján á höfuðborgarsvæðinu. Um grænu helgina kom upp sú hugmynd að hvert og eitt þessara 107 svæða eignaðist sinn vinahóp sem sinnti náttúruvernd og -umhyggju á svæðinu. Vinahóparnir eru hugsaðir sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar, sem mun sjá um verkefni á friðlýstum svæðum, verkfæri og þjálfun.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun