Bandaríkin kröfðust hertra varna gegn laumufarþegum 19. desember 2012 06:00 Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér. Í samskiptum fulltrúa bandaríska heimavarnarráðuneytisins við íslensk yfirvöld hefur komið fram að annars kunni íslensk skip að verða færð niður um öryggisflokk, sem mundi til dæmis kalla á mun ítarlegri skoðun við komuna til Bandaríkjanna en áður. „Menn vilja hafa það alveg geirneglt að laumufarþegar komist ekki um borð í skip og flugför sem fara hér um," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, sem tók fyrir nokkrum vikum á móti sendinefnd frá heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sem hingað kom til að kynna sér aðstæður. Samkvæmt heimildum blaðsins fundaði hópurinn jafnframt með fulltrúum Siglingastofnunar og hérlendra skipafélaga. Hjá Siglingastofnun var vísað á ráðuneytið vegna málsins og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, vildi heldur ekkert segja. Fyrir nokkrum dögum barst Siglingastofnun svo bréf frá Bandaríkjamönnunum í kjölfar heimsóknarinnar. Afrit af því var sent til ráðuneytisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að í bréfinu sé látin í ljós talsverð óánægja með viðbrögð íslenskra stjórnvalda í heimsókninni fyrir nokkrum vikum. Fréttablaðið óskaði eftir því við ráðuneytið að fá bréfið afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til þess að það innihéldi viðkvæmar upplýsingar um siglingaöryggi. „Satt að segja hef ég sannfærst um það fyrir mitt leyti að það er afar vel staðið að þessum málum hér á landi. Í samræmi við það hef ég átt svolítið erfitt með að skilja strangar aðfinnslur Bandaríkjamanna," segir Ögmundur. Hann kveðst ekki hafa skoðað bréfið en telji málið þó í góðum farvegi. Það sé mikið hagsmunamál að siglingar um Ísland gangi snurðulaust fyrir sig. „Ég held að sameiginleg skoðun á málinu muni annars vegar leiða í ljós að þessi mál eru í betra horfi en einhverjir kynnu að hafa haldið og hins vegar að ef eitthvað þurfi að laga þá sé vilji til þess. Að sjálfsögðu yrði það hins vegar gert á okkar forsendum," segir hann. - sh Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Bandarísk yfirvöld telja öryggi á hafnarsvæðum hérlendis ábótavant og hafa krafist þess að úr því verði bætt. Þau telja óviðunandi að sami, smái hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér. Í samskiptum fulltrúa bandaríska heimavarnarráðuneytisins við íslensk yfirvöld hefur komið fram að annars kunni íslensk skip að verða færð niður um öryggisflokk, sem mundi til dæmis kalla á mun ítarlegri skoðun við komuna til Bandaríkjanna en áður. „Menn vilja hafa það alveg geirneglt að laumufarþegar komist ekki um borð í skip og flugför sem fara hér um," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, sem tók fyrir nokkrum vikum á móti sendinefnd frá heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sem hingað kom til að kynna sér aðstæður. Samkvæmt heimildum blaðsins fundaði hópurinn jafnframt með fulltrúum Siglingastofnunar og hérlendra skipafélaga. Hjá Siglingastofnun var vísað á ráðuneytið vegna málsins og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, vildi heldur ekkert segja. Fyrir nokkrum dögum barst Siglingastofnun svo bréf frá Bandaríkjamönnunum í kjölfar heimsóknarinnar. Afrit af því var sent til ráðuneytisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að í bréfinu sé látin í ljós talsverð óánægja með viðbrögð íslenskra stjórnvalda í heimsókninni fyrir nokkrum vikum. Fréttablaðið óskaði eftir því við ráðuneytið að fá bréfið afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til þess að það innihéldi viðkvæmar upplýsingar um siglingaöryggi. „Satt að segja hef ég sannfærst um það fyrir mitt leyti að það er afar vel staðið að þessum málum hér á landi. Í samræmi við það hef ég átt svolítið erfitt með að skilja strangar aðfinnslur Bandaríkjamanna," segir Ögmundur. Hann kveðst ekki hafa skoðað bréfið en telji málið þó í góðum farvegi. Það sé mikið hagsmunamál að siglingar um Ísland gangi snurðulaust fyrir sig. „Ég held að sameiginleg skoðun á málinu muni annars vegar leiða í ljós að þessi mál eru í betra horfi en einhverjir kynnu að hafa haldið og hins vegar að ef eitthvað þurfi að laga þá sé vilji til þess. Að sjálfsögðu yrði það hins vegar gert á okkar forsendum," segir hann. - sh
Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira