Jólabón til Jóns Gnarr 19. desember 2012 06:00 Jón Gnarr borgarstjóri ritaði harðorða færslu á Facebook-síðu sína um helgina þar sem hann lýsir andúð sinni á fordómum í garð samkynhneigðra. „Við ættum að hætta að líta á homma-fóbíu sem fóbíu. Er til eitthvað sem heitir svertingja-fóbía? Nei, það kallast rasismi ... Hommafóbía er ekki ótti heldur hatur. Sá sem haldinn er homma-fóbíu er ekki fórnarlambið heldur gerandinn." Borgarstjóri Reykjavíkur hefur verið ötull baráttumaður hagsmuna samkynhneigðra, hóps sem ekki hefur átt sér marga háværa eða áberandi talsmenn hér á landi. Á tímum er stjórnmálamenn eru tregir til að taka pólitíska áhættu og þynna heldur út skoðanir sínar svo þær þóknist sem flestum er þessi afdráttarlausa afstaða Jóns Gnarr þeim mun virðingarverðari. Fyrr á árinu sendi Jón borgarstjóra Moskvu bréf þar sem hann hvatti kollega sinn til að leyfa gleðigöngu samkynhneigðra um borgina, en lagt hefur verið bann við að hún verði haldin þar næstu 100 árin. Nú þegar landsmenn eru með pennann á lofti við jólakortaskrif langar mig til að bera fram við Jón Gnarr jólaósk um að hann skrifi eitt jólakort í sama anda og bréfið til borgarstjóra Moskvu. Að þessu sinni er áfangastaður sendibréfsins hins vegar nær heimahögunum. Skilyrt umburðarlyndi Kirkjan breiðir nú út jólaboðskapinn af kappi. Eins og hefðin kveður á um felst hann í hvatningu um að við séum góð hvert við annað og sýnum hvert öðru umburðarlyndi. Þetta er fallegur boðskapur sem flestir, trúaðir jafnt sem trúlausir, geta skrifað upp á. Stundum er þó eins og kirkjunnar menn kjósi að hunsa eigin siðferðisboðskap. Þær stórfréttir bárust heimsbyggðinni í síðustu viku að Benedikt XVI páfi væri stiginn inn í 21. öldina. Hvað verðskuldaði svo bratta yfirlýsingu: Hugðist hann heimila notkun á getnaðarvörnum? Leggja blessun sína yfir fóstureyðingar? Nei. Hann er kominn á Twitter. Hann var hins vegar ekki lengi að binda enda á vonir um að hann hygðist taka öðrum þáttum samtímans jafnopnum örmum. Tveimur dögum eftir að hann heilsaði á samfélagssíðunni með því að blessa lesendur hennar „frá hjartanu" sendi páfi frá sér friðarboðskap fyrir árið 2013. Þar fordæmdi hann hjónabönd samkynhneigðra, sem hann sagði ógna „réttlæti og friði" í heiminum og hvatti hann ríkisstjórnir til að spyrna fótum við þeim. Eins og í friðarboðskap páfa virðist umburðarlyndið sem forsvarsmenn kristninnar boða í mörgum tilfellum skilyrt. Og þar er Íslenska þjóðkirkjan engin undantekning. Bak við skrúðugar hempur Nýr biskup var kjörinn á árinu. Spurð um viðhorf til hjónabands samkynhneigðra af Fréttablaðinu í aðdraganda kjörsins kvaðst frú Agnes M. Sigurðardóttir ekki hafa gefið saman samkynhneigð pör en hún myndi gera það væri hún beðin. Hún lagði þó áherslu á að samviskufrelsi presta yrði virt og prestar yrðu ekki þvingaðir til að vinna verk sem samviska þeirra leyfði ekki. Að höfuð stofnunar sem boðar umburðarlyndi og ást af þverhníptum siðferðisstalli skuli verja svo blákalt rétt kirkjunnar til að mismuna fólki eftir kynhneigð er ekkert annað en óskammfeilni og hræsni. Engum öðrum, hvorki einkafyrirtæki né annarri opinberri stofnun, leyfðist að gera svo upp á milli fólks; engum öðrum er gefin slík undanþága frá því að virða mannréttindi. Verslunarmaður ræður ekki hvern hann afgreiðir í búð sinni. Hann gæti ekki neitað að afgreiða samkynhneigða. Ekki frekar en svertingja eða gyðinga. Það er aðeins prestastéttin sem fær að skýla sér og fordómum sínum bak við skrúðugar hempur. Gjöf í anda jólanna Í Reykjavík eru rúmlega tuttugu sóknir á vegum þjóðkirkjunnar. Prestum þeirra er það í sjálfsvald sett hvort þeir gefi saman samkynhneigða. Ég biðla til Jóns Gnarr, sem áður hefur mundað pennann svo lipurlega til varnar samkynhneigðum, um að senda biskupi Íslands jólakort og hvetja hana til að láta tafarlaust af mismunun kirkjunnar á forsendum kynhneigðar. Prestar eiga ekki að hafa rétt til að neita samkynhneigðum um þjónustu sína frekar en aðrir. Nær væri ef kirkjan gengi fram með góðu fordæmi: Í stað þess að boða umburðarlyndi í orði öðrum til handa, að sýna hana sjálf á borði. Þeir prestar sem ekki gætu hugsað sér að virða mannréttindi samkynhneigðra ættu einfaldlega að finna sér annan starfa. Talsmenn þjóðkirkjunnar virðast ár hvert hafa miklar áhyggjur af því að andi jólanna glatist í neysluhyggju og of mörgum ferðum í Kringluna. Þjóðkirkjan gæti ekki fært landsmönnum jólagjöf sem fangaði anda jólanna betur en loforð um að láta jafnt yfir alla ganga – og slík gjöf krefðist ekki einnar einustu heimsóknar í Kringluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri ritaði harðorða færslu á Facebook-síðu sína um helgina þar sem hann lýsir andúð sinni á fordómum í garð samkynhneigðra. „Við ættum að hætta að líta á homma-fóbíu sem fóbíu. Er til eitthvað sem heitir svertingja-fóbía? Nei, það kallast rasismi ... Hommafóbía er ekki ótti heldur hatur. Sá sem haldinn er homma-fóbíu er ekki fórnarlambið heldur gerandinn." Borgarstjóri Reykjavíkur hefur verið ötull baráttumaður hagsmuna samkynhneigðra, hóps sem ekki hefur átt sér marga háværa eða áberandi talsmenn hér á landi. Á tímum er stjórnmálamenn eru tregir til að taka pólitíska áhættu og þynna heldur út skoðanir sínar svo þær þóknist sem flestum er þessi afdráttarlausa afstaða Jóns Gnarr þeim mun virðingarverðari. Fyrr á árinu sendi Jón borgarstjóra Moskvu bréf þar sem hann hvatti kollega sinn til að leyfa gleðigöngu samkynhneigðra um borgina, en lagt hefur verið bann við að hún verði haldin þar næstu 100 árin. Nú þegar landsmenn eru með pennann á lofti við jólakortaskrif langar mig til að bera fram við Jón Gnarr jólaósk um að hann skrifi eitt jólakort í sama anda og bréfið til borgarstjóra Moskvu. Að þessu sinni er áfangastaður sendibréfsins hins vegar nær heimahögunum. Skilyrt umburðarlyndi Kirkjan breiðir nú út jólaboðskapinn af kappi. Eins og hefðin kveður á um felst hann í hvatningu um að við séum góð hvert við annað og sýnum hvert öðru umburðarlyndi. Þetta er fallegur boðskapur sem flestir, trúaðir jafnt sem trúlausir, geta skrifað upp á. Stundum er þó eins og kirkjunnar menn kjósi að hunsa eigin siðferðisboðskap. Þær stórfréttir bárust heimsbyggðinni í síðustu viku að Benedikt XVI páfi væri stiginn inn í 21. öldina. Hvað verðskuldaði svo bratta yfirlýsingu: Hugðist hann heimila notkun á getnaðarvörnum? Leggja blessun sína yfir fóstureyðingar? Nei. Hann er kominn á Twitter. Hann var hins vegar ekki lengi að binda enda á vonir um að hann hygðist taka öðrum þáttum samtímans jafnopnum örmum. Tveimur dögum eftir að hann heilsaði á samfélagssíðunni með því að blessa lesendur hennar „frá hjartanu" sendi páfi frá sér friðarboðskap fyrir árið 2013. Þar fordæmdi hann hjónabönd samkynhneigðra, sem hann sagði ógna „réttlæti og friði" í heiminum og hvatti hann ríkisstjórnir til að spyrna fótum við þeim. Eins og í friðarboðskap páfa virðist umburðarlyndið sem forsvarsmenn kristninnar boða í mörgum tilfellum skilyrt. Og þar er Íslenska þjóðkirkjan engin undantekning. Bak við skrúðugar hempur Nýr biskup var kjörinn á árinu. Spurð um viðhorf til hjónabands samkynhneigðra af Fréttablaðinu í aðdraganda kjörsins kvaðst frú Agnes M. Sigurðardóttir ekki hafa gefið saman samkynhneigð pör en hún myndi gera það væri hún beðin. Hún lagði þó áherslu á að samviskufrelsi presta yrði virt og prestar yrðu ekki þvingaðir til að vinna verk sem samviska þeirra leyfði ekki. Að höfuð stofnunar sem boðar umburðarlyndi og ást af þverhníptum siðferðisstalli skuli verja svo blákalt rétt kirkjunnar til að mismuna fólki eftir kynhneigð er ekkert annað en óskammfeilni og hræsni. Engum öðrum, hvorki einkafyrirtæki né annarri opinberri stofnun, leyfðist að gera svo upp á milli fólks; engum öðrum er gefin slík undanþága frá því að virða mannréttindi. Verslunarmaður ræður ekki hvern hann afgreiðir í búð sinni. Hann gæti ekki neitað að afgreiða samkynhneigða. Ekki frekar en svertingja eða gyðinga. Það er aðeins prestastéttin sem fær að skýla sér og fordómum sínum bak við skrúðugar hempur. Gjöf í anda jólanna Í Reykjavík eru rúmlega tuttugu sóknir á vegum þjóðkirkjunnar. Prestum þeirra er það í sjálfsvald sett hvort þeir gefi saman samkynhneigða. Ég biðla til Jóns Gnarr, sem áður hefur mundað pennann svo lipurlega til varnar samkynhneigðum, um að senda biskupi Íslands jólakort og hvetja hana til að láta tafarlaust af mismunun kirkjunnar á forsendum kynhneigðar. Prestar eiga ekki að hafa rétt til að neita samkynhneigðum um þjónustu sína frekar en aðrir. Nær væri ef kirkjan gengi fram með góðu fordæmi: Í stað þess að boða umburðarlyndi í orði öðrum til handa, að sýna hana sjálf á borði. Þeir prestar sem ekki gætu hugsað sér að virða mannréttindi samkynhneigðra ættu einfaldlega að finna sér annan starfa. Talsmenn þjóðkirkjunnar virðast ár hvert hafa miklar áhyggjur af því að andi jólanna glatist í neysluhyggju og of mörgum ferðum í Kringluna. Þjóðkirkjan gæti ekki fært landsmönnum jólagjöf sem fangaði anda jólanna betur en loforð um að láta jafnt yfir alla ganga – og slík gjöf krefðist ekki einnar einustu heimsóknar í Kringluna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun