Fær aldrei frí á jólunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2012 08:00 Það er sterk hefð fyrir því í NBA-deildinni að spila á jóladag og það þykir mikill heiður fyrir lið og leikmenn að spila á þessum degi þrátt fyrir að það spilli mikið fyrir jólahaldi fjölskyldu leikmannanna. Á þessum degi fá nefnilega aðeins að spila skemmtilegustu og áhugaverðustu lið deildarinnar. Einn er sá leikmaður í NBA-deildinni sem er fastagestur í sjónvörpum Bandaríkjamanna á jóladag og það er Los Angeles Lakers-maðurinn Kobe Bryant. Vegna þessa hefur Kobe ekki fengið að eyða miklum tíma með fjölskyldu sinni á hápunkti jólanna en hann er að nú að spila á þessum degi fjórtánda árið í röð.Fimm leikir og einn í beinni hér Eins og undanfarin fjögur ár fara fram fimm leikir á jóladag og fyrir körfuboltaáhugamanninn þá eru þeir hver á fætur öðrum þannig að það er hægt að horfa á NBA-leik í beinni samfellt í meira en þrettán klukkustundir. Stöð 2 Sport mun sýna leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat klukkan 22.30 en þarna mætast liðin sem komust alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat liðið hafði þá betur. Kobe Bryant og félagar taka á móti liði New York Knicks í öðrum leik dagsins sem hefst klukkan átta að íslenskum tíma. Fyrsti leikur kvöldsins er á milli Brooklyn Nets og Boston Celtics. Eftir leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat spila síðan Chicago Bulls-Houston Rockets og Los Angeles Clippers-Denver Nuggets. Kobe bætti leikjamet þeirra Dolph Schayes, Earl Monroe og Shaquille O'Neal í fyrra en allir spiluðu þeir á sínum tíma þrettán leiki 25. desember. Bryant hefur nú skorað 349 stig í 14 leikjum á jóladegi eða 24,9 stig að meðaltali í leik og þar dregur hann niður fyrsti leikurinn þegar hann fékk aðeins að spreyta sig í fimm mínútur.Oscar Robertson á metið Kobe er nú 28 stigum frá því að jafna stigamet Oscars Robertson sem skoraði 377 stig í 12 leikjum eða 31,4 að meðaltali. Robertson var einnig með 12,1 stoðsendingu að meðaltali í þessum tólf leikjum sínum á jóladegi. Michael Jordan náði aðeins að spila sex leiki á jóladegi en hann skoraði í þeim 170 stig eða 28,3 að meðaltali í leik. Jerry West var með 32,2 stig í leik á þessum degi og Wilt Chamberlain skoraði 31,7 stig að meðaltali. Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir alla leiki Kobe á jóladegi og það er ljóst á þeirri upptalningu að kappinn hefur látið til sín taka á þessum degi enda bæði að skora, skjóta og spila mikið í öllum þessum fjórtán leikjum. NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Það er sterk hefð fyrir því í NBA-deildinni að spila á jóladag og það þykir mikill heiður fyrir lið og leikmenn að spila á þessum degi þrátt fyrir að það spilli mikið fyrir jólahaldi fjölskyldu leikmannanna. Á þessum degi fá nefnilega aðeins að spila skemmtilegustu og áhugaverðustu lið deildarinnar. Einn er sá leikmaður í NBA-deildinni sem er fastagestur í sjónvörpum Bandaríkjamanna á jóladag og það er Los Angeles Lakers-maðurinn Kobe Bryant. Vegna þessa hefur Kobe ekki fengið að eyða miklum tíma með fjölskyldu sinni á hápunkti jólanna en hann er að nú að spila á þessum degi fjórtánda árið í röð.Fimm leikir og einn í beinni hér Eins og undanfarin fjögur ár fara fram fimm leikir á jóladag og fyrir körfuboltaáhugamanninn þá eru þeir hver á fætur öðrum þannig að það er hægt að horfa á NBA-leik í beinni samfellt í meira en þrettán klukkustundir. Stöð 2 Sport mun sýna leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat klukkan 22.30 en þarna mætast liðin sem komust alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat liðið hafði þá betur. Kobe Bryant og félagar taka á móti liði New York Knicks í öðrum leik dagsins sem hefst klukkan átta að íslenskum tíma. Fyrsti leikur kvöldsins er á milli Brooklyn Nets og Boston Celtics. Eftir leik Oklahoma City Thunder og Miami Heat spila síðan Chicago Bulls-Houston Rockets og Los Angeles Clippers-Denver Nuggets. Kobe bætti leikjamet þeirra Dolph Schayes, Earl Monroe og Shaquille O'Neal í fyrra en allir spiluðu þeir á sínum tíma þrettán leiki 25. desember. Bryant hefur nú skorað 349 stig í 14 leikjum á jóladegi eða 24,9 stig að meðaltali í leik og þar dregur hann niður fyrsti leikurinn þegar hann fékk aðeins að spreyta sig í fimm mínútur.Oscar Robertson á metið Kobe er nú 28 stigum frá því að jafna stigamet Oscars Robertson sem skoraði 377 stig í 12 leikjum eða 31,4 að meðaltali. Robertson var einnig með 12,1 stoðsendingu að meðaltali í þessum tólf leikjum sínum á jóladegi. Michael Jordan náði aðeins að spila sex leiki á jóladegi en hann skoraði í þeim 170 stig eða 28,3 að meðaltali í leik. Jerry West var með 32,2 stig í leik á þessum degi og Wilt Chamberlain skoraði 31,7 stig að meðaltali. Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir alla leiki Kobe á jóladegi og það er ljóst á þeirri upptalningu að kappinn hefur látið til sín taka á þessum degi enda bæði að skora, skjóta og spila mikið í öllum þessum fjórtán leikjum.
NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Íslenski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira