Meiri aga í efnahagsmálum Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álitsgjöfum hafa verið og eru sammála um það einasta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efnahagsmála. Þeir sem vilja notast áfram við íslensku krónuna eru eindregið þeirrar skoðunar. Þeir sem vilja taka upp evruna segja að til þess að það sé hægt þurfi að auka aga í meðferð efnahagsmála. Þeir sem vilja taka einhliða upp bandarískan dollar, kanadískan dollar, norska eða danska krónu – nú eða japanskt jen – tala líka um nauðsyn meiri aga. Meiri agi í efnahagsmálum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleysið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmálamenn eina. Spurningin er ekki einvörðungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða viðfangsefni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Agabeiting pólitíkusa við meðferð almannafjár mun engum árangri skila ef agaleysi ríkir um aðra þætti er lúta að stjórn efnahagsmála, sem þeir hafa engin tök á. Á mestu uppgangsárum í íslensku efnahagslífi – þegar ríkissjóður var orðinn skuldlaus – voru sextán þúsund íslensk heimili komin á vanskilaskrá. Sextán þúsund heimilanna lifðu sem sé langt um efni fram í miðju „góðærinu". Það er ekki agi í efnahagsmálum. Kauphækkanir úr takti Í kjarasamningum eftir hrun var samið um kauphækkanir úr takti við samtímaverðmætasköpun í samfélaginu en í ljósi vona um framtíðarvöxt. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Í anda neytendaverndar á Evrópska efnahagssvæðinu var leidd í lög tilskipun um tryggingasjóð innistæðueigenda þar sem bankar voru skikkaðir til þess að stofna sjóð til verndunar innistæðna sparifjáreigenda, sem þeim hafði verið trúað fyrir. Bankarnir hirtu ekki um að fullnægja neytendaverndarskilmálunum. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Efnaðir einstaklingar stofnsettu gervihlutafélög og skúffufyrirtæki sem höfðu engan rekstur með höndum en það eina viðfangsefni að dylja slóð peninga í skattaskjól erlendis á sama tíma og þeir sömu efnuðu einstaklingar létu lífeyrisþega og skattborgara létta af sér skuldum sem nema samtals fleiri hundruðum milljarða króna. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um agaleysi íslensku þjóðarinnar í efnahagsmálum – agaleysi sem kom þessari þjóð í koll og mun áfram gera ef ekki verður á breyting. Það dugir skammt að stjórnmálamenn beiti meiri aga í sínum viðfangsefnum – rekstri ríkisins – ef agaleysi ríkir áfram í öðrum þáttum í meðferð efnahagsmála, sem stjórnmálamennirnir hafa lítil eða engin áhrif á. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef fjöldi fólks vill endilega lifa langt um efni fram. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef aðilar vinnumarkaðarins vilja semja um launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnmálamenn ráða ekki heldur við það hvernig íslenskir fjárglæframenn telja sér sæmandi að haga sér gagnvart samfélaginu. Spara fyrst og kaupa svo Oft er litið til Þjóðverja eða Norðmanna sem fyrirmyndar um samfélög sem ástunda skynsamlega og agaða stjórn efnahagsmála. Þeir sem þekkja þar til vita að sú skynsemi nær ekki aðeins til þess hvernig pólitíkusar og stjórnvöld vilja haga sér heldur ekki síður til aga í efnahagsákvörðunum heimila og aðila vinnumarkaðar. Norsk heimili spara fyrst og kaupa svo. Kaupa ekki fyrst og geta svo ekki borgað. Enda búa þau fæst jafn vel að margvíslegum „hlutum" og kollegar þeirra hér á landi. Munurinn er bara sá að Norðmenn eiga það sem þeir eiga í miklu meira mæli en tíðkast hér. Agi í meðferð efnahagsmála er okkur brýn nauðsyn – hver svo sem gjaldmiðillinn er. Sá agi næst hins vegar aldrei ef hann á einungis að ná til viðfangsefnis stjórnmálamanna. Þjóðin sjálf – heimilin, fyrirtækin og aðilar vinnumarkaðarins – ræður meiru um þróun efnahagsmála en stjórnmálamennirnir. Ef nást á meiri agi í meðferð efnahagsmála á Íslandi verður sá agi að ná líka til heimilanna, fyrirtækjanna og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þora stjórnmálamenn sjaldnast að segja. Kjósendur vilja nefnilega helst geta kennt öðrum um allt sem miður fer – stjórnmálamönnunum helst af öllu. En svona er þetta nú samt. Enginn agi mun nást í íslenskum efnahagsmálum nema þjóðin kjósi sér sjálf slíkt hlutskipti – og fylgi því fast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álitsgjöfum hafa verið og eru sammála um það einasta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efnahagsmála. Þeir sem vilja notast áfram við íslensku krónuna eru eindregið þeirrar skoðunar. Þeir sem vilja taka upp evruna segja að til þess að það sé hægt þurfi að auka aga í meðferð efnahagsmála. Þeir sem vilja taka einhliða upp bandarískan dollar, kanadískan dollar, norska eða danska krónu – nú eða japanskt jen – tala líka um nauðsyn meiri aga. Meiri agi í efnahagsmálum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleysið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmálamenn eina. Spurningin er ekki einvörðungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða viðfangsefni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Agabeiting pólitíkusa við meðferð almannafjár mun engum árangri skila ef agaleysi ríkir um aðra þætti er lúta að stjórn efnahagsmála, sem þeir hafa engin tök á. Á mestu uppgangsárum í íslensku efnahagslífi – þegar ríkissjóður var orðinn skuldlaus – voru sextán þúsund íslensk heimili komin á vanskilaskrá. Sextán þúsund heimilanna lifðu sem sé langt um efni fram í miðju „góðærinu". Það er ekki agi í efnahagsmálum. Kauphækkanir úr takti Í kjarasamningum eftir hrun var samið um kauphækkanir úr takti við samtímaverðmætasköpun í samfélaginu en í ljósi vona um framtíðarvöxt. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Í anda neytendaverndar á Evrópska efnahagssvæðinu var leidd í lög tilskipun um tryggingasjóð innistæðueigenda þar sem bankar voru skikkaðir til þess að stofna sjóð til verndunar innistæðna sparifjáreigenda, sem þeim hafði verið trúað fyrir. Bankarnir hirtu ekki um að fullnægja neytendaverndarskilmálunum. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Efnaðir einstaklingar stofnsettu gervihlutafélög og skúffufyrirtæki sem höfðu engan rekstur með höndum en það eina viðfangsefni að dylja slóð peninga í skattaskjól erlendis á sama tíma og þeir sömu efnuðu einstaklingar létu lífeyrisþega og skattborgara létta af sér skuldum sem nema samtals fleiri hundruðum milljarða króna. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um agaleysi íslensku þjóðarinnar í efnahagsmálum – agaleysi sem kom þessari þjóð í koll og mun áfram gera ef ekki verður á breyting. Það dugir skammt að stjórnmálamenn beiti meiri aga í sínum viðfangsefnum – rekstri ríkisins – ef agaleysi ríkir áfram í öðrum þáttum í meðferð efnahagsmála, sem stjórnmálamennirnir hafa lítil eða engin áhrif á. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef fjöldi fólks vill endilega lifa langt um efni fram. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef aðilar vinnumarkaðarins vilja semja um launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnmálamenn ráða ekki heldur við það hvernig íslenskir fjárglæframenn telja sér sæmandi að haga sér gagnvart samfélaginu. Spara fyrst og kaupa svo Oft er litið til Þjóðverja eða Norðmanna sem fyrirmyndar um samfélög sem ástunda skynsamlega og agaða stjórn efnahagsmála. Þeir sem þekkja þar til vita að sú skynsemi nær ekki aðeins til þess hvernig pólitíkusar og stjórnvöld vilja haga sér heldur ekki síður til aga í efnahagsákvörðunum heimila og aðila vinnumarkaðar. Norsk heimili spara fyrst og kaupa svo. Kaupa ekki fyrst og geta svo ekki borgað. Enda búa þau fæst jafn vel að margvíslegum „hlutum" og kollegar þeirra hér á landi. Munurinn er bara sá að Norðmenn eiga það sem þeir eiga í miklu meira mæli en tíðkast hér. Agi í meðferð efnahagsmála er okkur brýn nauðsyn – hver svo sem gjaldmiðillinn er. Sá agi næst hins vegar aldrei ef hann á einungis að ná til viðfangsefnis stjórnmálamanna. Þjóðin sjálf – heimilin, fyrirtækin og aðilar vinnumarkaðarins – ræður meiru um þróun efnahagsmála en stjórnmálamennirnir. Ef nást á meiri agi í meðferð efnahagsmála á Íslandi verður sá agi að ná líka til heimilanna, fyrirtækjanna og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þora stjórnmálamenn sjaldnast að segja. Kjósendur vilja nefnilega helst geta kennt öðrum um allt sem miður fer – stjórnmálamönnunum helst af öllu. En svona er þetta nú samt. Enginn agi mun nást í íslenskum efnahagsmálum nema þjóðin kjósi sér sjálf slíkt hlutskipti – og fylgi því fast eftir.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun