Hvað á taumurinn að vera langur? Trausti Hafliðason skrifar 29. mars 2013 19:15 Það er ekki nauðsynlegt að búa yfir þessari tækni til þess að geta veitt fisk en skemmtilegt er þetta. Æði misjafnt er hversu langan taum veiðimenn eru með á veiðistöngum sínum. Til eru nokkrar þumalputtareglur. Í fyrsta lagi þá skiptir stærð stangarinnar engu máli þegar kemur að því að ákveða lengd á taumi. Sumir halda, veit reyndar ekki hverjir, að hæð veiðimannsins skipti máli, en það er auðvitað algjör vitleysa. Ef menn eru að veiða með sökklínu þá skiptir miklu máli að vera með fluguna sem næst línunni og þess vegna eiga menn að vera með stuttan taum því annars er hættan sú að flugan fljóti upp fyrir sökklínuna og þá er eins gott að nota bara flotlínu. Æskileg lengd á taumi með sökklínu er 4 til 6 fet (1,2 til 1,8 metrar). Ef menn hafa áhyggjur af því að flugan sé of nærri línunni og að það styggi fiskinn ættu menn yfir höfuð ekki að vera að nota klunnalega sökklínu. Í mjög litlum ám er oftast óþarfi að vera með lengri taum en 7 fet (2,1 metra). Styttri taumur réttir fyrr úr sér og töluvert þægilegra er að kasta honum í litla á. Lengri taumur fyrir þurrflugur Séu menn að veiða með þurrflugu þarf lengri taum því annars getur flotlínan hrætt fiskinn. Þá er ágætt eða vera með 9 feta taum (2,7 metra). Í vatnaveiði með flotlínu er oft gott að vera með langan taum, til dæmis 12 feta (3,7 metrar). Þetta á alveg sérstaklega við í logni þegar lítið gárar á vatninu. Þá getur skellur frá flotlínu fælt fisk og því gott að hafa tauminn langan. Þessi aðferðafræði á líka við í ám þar sem aðstæður eru svipaðar og á lygnu vatni. Í mjög grunnu vatni og þar sem fiskur er sérstaklega styggur getur mjög langur taumur, allt að 18 fet (5,5 metrar) skipt sköpum. Það segir sig sjálft að til þess að nota svo langan taum þurfa menn að vera mjög liprir með stöngina og hafa gott vald á kastinu.Heimild: The Orvis Guide to Beginning Fly Fishing trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði 142 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði
Æði misjafnt er hversu langan taum veiðimenn eru með á veiðistöngum sínum. Til eru nokkrar þumalputtareglur. Í fyrsta lagi þá skiptir stærð stangarinnar engu máli þegar kemur að því að ákveða lengd á taumi. Sumir halda, veit reyndar ekki hverjir, að hæð veiðimannsins skipti máli, en það er auðvitað algjör vitleysa. Ef menn eru að veiða með sökklínu þá skiptir miklu máli að vera með fluguna sem næst línunni og þess vegna eiga menn að vera með stuttan taum því annars er hættan sú að flugan fljóti upp fyrir sökklínuna og þá er eins gott að nota bara flotlínu. Æskileg lengd á taumi með sökklínu er 4 til 6 fet (1,2 til 1,8 metrar). Ef menn hafa áhyggjur af því að flugan sé of nærri línunni og að það styggi fiskinn ættu menn yfir höfuð ekki að vera að nota klunnalega sökklínu. Í mjög litlum ám er oftast óþarfi að vera með lengri taum en 7 fet (2,1 metra). Styttri taumur réttir fyrr úr sér og töluvert þægilegra er að kasta honum í litla á. Lengri taumur fyrir þurrflugur Séu menn að veiða með þurrflugu þarf lengri taum því annars getur flotlínan hrætt fiskinn. Þá er ágætt eða vera með 9 feta taum (2,7 metra). Í vatnaveiði með flotlínu er oft gott að vera með langan taum, til dæmis 12 feta (3,7 metrar). Þetta á alveg sérstaklega við í logni þegar lítið gárar á vatninu. Þá getur skellur frá flotlínu fælt fisk og því gott að hafa tauminn langan. Þessi aðferðafræði á líka við í ám þar sem aðstæður eru svipaðar og á lygnu vatni. Í mjög grunnu vatni og þar sem fiskur er sérstaklega styggur getur mjög langur taumur, allt að 18 fet (5,5 metrar) skipt sköpum. Það segir sig sjálft að til þess að nota svo langan taum þurfa menn að vera mjög liprir með stöngina og hafa gott vald á kastinu.Heimild: The Orvis Guide to Beginning Fly Fishing trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði 142 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði