Milljónir gamalla farsíma safna ryki á dönskum heimilum 2. janúar 2013 06:10 Mikill meirihluti Dana hendir ekki gamla farsímanum sínum þegar nýr er keyptur. Milljónir gamalla farsíma safna því ryki í geymslum á dönskum heimilum. Þetta er niðurstaða úttektar sem unnin var af símafyrirtækinu Telenor. Í henni kemur fram að yfir 70% Dana geymir gamla farsímann sinn þótt nýr hafi verið keyptur. Og 40% Dana eiga tvo gamla farsíma í hirslum sínum. Þetta þýðir að um fimm milljónir gamalla farsíma safna nú ryki á dönskum heimilum. Í frétt á vefsíðu börsen um málið segir að í úttektinni komi m.a. fram að 34% Dana geyma gömlu farsímana sína þar sem aðrir úr fjölskyldunni eða nánir vinir geti hugsanlega notað þá og 16% Dana geyma símana þar sem þeir vita ekki hvar hægt sé að skila þeim inn. Mattias Ringqvist einn af forstjórum Telenor segir að í rauninni sé lítil not hægt að hafa af gömlum farsímum en þeir virðist hafa eitthvað tilfinningalegt gildi hjá stórum hluta eigenda sinna. Ringqvist segir að þetta sé eins og að geyma öll númerin hjá gömlu kærustunum þegar maður er kominn í nýtt ástarsamband. Í úttektinni kemur fram að um helmingur Dana keypti sér nýjan farsíma á síðasta ári. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mikill meirihluti Dana hendir ekki gamla farsímanum sínum þegar nýr er keyptur. Milljónir gamalla farsíma safna því ryki í geymslum á dönskum heimilum. Þetta er niðurstaða úttektar sem unnin var af símafyrirtækinu Telenor. Í henni kemur fram að yfir 70% Dana geymir gamla farsímann sinn þótt nýr hafi verið keyptur. Og 40% Dana eiga tvo gamla farsíma í hirslum sínum. Þetta þýðir að um fimm milljónir gamalla farsíma safna nú ryki á dönskum heimilum. Í frétt á vefsíðu börsen um málið segir að í úttektinni komi m.a. fram að 34% Dana geyma gömlu farsímana sína þar sem aðrir úr fjölskyldunni eða nánir vinir geti hugsanlega notað þá og 16% Dana geyma símana þar sem þeir vita ekki hvar hægt sé að skila þeim inn. Mattias Ringqvist einn af forstjórum Telenor segir að í rauninni sé lítil not hægt að hafa af gömlum farsímum en þeir virðist hafa eitthvað tilfinningalegt gildi hjá stórum hluta eigenda sinna. Ringqvist segir að þetta sé eins og að geyma öll númerin hjá gömlu kærustunum þegar maður er kominn í nýtt ástarsamband. Í úttektinni kemur fram að um helmingur Dana keypti sér nýjan farsíma á síðasta ári.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira