Verslun að stóreflast í Rússlandi Magnús Halldórsson skrifar 1. janúar 2013 23:50 Miklir peningar streyma um rússneska hagkerfið þessi misserin, ekki síst vegna mikils uppgangs fyrirtækja í olíu- og orkuiðnaði. Verslun í Rússlandi hefur stóreflst á skömmum tíma og hafa verslanir sprottið upp, einkum í nágrenni höfuðborgarinnar Moskvu. Stórar verslunarmiðstöðvar hafa verið byggðar á undanförnum árum og sér ekki fyrir endanum á uppbyggingartímabilinu, að því er fram kemur í grein New York Times um verslun í Rússlandi. Það er ekki aðeins í nágrenni Moskvu þar sem verslun hefur verið að stóraukast, heldur einnig í St. Pétursborg. Fjárfestingabankinn Morgan Stanley keypti verslunarmiðstöð þar í borg fyrir 1,1 milljarða dala, eða ríflega 130 milljarða króna, að því er segir í grein New York Times. Allt frá árinu 2007 hafa verslanamiðstöðvar í Rússlandi verið að draga til sín sífellt fleiri gesti. Hin risavaxna Mega Tyoply Stan í Moskvu var heimsótt af 57 milljónum gesta á árinu 2007, en til samanburðar eru gestir í hinni frægu verslanamiðstöð í Bandaríkjunum, Mall of America, í kringum 40 milljónir, að því er segir í grein New York Times. Gert er ráð fyrir því að uppbygging verslana í Rússlandi muni halda áfram á næstu misserum. Mikill uppgangur hefur einkennt rússneska hagkerfið undanfarin ár, ekki síst vegna mikils hagnaðar fyrirtækja í olíu- og orkuiðnaði. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verslun í Rússlandi hefur stóreflst á skömmum tíma og hafa verslanir sprottið upp, einkum í nágrenni höfuðborgarinnar Moskvu. Stórar verslunarmiðstöðvar hafa verið byggðar á undanförnum árum og sér ekki fyrir endanum á uppbyggingartímabilinu, að því er fram kemur í grein New York Times um verslun í Rússlandi. Það er ekki aðeins í nágrenni Moskvu þar sem verslun hefur verið að stóraukast, heldur einnig í St. Pétursborg. Fjárfestingabankinn Morgan Stanley keypti verslunarmiðstöð þar í borg fyrir 1,1 milljarða dala, eða ríflega 130 milljarða króna, að því er segir í grein New York Times. Allt frá árinu 2007 hafa verslanamiðstöðvar í Rússlandi verið að draga til sín sífellt fleiri gesti. Hin risavaxna Mega Tyoply Stan í Moskvu var heimsótt af 57 milljónum gesta á árinu 2007, en til samanburðar eru gestir í hinni frægu verslanamiðstöð í Bandaríkjunum, Mall of America, í kringum 40 milljónir, að því er segir í grein New York Times. Gert er ráð fyrir því að uppbygging verslana í Rússlandi muni halda áfram á næstu misserum. Mikill uppgangur hefur einkennt rússneska hagkerfið undanfarin ár, ekki síst vegna mikils hagnaðar fyrirtækja í olíu- og orkuiðnaði.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira