Leiðtogar Repúblikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að berjast ekki gegn því að skuldaþak Bandaríkjanna verði hækkað í næsta mánuði. Þetta var ákveðið á fundi þeirra í gærkvöldi.
Þar með losnar Barack Obama Bandaríkjaforseti við miklar deilur sem voru framundan um hækkunina.
Eric Cantor þingflokksformaður Repúblikana í fulltrúadeildinni segir að þeir muni samþykkja framvarp um tímabundna hækkun skuldaþaksins til þriggja mánaða og þar með geti öldungadeild þingsins samþykkt fjárlög sem fela í sér hækkun skuldaþaksins en það stendur nú í 16.400 milljörðum dollara.
