Fjármálaeftirlit Dana kærir alla yfirstjórn Amagerbankans 17. janúar 2013 06:47 Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært fyrrum bankastjóra Amagerbankans og alla yfirstjórn bankans, alls 11 manns, til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar í landi. Málið snýst um spákaupmennsku með svissneska franka á árunum 2009 og 2010. Þessi viðskipti voru síðan m.a. þess valdandi að Amagerbankinn varð gjaldþrota árið 2011 sem kostaði danska skattgreiðendur milljarða danskra króna. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir meðal annars að Amagerbankinn horfði fram á mikið tap af óvarlegum lánum til þriggja manna sem stunduðu umfangsmikil fasteignaviðskipti í Danmörku fyrir hrunið 2008. Til að reyna að lágmarka tapið ákvað stjórn bankans að veita þessum einstaklingum lánalínu upp á einn og hálfan milljarð danskra króna eða nærri 35 milljarða króna. Lánin voru notuð til að braska með svissneska franka á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fram kemur í fréttinni að lánalína þessi var framlengd ítrekað þrátt fyrir að löngu væri ljóst að bankinn myndi tapa æ hærri fjárhæðum á henni. Í lokin nam tap bankans af þessu braski um 400 milljónum danskra króna eða hátt í 9 milljörðum króna. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært fyrrum bankastjóra Amagerbankans og alla yfirstjórn bankans, alls 11 manns, til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar í landi. Málið snýst um spákaupmennsku með svissneska franka á árunum 2009 og 2010. Þessi viðskipti voru síðan m.a. þess valdandi að Amagerbankinn varð gjaldþrota árið 2011 sem kostaði danska skattgreiðendur milljarða danskra króna. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir meðal annars að Amagerbankinn horfði fram á mikið tap af óvarlegum lánum til þriggja manna sem stunduðu umfangsmikil fasteignaviðskipti í Danmörku fyrir hrunið 2008. Til að reyna að lágmarka tapið ákvað stjórn bankans að veita þessum einstaklingum lánalínu upp á einn og hálfan milljarð danskra króna eða nærri 35 milljarða króna. Lánin voru notuð til að braska með svissneska franka á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum. Fram kemur í fréttinni að lánalína þessi var framlengd ítrekað þrátt fyrir að löngu væri ljóst að bankinn myndi tapa æ hærri fjárhæðum á henni. Í lokin nam tap bankans af þessu braski um 400 milljónum danskra króna eða hátt í 9 milljörðum króna.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira