Söngkonan Mariah Carey og leikkonan Jennifer Aniston hafa greinilega komist í fataskáp hvorrar annarrar ef marka má fatavalið upp á síðkastið.
Þær hafa báðar sést í þessum skemmtilega Valentino-kjól með hvítri slaufu.
Jennifer Aniston.Það fyndna er að kjóllinn er afar líkur þeim sem bæði Kelly og Brenda klæddust eftirminnilega fyrir ball í sjónvarpsþættinum Beverly Hills 90210.
Mariah Carey.En hvor er flottari í Valentino – Mariah eða Jennifer?