Kántrísöngkonan Taylor Swift hefur látið hafa eftir sér að henni líði eins og karakternum Charlotte úr Sex and the City í sínum vinahópi. Það er greinilegt ef fatasmekkur hennar er skoðaður.
Taylor nefnilega féll fyrir þessum svarta og hvíta kjól frá Kate Spade. Kristin Davis, sem túlkar Charlotte í fyrrnefndum þáttum, féll líka kylliflöt fyrir þessum einfalda en klæðilega kjól.