Bílaframleiðandinn Ford er að efla starfsemi sína þessi misserin, og hyggst ráð tvö þúsund og tvö hundruð nýja starfsmenn í Bandaríkjunum.
Ford er sá bílaframleiðandi sem selur næst flesta bíla í Bandaríkjunum á ári, á eftir Toyota. Í fyrra seldust 2,3 milljónir Ford bíla í Bandaríkjunum.
Sala á Ford bílum hefur aukist jafnt og þétt í Bandaríkjunum, og jókst hún um fimm prósent í fyrra frá árinu 2011, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Oft er horft til sölu á bílum, þegar fylgst er með gangi í efnahagslífi landa, þar hún er sögð gefa góða vísbendingu um hvort vel eða illa gangi. Sala á bílum hefur verið aukast mikið í Bandaríkjunum að undanförnu, en í Evrópu hefur hún gengið illa, einkum í Suður-Evrópu þar sem miklir erfiðleikar einkenna gang efnahagsmála.
Sjá má frétt BBC hér.
Ford ræður 2.200 nýja starfsmenn í Bandaríkjunum
