Grænlenski sjávarútvegsrisinn Royal Greenland hefur skilað besta uppgjöri í sögu félagsins.
Hagnaður félagsins, fyrir skatta á síðasta ári, nam 180 milljónum danskra króna eða rúmum fjórum milljörðum króna. Þetta er 50 milljóna danskra króna aukning miðað við árið á undan.
Veltan hjá Royal Greenland jókst um 5% milli ára og nam 5 milljörðum danskra kr. eða um 115 milljörðum króna.
Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að mikill viðsnúningur hafi orðið á rekstri félagsins á undanförnum árum. Þannig tapaði Royal Greenland um hálfum milljarði danskra króna árið 2009.
Royal Greenland skilar besta uppgjöri sínu í sögunni

Mest lesið


Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu
Viðskipti innlent

Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu
Viðskipti innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi
Viðskipti innlent

Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið
Viðskipti erlent



Ríkið eignast hlut í Norwegian
Viðskipti erlent

Svandís tekur við Fastus lausnum
Viðskipti innlent
