LeBron James fagnaði eins og óður með áhorfenda sem setti niður skot sem tryggði honum næstum tíu milljónir króna í verðlaun.
Áhorfandinn, sem er stuðningsmaður Miami Heat, setti niður skot frá miðju vallarins en í húfi voru 75 þúsund dollarar.
Atvikið átti sér stað í leikhlé í lok þriðja leikhluta í leik Miami gegn Detroit Pistons á föstudagskvöldið.
Skotið var fullkomið og stökk LeBron inn á völlinn og fagnaði gríðarlega, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
