Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2013 20:09 Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Í síðustu viku var fjallað um upphaf gossins þann 23. janúar en þátturinn í kvöld var um flóttann frá Vestmannaeyjum og baráttuna sem tók við næstu vikur og mánuði. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Yfir fimm þúsund íbúar voru taldir í yfirvofandi hættu um nóttina. Þótt engin neyðaráætlun væri til fór samt í gang viðamesta björgunaraðgerð Íslandssögunnar, og þykir með ólíkindum að það skyldi takast að rýma eyjuna á nokkrum klukkustundum og að enginn skyldi láta lífið á þessum fyrsta sólarhring hamfaranna. Meginhluti bæjarbúa var kominn upp á fastalandið í öruggt skjól fyrsta morguninn. Eldgosið var hins vegar rétt að byrja. Logandi hraunslettur flugu mörghundruð metra frá gígunum og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru, eftir fyrstu vikuna voru yfir eitthundrað hús brunnin. Ákveðið var að grípa til varna. Eyjamenn neituðu að horfa aðgerðalausir upp á vaxandi eyðilegginguna og ákváðu að reyna að taka völdin af eldfjallinu. Byrjað var á því að negla plötur fyrir alla glugga sem sneru að gosstöðvunum, og tókst þannig að draga verulega úr eldsvoðum. Gegn vellandi hrauninu voru menn heldur ekki tilbúnir að gefast upp mótþróalaust. Varnargörðum var rutt upp og hafin umfangsmikil hraunkæling, bæði til að reyna að bjarga höfninni og innsiglinginni en einnig til að hamla gegn hraunrennsli yfir bæinn. Á sama tíma og björgunaraðgerðir stóðu yfir á Heimaey var gríðarlegt álag á fjölskyldum Eyjamanna á fastalandinu, sem fylgdust með atburðum úr fjarlægð í algerri óvissu um framtíðina, um leið og þeirra tilvera var skyndilega í lausu lofti. Á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum, verður haldið áfram að fjalla um eldgosið á Heimaey. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Í síðustu viku var fjallað um upphaf gossins þann 23. janúar en þátturinn í kvöld var um flóttann frá Vestmannaeyjum og baráttuna sem tók við næstu vikur og mánuði. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Yfir fimm þúsund íbúar voru taldir í yfirvofandi hættu um nóttina. Þótt engin neyðaráætlun væri til fór samt í gang viðamesta björgunaraðgerð Íslandssögunnar, og þykir með ólíkindum að það skyldi takast að rýma eyjuna á nokkrum klukkustundum og að enginn skyldi láta lífið á þessum fyrsta sólarhring hamfaranna. Meginhluti bæjarbúa var kominn upp á fastalandið í öruggt skjól fyrsta morguninn. Eldgosið var hins vegar rétt að byrja. Logandi hraunslettur flugu mörghundruð metra frá gígunum og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru, eftir fyrstu vikuna voru yfir eitthundrað hús brunnin. Ákveðið var að grípa til varna. Eyjamenn neituðu að horfa aðgerðalausir upp á vaxandi eyðilegginguna og ákváðu að reyna að taka völdin af eldfjallinu. Byrjað var á því að negla plötur fyrir alla glugga sem sneru að gosstöðvunum, og tókst þannig að draga verulega úr eldsvoðum. Gegn vellandi hrauninu voru menn heldur ekki tilbúnir að gefast upp mótþróalaust. Varnargörðum var rutt upp og hafin umfangsmikil hraunkæling, bæði til að reyna að bjarga höfninni og innsiglinginni en einnig til að hamla gegn hraunrennsli yfir bæinn. Á sama tíma og björgunaraðgerðir stóðu yfir á Heimaey var gríðarlegt álag á fjölskyldum Eyjamanna á fastalandinu, sem fylgdust með atburðum úr fjarlægð í algerri óvissu um framtíðina, um leið og þeirra tilvera var skyndilega í lausu lofti. Á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum, verður haldið áfram að fjalla um eldgosið á Heimaey.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30
Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30