Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2013 20:09 Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Í síðustu viku var fjallað um upphaf gossins þann 23. janúar en þátturinn í kvöld var um flóttann frá Vestmannaeyjum og baráttuna sem tók við næstu vikur og mánuði. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Yfir fimm þúsund íbúar voru taldir í yfirvofandi hættu um nóttina. Þótt engin neyðaráætlun væri til fór samt í gang viðamesta björgunaraðgerð Íslandssögunnar, og þykir með ólíkindum að það skyldi takast að rýma eyjuna á nokkrum klukkustundum og að enginn skyldi láta lífið á þessum fyrsta sólarhring hamfaranna. Meginhluti bæjarbúa var kominn upp á fastalandið í öruggt skjól fyrsta morguninn. Eldgosið var hins vegar rétt að byrja. Logandi hraunslettur flugu mörghundruð metra frá gígunum og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru, eftir fyrstu vikuna voru yfir eitthundrað hús brunnin. Ákveðið var að grípa til varna. Eyjamenn neituðu að horfa aðgerðalausir upp á vaxandi eyðilegginguna og ákváðu að reyna að taka völdin af eldfjallinu. Byrjað var á því að negla plötur fyrir alla glugga sem sneru að gosstöðvunum, og tókst þannig að draga verulega úr eldsvoðum. Gegn vellandi hrauninu voru menn heldur ekki tilbúnir að gefast upp mótþróalaust. Varnargörðum var rutt upp og hafin umfangsmikil hraunkæling, bæði til að reyna að bjarga höfninni og innsiglinginni en einnig til að hamla gegn hraunrennsli yfir bæinn. Á sama tíma og björgunaraðgerðir stóðu yfir á Heimaey var gríðarlegt álag á fjölskyldum Eyjamanna á fastalandinu, sem fylgdust með atburðum úr fjarlægð í algerri óvissu um framtíðina, um leið og þeirra tilvera var skyndilega í lausu lofti. Á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum, verður haldið áfram að fjalla um eldgosið á Heimaey. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Í síðustu viku var fjallað um upphaf gossins þann 23. janúar en þátturinn í kvöld var um flóttann frá Vestmannaeyjum og baráttuna sem tók við næstu vikur og mánuði. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Yfir fimm þúsund íbúar voru taldir í yfirvofandi hættu um nóttina. Þótt engin neyðaráætlun væri til fór samt í gang viðamesta björgunaraðgerð Íslandssögunnar, og þykir með ólíkindum að það skyldi takast að rýma eyjuna á nokkrum klukkustundum og að enginn skyldi láta lífið á þessum fyrsta sólarhring hamfaranna. Meginhluti bæjarbúa var kominn upp á fastalandið í öruggt skjól fyrsta morguninn. Eldgosið var hins vegar rétt að byrja. Logandi hraunslettur flugu mörghundruð metra frá gígunum og kveiktu í hverju húsinu á fætur öðru, eftir fyrstu vikuna voru yfir eitthundrað hús brunnin. Ákveðið var að grípa til varna. Eyjamenn neituðu að horfa aðgerðalausir upp á vaxandi eyðilegginguna og ákváðu að reyna að taka völdin af eldfjallinu. Byrjað var á því að negla plötur fyrir alla glugga sem sneru að gosstöðvunum, og tókst þannig að draga verulega úr eldsvoðum. Gegn vellandi hrauninu voru menn heldur ekki tilbúnir að gefast upp mótþróalaust. Varnargörðum var rutt upp og hafin umfangsmikil hraunkæling, bæði til að reyna að bjarga höfninni og innsiglinginni en einnig til að hamla gegn hraunrennsli yfir bæinn. Á sama tíma og björgunaraðgerðir stóðu yfir á Heimaey var gríðarlegt álag á fjölskyldum Eyjamanna á fastalandinu, sem fylgdust með atburðum úr fjarlægð í algerri óvissu um framtíðina, um leið og þeirra tilvera var skyndilega í lausu lofti. Á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld, strax að loknum fréttum, verður haldið áfram að fjalla um eldgosið á Heimaey.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30
Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30