Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fram 28-27 | FH meistari Benedikt Grétarsson í Strandgötu skrifar 27. janúar 2013 13:30 Mynd/Stefán FH tryggði sér í dag Flugfélag Íslands-bikarinn með því að leggja Fram í framlengdum úrslitaleik, 28-27. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn i leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlenginu. Fyrri hálfleikur var einstefna að hálfu FH. Hafnfirðingar spiluðu sterka vörn og þau skot sem ráðvilltir Framarar náðu á markið, varði Daníel Freyr. FH komst í 12-2 eftir tæpar 20 mínútur og allt útlit fyrir stórsigur FH. . Fram klóraði aðeins í bakkann undir lok hálfleiksins en FH leiddi með 7 mörkum í hálfleik, 14-7. Síðari hálfleikur hélt áfram eins og sá fyrri, FH náði aftur 10 marka forystu 17-7 og ekkert sem benti til annars en öruggs sigurs þeirra. Þá fóru Magnús Gunnar Erlendsson í marki Fram og Sigurður Eggertsson að sýna mögnuð tilþrif og Framarar söxuðu hægt og bítandi á forskot FH. Það fór svo að lokum að Fram náði að jafna leikinn í lok venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. Frábær leikur og góð auglýsing fyrir komandi átök í N1-deildinni. Einar Rafn og Ragnar Jóhannsson voru markahæstir í liði FH með 5 mörk hvor en besti maður liðsins var markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson sem varði 25 skot. Sigurður Eggertsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og var frábær. Magnús varði vel í síðari hálflæeik, 14 skot alls. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Einar Andri: Virkilega ánægður með ungu strákanaEinar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn í dag. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Einar Jónsson: Algjör skita í fyrri hálfleikEinar Jónsson, þjálfari Fram, var þrátt fyrir tapið nokkuð léttur eftir leikinn. „Þetta var auðvitað arfaslakt í fyrri hálfleik, eiginlega bara skita. Við þurfum að skoða það rækilega hvað gerðist en svo var allt annað að sjá til okkar í síðari hálfleik." Fram saknaði lykilmanna í þessum leik en Einar vildi ekki meina að það væri ástæðan fyrir tapinu. „Jóhann Gunnar er búinn að vera veikur og gat ekkert beitt sér í þessum leik og svo er Róbert (Aron Hostert) á annarri löppinni. Það er samt ekkert hægt að benda á þetta og fara að grenja, aðrir leikmenn spila þá bara meira í staðinn og þeir stóðu sig bara prýðilega, a.m.k á löngum köflum í leiknum." Einar er sammála því að Framarar hafa verið ansi óstöðugir í vetur. „Við erum roslega lélegir þegar við erum lélegir, það verður að viðurkennast. En það má ekki gleyma því að við erum l´æika svaka góðir þegar við dettum í gírinn. Við spilum hérna tvo leiki um helgina gegn tveimur sterkum liðum (FH og Haukum) og stöndum í lappirnar í báðum leikjum. Það verður að teljast jákvætt." Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
FH tryggði sér í dag Flugfélag Íslands-bikarinn með því að leggja Fram í framlengdum úrslitaleik, 28-27. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn i leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlenginu. Fyrri hálfleikur var einstefna að hálfu FH. Hafnfirðingar spiluðu sterka vörn og þau skot sem ráðvilltir Framarar náðu á markið, varði Daníel Freyr. FH komst í 12-2 eftir tæpar 20 mínútur og allt útlit fyrir stórsigur FH. . Fram klóraði aðeins í bakkann undir lok hálfleiksins en FH leiddi með 7 mörkum í hálfleik, 14-7. Síðari hálfleikur hélt áfram eins og sá fyrri, FH náði aftur 10 marka forystu 17-7 og ekkert sem benti til annars en öruggs sigurs þeirra. Þá fóru Magnús Gunnar Erlendsson í marki Fram og Sigurður Eggertsson að sýna mögnuð tilþrif og Framarar söxuðu hægt og bítandi á forskot FH. Það fór svo að lokum að Fram náði að jafna leikinn í lok venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. Frábær leikur og góð auglýsing fyrir komandi átök í N1-deildinni. Einar Rafn og Ragnar Jóhannsson voru markahæstir í liði FH með 5 mörk hvor en besti maður liðsins var markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson sem varði 25 skot. Sigurður Eggertsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og var frábær. Magnús varði vel í síðari hálflæeik, 14 skot alls. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Einar Andri: Virkilega ánægður með ungu strákanaEinar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn í dag. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Einar Jónsson: Algjör skita í fyrri hálfleikEinar Jónsson, þjálfari Fram, var þrátt fyrir tapið nokkuð léttur eftir leikinn. „Þetta var auðvitað arfaslakt í fyrri hálfleik, eiginlega bara skita. Við þurfum að skoða það rækilega hvað gerðist en svo var allt annað að sjá til okkar í síðari hálfleik." Fram saknaði lykilmanna í þessum leik en Einar vildi ekki meina að það væri ástæðan fyrir tapinu. „Jóhann Gunnar er búinn að vera veikur og gat ekkert beitt sér í þessum leik og svo er Róbert (Aron Hostert) á annarri löppinni. Það er samt ekkert hægt að benda á þetta og fara að grenja, aðrir leikmenn spila þá bara meira í staðinn og þeir stóðu sig bara prýðilega, a.m.k á löngum köflum í leiknum." Einar er sammála því að Framarar hafa verið ansi óstöðugir í vetur. „Við erum roslega lélegir þegar við erum lélegir, það verður að viðurkennast. En það má ekki gleyma því að við erum l´æika svaka góðir þegar við dettum í gírinn. Við spilum hérna tvo leiki um helgina gegn tveimur sterkum liðum (FH og Haukum) og stöndum í lappirnar í báðum leikjum. Það verður að teljast jákvætt."
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira